Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Side 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS — ]>nr á meðíil Englen(ling:a, í and- lega og líkamlega fjötra, sem bæla niður þrána og skerða hæfileikana til skipulegrar þróunar, sem kom- in er undir frelsi einstaklingsins, þó með þeim takmörkunum, sem settar eru með lögum og fyrirmælum, sem meiri hluti einstaklingsins hefir samþykkt. Eina styrjöldin, sem Englendingar hafa tapað er sú er þeir háðu gegn Ameríkumönnum í því skyni aö þröngva þeim til að hlíta einræðisstjórnarfyrirkomulagi, sem reist var á röngum kenningum er átti uppruna sinn í Þýskalandi, enda andstætt þeim erfðakenning- um og meginreglum sem Englend- ingar sjálfir ávalt hafa játað og lifað eftir. Engin ástæða er til að ætla að England muni aftur bíða ósigra í ófriði vegna þess að það Ijái full- tingi sitt tilraun, — iir hvaða átt sem hún kann að koma, — til þess að koma á eða viðhalda einræðis- stjórn gegn vilja mikiís méiri hluta mannkynsins, enda mundi slíkt altaf reynast ómögulegt er til kastanna kæmi. Þetta land, ásamt bandamönnumi þess, vinnur nú að því að fram- kvæma þann vilja meginhluta alls mannkynsins, að brjóta á bak aftur núverandi raunhæfa ógnun gegn frelsi og skipulagðri þróun í skjóli skynsamlegra og heilbrigðra laga. En það es hið sama sem að gjör- eyða hinni þýsku hernaðarvjel og uppræta úr Þýskalandi þann eitr- aða hugsunarhátt, sem orðið hefir til þess tvisvar á þessari Öld að steypa hinni þýsku þjóð r'it í árás- arstyrjöld, og alin er af þeim mönn- um, sem hafa haft það sem aðal- takmark að koma á því skipulagi og efla þær lífsskoðanir, sem ekkert eiga skylt við vestræna menningu. Engum okkar mun detta í hug að takmarki því, sem við berjumst fyr- ir í þessum ófriði, sje endanlega náð með því að sigra og afvopna Þýskaland, eða jafnvel með því að byggja þar upp nýtt uppeldiskerfi og skapa þar nýja og betri kynslóð. Þetta eru aðeins mikilvægir áfang- ar að þráðu marki, — en það er að skapa þau skilyrði í Evrópu og gjörvöllum heimi, að ekki verði hætta á því að þjóðirnar glati trúnni á þær meginreglur sem menn ing okkar er reist á, og freisti^t ekki til að aðhyllast þá trúarjátn- ing. sem er algérlega andstæð þeim megimeglum, í þeirri von að þá sje aðeins örskammt tii fyrirheitna landsins — Utopiunnar. En að bæg.ja hinni þýsku hættu frá. er aðeins hálft verkið. Við verðum einnig að byggja upp á þeirri traustu undirstöðu, er fyrir- rennarar okkar hafa lagt, Evrópu og heim, sem ákveðnar en nokkru sinni áður á þessari öld, gefi mönn- um tilefni til að treysta því að æ færist nær því takmarki að allir öðlist hið nauðsynlegasta lágmark öryggis og að skilyrðin fari æ batn- andi fyrir því að einstaklingurinn fái að njóta frelsis og lífsgæða í sem ríkustum mæli. Við Englendingar höfum, enda jþótt við höfum ekki með öllu út- rýmt hinni þýsku ógnum, þegar haf- ist handa um að skapa þessi skil- yrði í landi okkar. Við höfum þeg- ar tekið að gera ráðstafanir til þess og tryggja að hinar sameiginlegu auðlindir landsins verðk nytjaðar í ríkari mæli en áður í þessu augna- miði, án þess þó að ganga of nærri hinu frjálsa einstaklingsframtaki, sem gefist hefir svo vel. Við reym um nú að sjá öllum þegnum ríkisins fyrir aukinni menntun, meira ör- yggi að því er atvinnu snertir, betri, húsakosti í byggð og borg, fegurri borgum og friðsælli sveitum. Við erum ekki lengur þjóð með1 fullar hendur fjár, og eigum aðens þá möguleika, sem við með atorku getum fært okkur í nyt. En við vonum að það, sem við erum full- 183 vissir um að fá áorkað, án ]>ess að falía frá hinum frjálslegu pólitísku hugsjónum okkar, verði heldur ekki öðrum þjóðum ómögulegt. Við erum sannfærðir um að þegar þýsku hernaðarógnuninni hefir verið bægt1 frá, hinn þýski fjárhagslegi alveld- isdraumur og fölsku lífsviðhorf upprætt með öllu, þá geti þjóðirnar haldið áfram á vegi þróunarinnar í skjóli frjálsra þjóðfjelagsstofnana og heilbrigðra og vitra laga, sem, þær tóku að falla frá undir sefjun- aráhrifum frá einræðisbrölti og blóðs- og járnstefnum Bismarks, sem virtist þeim svo happasæl, en sem í raun og veru hefir leitt Þýska land og þær þjóðir, sem tekið hafa það sjer til fyrirmyndar vit í botn- — laust díki tortímingarinnar. Jeg hygg að okkur sje ]>að flest- um ljóst, að þau mistök og ógæfa, sem markað hafa stefnu þessarar aldar, stafi ekki af því að þjóðirnar hafi haldið dauðahaldi í meginregl- ur, sem skyndilega hafi verið orðn- ar úreltar í lok síðustu aldar, held- ur af því að þær af ljettúð, ótilhlíði legri heimsku og gjörræði ákváðu að varpa fyrir borð þeim megin- reglum sem höfðu reynst þeim hin- ar ágætustu um margar aldir, allt til !]9. aldarinnar og sem hægt hefði verið að þroska og endurbæta á 20. öldinni til samræmis nýjum skil- yrðum með góðum árngri eins og þær höfðu þróast og þær verið end- urbættar á undanförnum öldum, til þess að hæfa þeim skilyrðum sem ]>ó voru einnig ný. Það sem við erum að berjast fyr- ir', er í rauninni tækifærið fyrir t okkur sjálfa og alla aðra sem það vilja, til að halda áfram þar sem frá var horfið þegar heimurinn fyrst var afvegaleiddur af þýskum kenningum og um leið varð fyrir hinni ógurlegu hernaðarárás Þjóð- verja. Enginn getur nú, á þessu augna- Framh. á bls. 192

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.