Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Page 3
LESBOK MOIIGUNBLAÐSINS t*
179
nám í Þýskalandi og gerðist af heil-
hug fylgismaður Pietismans ]>ó að'
hann væri annars að eðlifari ró-
lyndur, hæglátur og fastlyndur.
Árið 1738 varð hann prestur við
Garnisons- eða Setuliðs-kirkjuna
óg skömmu síðar við Kastalakirkj-
una þegar hún yar reist.
Og nú sneri kirkjustjórnarráðið
sjer til hans um Islahdsför. Virðist
líarboe hafi verið um og ó sem
vænta mætti og stóð nokkuð á svar
inu. Setti Ilarboe það upp, að Jón
Þorkelsson færi með honum sem
túlkur og leiðbeinandi. Eftir nokk-
urt þref um stöðu Jóns, var þetta
afráðið.
Stjórnin hafði verið svo forsjái
að halda Ilólstól óveittum eftir
dauða Steins þó að fast væri eftir
sótt af tveimur íslenskum klerk-
um. Gátu umsjónarmennirnir því
farið að Hólum og haft lausar hend
ur um allt starf í biskupsdæminu,
enda var sendiför Harboes sett í
samband við dauða Steins biskups;
t. d. í þessurn kveðlingi:
A skútu sem var mjög mjó,
mikinn þoldi hafsjó,
ærið geist um flóð fló,
flæðarskafla títt lijó,
sigluorminn djarft dró
dyggri undir selgkló;
hilmir sendi Harbó
hingað, þegar Steinn dó.
Má nærri geta, að ekki var lítið1
talað hjer heima um þessa fyrirnug-
uðu eftirlitsferð, og mann þann er
hana átti að fara.. Þó að árásum á
Pietismann hefði linnt heldur í
Danmörku eftir að Kristján VI.
settist að' völdum 1730, eimdi þó
eftir af því, og lijer á landi gengu
sögurnar fjöllum hærra af Mlri
þeirri villutrú, sem nú ætti að
démba á landsfólkið. En þó voru
ýmsir prestar sjerstaklega smeikir,
því sú saga gekk, að Harboe ætlaði
að hlýða þeim yfir guðfræðibæk-
urnar, og þar hafa þeir líklega ekki
þóttst verulega sterkir á svellinu.
Níðrit um Ilarboe gekk manna milli
Var þar sagt. að hann væri heið-
ingi og vildi afnema alla trvv og
góða -siði. Bljesu þeir ekki síst að
kolunum, sem sótt höfðu um biskups
dæmið. Jón Þorkelsson fjekk bróð-
urpartinn af níðinu. Hann var kall-
aður föðurlandssvikari og öðrum
illum nöfnurn. En Harboe áttu
menn erfiðara með persónulega, því
að fæstir vissu nokkur önnur deili
á þessum unga presti, en það, að
liann væri flæktur í villitrú Pietista.
V.
AUK ÞESSA blaðivrs og rógs út
af sendiför Ilarboes kom fram eðli-
leg gagnrýni á þessu fyrirtæki.
Stjórnin hafði ákveðið þetta ferða-
lag af miklu einræði og án þess
að ráðgerast um þetta við hjerlenda
embættismenn. Það var t. d. engin
furða þótt Jóni biskupi Árnasyni
þætti súrt í broti að fá þessi laun
.fyrir langt og frábært embættistarf,
að vera settur undir eftirlit, og
heldur mun það hafa átt illa við
skaplyndi |>essa ráðríka stjórnanda
á allra síðustu árum hans. Það
var þó fjarri honum að gera nokkra
uppreisn móti þessari skikkun há-
tigninnar, en þykkja sjest í ýmsum
brjefum biskups frá þessum tímum.
Það bætti ekki heldur úr, að Jón
biskuþ'* hafði nýlega látið prenta
barnalærdómsbók, en ejtt aðaler-
indi Ilarboes var einmitt það, að
koma hjer á framfæri barnalærdóms
bók Pontoppidans, er Ilalldór Bryn-
jó-lfsson hafði snúið á íslensku.
Þýðing þessi og útgáfan yfirleitt
reyndist þvílík handarskömm, að
lengi var til vitnað, og skiptu rang-
ar þýðingar og prentvillur hundr-
uðum. Fjekk bókin nafnið Rangi-
Ponti, og varð beinlínis uppreisn
gegn bókinni í Ilólaskóla. En aldrei
Ijet Jón biskup það á sjer finnaí
við Harboe, að hon,um mislíkaði
þetta nje annuð við sendiför hans.
Iíann sendi t. d. mann gagngert
norður að Ilólum til þess að sækja
þessa nýju barnalærdómsbók og ald
rei heyrðist Harboe nefndur í brjef-
um Jóns biskups nema með fullri
virðingu. llarboe var þá líka maður
til þess að skilja þennan gamla höfð
ingja og fara eins vel að honum og
mögulegt var, meta við hann skyldú
ræknina og bera honum yel söguna.
Jón biskup komst einnig fljótlega
að því, að „maðurinn“ (þ. e. Har-
boe) var „lempinn og mjög þægi-
legur“. Var þeirrar smekkvísi gætt,
að Harboe hafði í upphafi aðeips;
]>rjef upp á eftirlit í Hólabiskups-
dæmi, og fjekk fyrst eftir. lát Jóns
hiskups umboðsbrjef til þess að vísi-
teT’a Skálholtsbiskupsdæmi.
* VI.
ÞEIR IIARBOE og Jón komu
hingað til lands í lok ágústmánaðar
1741, eftir 8 vikna útivist. Hafði.
gustað kalt um þá á sjónum, .þá
hefir ekki blésið hlýrra hióti þeim
frá landsmönnum, og þó allra kald-
ast frá sjálfum staðnum, sem þeim
var ætlaður, Ilólum í Iljaltadal.
Ekkert hafði verið gert til þess að
búa í haginn fyrir þá, nema síður
væri. Einari ráðsmanni og Valgerði
biskupsekkju var meinilla við að fá
ekki skipaðan eftirmann Steins
biskups, svo að unt væri að láta
fram fara úttekt og afhendingui
staðarins, og annað var eftir þessu.
Fengu þeir aumlegar vistarver-
ur til bústaðar, gisnar, lekai; og
kaldar og fullar af rcykjarsvælu.
Eii* Ilarboe ljet ]>ctta ckki á sjer
festa. llann hafði tekið þetta verk,
að sjer fyrir Guðs skuld. Ilann
ætlaði að vinna það börnum Guðs
á Islandi til góðs. Og hann ljet ekki
hvarfla að sjer, að svara meingerð
með meingerð. Hann ljet ljúf-
mennsku mæta kulda, alvöru mæta
dónaskap, glaðlyndi mæta illri að-
búð.
Þó að ótrúlegt megi virðast varð