Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 8
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ©nwt ewrlffpní órff P1 i$UtV fteg. M, S& S m,S5SS?ÖSSS»U}cxxxiii. H&æsSS&Sís, Titilblað fyrstu útgáfu af Heimskringlu, þýðingu Peder Claussöns, 1633. Hjer er nafn Snorra í fyrstaskifti tengt við Heimskringlu. Meginþáttur Heimskringlu er saga Ólafs konungs helga. Hún er 2/5 bókarinnar, þó að Ól- aftur sæti ekki að völdum í meira en 15 ár. Þessi saga er til sjerstök í nokkrum handritum, og er þar skeytt framan við hana ágripi af sögum konunga þeirra, sem á undan voru, og aftan við söguna með sama hætti ágripi af sögum konunga þeirra, sem komu eftir ólaf konung. Hefir það nú sannast með rannsóknum próf. Sigurðar Nordals, að Snorri hefir samið sögu ólafs sem sjerstakt rit, eins og hún er í handritum þess- um, en síðar færst í fang að rita sögur Noregskonunga frá upp- hafi og niður að Sverris sögu og felt þá sjerstöku ólafssöguna inn í það rit. Þegar Snorri tók til við kon- ungasögurnar, kom hann ekki að óplægðum akri. Islenskir sagrraritarar höfðu verið all- mikilvirkir áður en Snorri hóf að rita. Þeir höfðu ritað bæði sögur um einstaka konunga og samfeld rit um alla konunga frá Haraldi hárfagra. Það mun vafalaust, að Snorri hefir þekt alt, sem ritað hafði verið um þetta efni hjer á landi, og hag- nýtt sjer það eins og honum sýndist. Margar af sögum þess- um eru nú glataðar að öllu cðru en því, sem Snorri og aðr- :r sagnritarar hafa upp úr þeim tekið. Aðrar eru til í yngri gerð- um og hafa verið auknar eða þeim breytt eftir daga Snorra, meðal annars fyrir áhrif frá Heimskringlu. Um önnur sagna- rit stendur svo á, að þau eru rnjög samtíða Snorra, og leikur vafi á hvort hann hefir haft þau til hliðsjónar eða ekki. Er alt þetta mjög flókið rannsóknar- efni, og mörg vafaatriði enn óráðin. Fyrirrennarar Snorra lögðu mikinn hluta þess efniviðs, er hann notar, upp í hendurnar á honum. En mikið hefir hann lagt af mörkum sjálfur. Hefir þekking hans á fornum skáld- skap þar orðið honum að drjúgu gagni. „Með Haraldi (hárfagra) voru skáld, og kunna menn kvæði þeirra og allra konunga kvæði, þeirra er síðan hafa verið að Noregi“, segir Snorri. Það er engin hætta á því, að „menn“ hafi kunnað konungakvæði nokkuð að ráði umfram það, sem Snorri kunni. Snild Snorra kemur fram í því, hvernig hann fer með þenna efnivið. Hann hefir glöggvan skilning á því, hvers sagnavís- indin krefjast. Hann er mestur stílsnillingur allra þeirra, sem ritað hafa um Noregskonunga. Hann er flestum skarpskygnari, gagnrýnin sívakandi, hjátrú og hleypidómar fjær honum en fiestum öðrum. Hann kann þá list að láta liðna tíma rísa upp úr gröf sinni, bregða upp ó- gleymanlegum myndum af mik- ilhæfum mönnum og markverð- um atburðum. „1 ritum Snorra kemst samræmið milli vísinda og listar á hærra stig en í nokkr- um öðrum íslenskum ritum“, segir Sigurður Nordal. Vegna þessa og vegna viðfangsefnisins er Heimskringla víðfrægasta rit, sem skráð hefir verið á ís- lensku. Þessi tvö rit, Snorra-Edda og Heimskringla, eru með vissu samin af Snorra Sturlusyni. En það er ekkert undarlegt, þó að mönnum hafi flogið í hug, að hann kunni að hafa samið fleiri rit, enda nefnir Oddaverjaann- áll „íslenskar sögur“ meðal rita hans. Hafa menn þá einkum staldrað við þá sögu, sem rituð er af einna mestri snild og er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.