Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Síða 6
LESBÓK MOROUKT.riAÐSTNS 94 Um sjera Björn í Sauðlauksdal — Eftir S. K. Steindórs — ÞAÐ hefir verið hamingja þjóð- ar vorrar, þrátt fyrir óhlíð lífskjör og óhæga afkonui margt harííinda- tímabilið, að hiin liefir á öllum öldum átt hina ágætustu menn, sem voru þeim vanda vaxnir að vernda sjálfa þjóðarsálina frá glötun. At- hyglisvert er það, fyrir þá mitíma- menn sem sí og æ eru að amast við prestunum, og virðnst na-stum trúa því sjálfir. að með útrýmingu þeirra, væri öllum vanda ljett af þessari .þjóð, að það er einmitt með- al prestastjettnrinnar, sem nrargir okkay ágætustu manníi finnast. þég- ar til kastanna kemur. Átjánda öldin er sennilega mesta hörmunga tímabilið, hjer á landi, alt frá landnámstíð. Hin mestu harðindi höfðu gengið í lok 17. aldar, svo landslýður var illa undir það búinn, að mæta þeirri fjöl- breyttu hörmungamergð sem fram- undan vaf. Árið 1707, barst Stóra- bóla hingað. og reyndist svo skæð, að nær þriðjungur landsmanna dó úr henni, eldgos. verslunaráþján ,,Hörmangara“, fjárkláði og að síðustu ,.Móðuharðindin“, virtust keppa að því, að setja sem allra ömurlegastan svip á þetta tímabil. Og má með sanni segja, að þá, öðrum tímum fremur, væri hjer: „Hnípin þjóð í vanda“. — En þessi ógnarö'ld, átti einnig sínar björtu hliðar, því þá voru margir afbragðsmenn, til að magna hina hreldu þjóð til nýrra dáða, og stækkandi átaka. Meðal þeirra bestu í þeim hóp má nefna þá frænd- urnar: Skúla fógeta og Magnús sýslum. Ketilsson. Þá mágana: Eggert Ólafsson og sjera Bjðm í Fyrsta grein Sauðlauksdal og þá feðgana: Finn Jónsson og Hannes son hans, Skál- holtbiskupa. — Enda segir Jón próf. Aðils : „Um miðja 18. öld rofar loks svo til, að til sólar s.jer. Nýr dagur rennur. Nýtt þjóðlífsvor gengur í garð“. Einhver glæsilegasti fulltrúi prestastjettarinnar á 18. öldinni, var alveg án efa, sjera Björn Ilalldórs- son prófastur í Sauðlauksdal. Bar margþ til þess að hann yrði öðrum fremri: Afburða gáfur, óbilandi viljaþrek, rúmur efnahagur og glæsi legt útlit. Virðist sem honum hafi verið flest vel gefið. Ilann var sómakær og dygðugur prestur, önd- vegis vísindamaður, ágætt skáld, vinsæll og mikilvirkur rithöfundur og afburða búmaður. ITann var vissulega maður sem var fær um að afsanna, hið forna orðtæki: „Að bókvitið verði ekki í askana látið“. Iljá honum fór það einmitt svo, að bókvitið og þekkingin, gerði hann að þeim hygna búmanni, sem frægt á að vera með þjóð vorri. Þó er það einhvernveginn svo, að minn- ing hans, hefur ekki verið haldið eins að þjóðinni og verðugt væri. Má vera að það stafi af einhverju leiti af því, að hann átti enga af- komendur, til að víðfrægja nafn sitt Þannig er að minnsta kosti um suma merkismenn, sem enga niðja áttu, að alveg ótrúlega fljótt fennir í fótspor þeirra. Mjer er nær að halda. að ndnningu hins ágæta rnanns: Sjera Tómasar Sæmunds- sonar, hefðu ennþá fram á þennan dag, engin skil verið gjörð, ef dóltursonur hans* hinn mikilvirki og ágæti dr. .Tón Ilelgason biskup, hefði ekki lokið við æfisögu hans, nokkru fyrir andlát sitt. Itver man nú lengur. glæsimennið góða og gjafmilda : Brvnjólf B.jetursson? — Er sífelt meðan heilsan lejTfði mið- aði alt starf sitt að bættum hag lands og þjóðar, en varð svo altof fljótt að vfirgefa „vinahópinn“. — Þó að það sje satt, að menn haldi áfram að lifa í nið.jum sínum, á hitt engu að síður rjett á sjer, að ])eir menn eiga einnig að halda á- fram að lifa í meðvitund þjóðar- innar, sem rutt hafa Grettistökum úr vegi, s%to vegferð allra gæti orðið greiðari. Sem vonlegt er, hefur nokkuð verið ritað um sjera Björn í Sauð- lauksdal. Má þar einkum nefna æfisögu hans, er sjera B.jörn Þor- grímsson á Setbergi samdi, en Rann veig ekkja s.jera Bj. TT. kostaði út- gáfu á, og prentuð var í Kaup- mannahöfn 1799. Er sú bók nú svo afarsjaldgæf að hún er ekki til nema í örfáum bókasöfnum. Það er gagnmerk samtíðarheimild um sjera B.jörn, sem mikill fengur væri, að fá endurprentaða. Þegar „Arn- björg" sjera Björns, var prentuð í Búnaðarriti Suðuramtsins húss og bústjórnarfjelags 1848, ritaði Þórður háyfirdómari Sveinbjörns- son, æfisögubrot hans, framan við sem er þó einungis útdráttur úr áðurnefndri æfisögu eftir sjera Bj. Þorgr. Og getur Þórður þess, þá þegar. fyrir 100 árum, hve æfisag- an sje fágæt, en segir að Stein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.