Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 6
818 LESBÓK MORGITNBLAÐSINS ir og Árni óreiða. Hjelt hann þá uppi brjefum konungs og kvaðst mundu fara og taka Snorra. — Ormur vildi ekki vera í þessari ráðagerð og fór heim til sín. En Klæng sendi Gizur í liðsafnað suður á Kjalarnes; hefir Gizuri sennilega þótt heppilegra, að Klængur væri fjarri, þegar til skarar skyldi skríða. „Gizur kom í Reykjaholt um nóttina eftir Máritíusmessu. — Brutu þeir upp skemmuna, er Snorri svaf í, en hann hljóp upp og úr skemmunni og í hin litlu húsin, er voru við skemmuna. Fann hann þar Arnbjörn prest cg talaði við hann. Rjeðu þeir það, að Snorri gekk í kjallar- ann, er var undir loftinu þar í húsunum. Þeir Gizur fóru að leita Snorra um húsin. Þá fann Gizur Arnbjörn prest og spurði, hvar Snorri væri. Hann kvaðst eigi vita. Gizur kvað þá eigi sættast mega, ef þeir fyndist eigi. Prestur kvað vera mega, að hann fyndist, ef honum væri griðum heitið. Eftir það urðu þeir varir við, hvar Snorri var, og gengu þeir í kjallarann, Markús Marðarson, Símon knútur, Árni beiskur, Þorsteinn Guðinason, Þórarinn Ásgríms- son. Símon knútur bað Árna höggva hann. „Eigi skal höggva“, sagði Snorri. „Högg þú“, sagði Símon. „Eigi skal höggva“, sagði Snorri. Eftir það veitti Árni honum banasár, og báðir þeir Þorsteinn unnu á hon- um“. II. Snorri Sturluson var af skáldakyni í móðurætt. Svo seg- ir í Gunnlaugs sögu um Mýra- menn: „Sumir voru og skáld- menn miklir í þeirri ætt: Björn Hítdælakappi, Einar prestuv Skúlason, Snorri Sturluson og margir aðrir“. Höfuðskáld 12. aldar, Einar Skúlason, og höf- uðskáld 13. aldar, Snorri og bróðursynir hans, ólafur og Sturla, voru greinar á stofni frá Agli, höfuðskáldi 10. aldar. — Auk þess var Böðvar, móður- faðir Snorra, dóttursonur Mark- úsar lögsögumanns Skeggjason- ar. Sturlunga segir um Snorra, að „hann gerðist skáld gott“. Er þar sagt frá því, að Snorri orti kvæði um Hákon jarl galin (1212). I fyrstu utanför sinni færði hann frú Kristínu, ekkju jarlsins, kvæðið Andvöku, en Skúla jarli tvö kvæði. 1 Skáldatali er þess getið, að hann hafi kveðið um Inga kon- ung Bárðarson og Sverri kon- ung, og má vera, að það sje elst kvæða þessara. Af öllum þess- um kvæðum hefir ekkert varð- veitst, nema stefið úr drápu um Skúla jarl, og það af tilvilj- un: öfundarmenn Snorra gerðu að því spott og færðu afleiðis, cg varð það þannig söguefni. Af kvæði eftir Snorra, sem virð- ist vera um Guðmund biskup Arason, eru til 2 vísuorð. Auk þess eru til nokkrar lausavísur eftir Snorra. Mesta kvæði Snorra og merk- asta er Háttatal, og það eitt þekkjum vjer af kvæðum Snorra. Það hefir varðveitst fyr- ir þá sök, að Snorri hefir skeytt því aftan við Eddu sína. Háttatal er í raun rjettri 3 kvæði, hið fyrsta um Hákon kon- ung (30 vísur), annað um Skúla jarl (36 vísur) og hið þriðja (36 vísur) um þá báða, konung og jarl. Kvæðinu er ætlað að sýna p.lla þá bragarhætti, sem menn þektu, og er hver vísa sjer um hátt, eftir því sem Snorri telur, en í raun rjettri eru hættirnir ekki nándar nærri svo margir, því að Snorri telur víða sjer- staka hætti, þó að alt annað skilji en bragarhátturinn, og er hverjum hætti gefið sjerstakt nafn. Kvæðið er með afbrigðum glæsilegt, margar vísurnar hin- ar erfiðustu bragþrautir, sem til eru á voru máli, svo sem ref- hvörfin og nýi háttur. Hvergi virðist Snorra orðs vant; vald hans yfir máli og formi er ó- skeikult. En hann vissi best sjálfur, á hverju hann hefir orð- ið að taka, og að slík bragraun var á einskis manns færi ann- ars; getur hann ekki stilt sig um að láta það í ljós í kvæðinu með rokkru yfirlæti. En yrkisefnið var óskáldlegt, ekki svo mikið, að frá sjerstökum afreksverk- um væri að segja, en skáldið varð að hafa sig allan við að sinna kröfum formsins. Þrátt fyrir allan glæsileik er lítill skáldskapur í Háttatali. Háttatali er skeytt aftan við Snorra-Eddu, en það rit mun Snorri hafa samið á undan kvæðinu. Snorra-Edda er skáld- Mynd úr Snorra-Eddu (Uppsalabók). Húr, •Jafnhár og Þriöi sitja í hásæti. Gang- leri stendur á gólfi og spyr. -w.1 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.