Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGLNBLAÐSINS Höfundur Don Quijote lifði sjálfur æfintýralegu lífi EL\N AF helstu gagnrýnendum heimsbókmentanna hefir kallað skáldsöguna Don Quijote, söguna um riddarann sjónum hrygga, bestu skáldsögu, sem nokkurntíma hefir verið skrifuð. Þetta er álit eins manns, sem reyndar er óhætt að1 vera ósammála um, en er þó álit mjög margra manna. Aftur á móti er það staðreynd, að þessi dásam- lega, sígilda saga um drauma og veruleika í lífinu er ein af mest lesnu skáldsögum heimsins. „Börnin hafa skemt sjer við hana, unglingarnir hafa gleypt hana í sig, fullorðnir hafa skilið hana, hinir öldruðu viðfrægt hana. Já, þetta gengur meira svo langt, að menn inega ekki heyra gamla hryssu hneggja, án þess að segja ¦— „Ros- inante!" — Þetta gat sjálfur höf- undurinn skrifað í síðari hluta bók- arinnar, sem kom út tíu árum seinna en sá fyrri. Nú á dögum er hugmyndaheim- ur bókarinnar svo að segja í fullu samræmi við hugsanir nútímamanna Hugtök eins og Don-Quijótiskur hafa alveg sjerstaka merkingu fyr- ir okkur. Sania er að segja um „að berjast við vindmyllur", og við hlæjum alveg eins hjartanlega og fólkið á renaissanee-tímanum að hinum skringilegu æfintýrum. Á bak við alt gamanið sjáum við skýrar hið sanna hugarfar riddar- ans sjónum hrygga, hið hreina, auð- mjúka h.jartalag, hina stoltu, göf- ugu lund, kjarkinn, ósveigjanlegan vilja, óbifandi trú á manninn, alt sjáum við þetta vafið guflnu gamni höfundarins. Miguel de Cervantes Saavedra er einn af merkilegustu og hugþekk- Eftir Björn Gabrielsen ustu persónum heimsbókmeutanna. Fimtiu og fimm ára gamall reit hann meistaraverk sitt eftir ótrú- lega róstusamt og æfintýraríkt líf. A undursamlegan hátt fann hann hjer sinn innri mann, ljek sjer að því að semja meðan honum hló hug ur í brjósti og hugmyndirnar brugðu sjer á kreik fyrir hugskots- sjónum hans. Þetta var árið 1605. Ilann hafði ritað sitt af hverju áður, en án þess að það bæri nokkurn árangur. Nú varð hann alt í einu frægur en ekki ríkur. Alt til hinstu stundar barðist hann við fátæktina, sem hafði ver- ið honum tryggur lífsförunautur. Arið 1615 kom dálítið fyrir, sem gerði það að verkum, að hann tók að skrifa áframhald sögunnar. Hinn forni eldur blossaði upp á ný, skáld ið í honum — snilligáfan — vakn- aði aftur og skóp annað frábært listaverk. Ari seinna %var hann lagð- ur í óþekta gröf. Ef við sleppuni árunum 160o og 1615 úr lífi Cervantes, sýnist skáld- ið ekki vera meira en meðal skrif- finnur, en sjeu þessi tvö stuttu tíma bil tekin með, sjáum við frammij fyrir okkur einn af stórkostlegustu skáldjöfrum sögunnar, einn þeirra, sem eru jafngildir á öllum tímum, öllum lesendum. Alt, sem Cervantes hafði lesið — og það var mikið — alt, sem hann liafði elskað, vonað og óttast — og það var enn me.ira — alt and- streymið, sorgirnar og meðaumkv- unin, sem orðið hafði hlutskipti hans, öll viska sú og trú, er hann haíði fundið á róstusömu skeiði æi'i sinnar, — alt þetta hefir hann fljettað inn í oina verkið, senvfær okkur til að minnast hans. * RJETT norð-austan við Madrid er lítið litskrúðugt þorp, sem ber frægt nafn: Alcalá de Henares. Torgið í þorpinu heitir nú Plaza de Cervantes, og fyrir enda þess stend- ur bygging sú, sem stranmur ferða- manna beinist svo mjög að. Er það Sankti Maríukirkjan, þar sem Miguel de Carvantes var skírður 9. okt. 1574, — heíir hann sennilega fæðst tíu döguin áður. Faðir hans var fátækur læknir r>g Miguel fjórði sjö barna. A þessum tímum var st6r há- skóli í Alealá og alt þar fjörugra en nú er. En Miguel Iitli fjekk ekki að njóta þess, þvi að þegar hann var þriggja ára gamall, flutti fjölskyld- an til Valladolid, síðan til Madrid, síðan til Sevilla og loks aftur til Madrid. Ekkeit cr vitað um, hvern- ig Cervantes hagaði sjer í æsku, eða hverja mentiui hann hlaut. En ;í 21. aldursári lítur hann út fyrir að Iiafa verið meðalniaður á hæð, grannvaxinn með brúnleitt hár, lít- ið eitt bogið nef og fjörleg augu. A þeim árum heíir hann mikinn á- huga fyrir Ieiklist og bókmentum og yrkir kvæði við og við. Enn- fremur virðist hann hafa verið góð- iir íþróttatnaður, alúðlegur, kurt- eis og og aðlaðandi piltur um flest. Ari seinna er hann orðinn nokk urskonar samkvæmisherra. „cama- rero" spánska kardinálans í Róma-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.