Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Qupperneq 14
190 \ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eignir sem þar voru á þeiiu tíma, voru allar íslensk eign, en konungs- jarðir engar. Rosmhvalsneshreppur er næstur; þar verður viðhorfið annað, og öllu ógeðfeldara. Þar telst mjer til að liafi verið 105 jarðir og bygðar hjáleigur, voru hvorki meira nje minna en 78 þeirra, konungseign, í þessum eina hreppi. Kirkjan átti Útskála og 9 hjáleigur. 1 einkaeign voru 17 jarðir og hjáleigur. •— A Útskálum bjuggu á 14. öldinni Bjarni Guttormsson og kona hans, Ingibjörg að nafni. Son áttu þau er Hrómundur hjet. Hinn 17. des. ár- ið 1340, gerðu þau samnin^ við Jón Indriðason Skálholtsbiskup (1339— 41). Þess efnis, að þau gáfu til Skálholtsstaðar fjórðung í Utskála- landi, með hlunnindum og öllum ak- urlöndum, ásamt karfa, með legu- færum og öllum reiða og báti, ^gn því að Ilrómundur sonur þeirra fái æfinlega kost, ekki lakari en þann er ráðsmaður fær, með heldri mönn- um á staðnum. Einnig gáfu þau um leið, annan fjórðung jarðarinnar, hinum helga Pjetri postula og heil- ögum Þorláki biskupi, til æfinlegr- ar eignar. — En um það atriði, hvort kirkjan hefir áður átt liinn helming . jarðarinnar, eða cignast hana síðar, er mjer ekki kunnugt. Jeg hefi ekki gætt að því, annars- staðar, en í Máldaga-bók Vilkins Skálholtsbiskups (1395—1405). •— En þar er ekkert um það getið. Sandgerði með 6 hjálcigum, var cign ábúandans Vilhjálms lögrjettu- manns Jónssonar, einnig átti%hann jörðina Uppsali í sömu sveit. Um ætt Vilhjálms cða^ afkomendur cr mjer ckki kunnugt, cn hann hefir verið álitsmaður og efnaður vel, enda voru legrjettumenn yfirleitt úr fremstu röð bænda, og var að kalla mátti arfgeng staða, svo al- gengt var að sonur tók við af föð- ur, og þótti mikil virðing að lög- rjettu-menskan gengi ekki úr hönd- um þeirrar ættar sem einu sinni hafði liöndlað það hnoss. Flankastaði með 4 hjáleigum átti Erlendur lögrnaður á Stórólfshvoli, Jónsson sýslum. Vigfússonar sýslu- manns Gíslasonar lögmannsHákonar sonar. Kona Erlendar var Ingibjörg' dóttir Sigurðar lögmanns Björns- sonar í Saurbæ á Kjalarnesi. MeðaL barna þeirra var sjera Vigfús, er prestur var á Setbergi við Grundar- fjörð, næst á undan sjera Birni Ilalldórssyni frá Sauðlauksdal. Rafnkellsstaðir með 1 hjáleigu, var að jöfnu, eign þeirra, Sveins Torfasonar og Bjarna Gíslasonar. Sveinn klausturshaldari á Munka- þverá, var sonur þess merka manns, Torfa prófasts í GauLverjabæ Jóns- sonar hálfbróðir Brynjólfs biskups. En kona Torfa var Sigríður systir Margrjetar konu Brynjólfs, voru þær dætur Halldórs lögmanns Ólafs- sonar. Enda var Torfi erfingi að því nær öllum hinum miklu auðæfum Brynjólfs biskups. — Ilinn eigand- inn Bjarni lögrjettum. Gíslason í Ási í Iloltum var sonur Gísla Stapa- umboðsmanns Bjarnasonar. Kona Bjarna í Ási, var iGuðrún dóttir Markúsar Vestmannaeyja-sýslum. Snæbjörnssonar. Meðal barna þeirra var sonur GísLi að nafni, var hann. við nám erlendis, er hann andaðist úr Stóru-bólu, var svo talið að sú mannskæða sótt hefði borist hingað til lands áriÖ 1707 með fötum Gísla, sem auðvitað er þvættingur, hútt hefir borist' með skipsmönnum á skipi því sem fötin komu með, enda varð • hennar fyrst vart á Eyrar- bakka og þar í grend. Krókur með 1 lijáleigu, var eign líunólfs * lögrjettumanns Sveins- sonar, var hann þó sjálfur leiguliði konungs og bjó á Stafnesi. Runólfur var 6. maður í karllegg frá Torfa í Klofa, sem allir kannast við. En kona Runólfs var Guðrún dóttir Sigurðar í Sandgerði, sonar hins fjöllærða prests, sjera Gísla á Stað í Grindavík, Bjarnasonar. Ilef-. ir Sigurður verið eitthvað mentað- ur maður, og þess er. getið að hann hafi „sigldt í Iiolland",. Margt á- gætisfólk er'frá Runólfi komið. Var Runólfur M. Ólsen á Þingeyrum, i'aöir Björns M. Ólsen háskólakenn- ara, 5. maður frá Runólfi og heitir hans nafni, enda var Runólfur á Stafnesi kunnur merkismaður ásinni tíð, og átti jarðir í ýmsum áttum. 1 Vatnsleysustrandarhreppi var ástandið svo óglæsilegt, að þar var ekki ein einasta jörð í einkaeigp. Af þeim 54 jörðum og hjáleigum sem í hreppnum voru, átti kirkjan Kálfatjörn með 9 hjáleigum, en hin- ar 44 voru konungseign. Álftaneshreppur er næstur, voru þar 6G jarðir og h'jáleigur. Var kon- ungur, seni vænta mátti mestur jarð- eigandinn þar, og átti 46 jarðir. Furðanl. hefir þó forsvarsmönnum Garðakirkju, tekist að halda vörð um reitur hennar, því hún átti Garða-stað og 18 aðrar jarðir þar í sveitinni. Aðeins ein jörð í öllum hreppnum, var í einkaeign: Setbcrg, og þó að það hafi ekki þá verið neitt höfuðból, 16 hundruð að dýr- leika, er eigi að síður ánægjulegt, að sjá þessa einu undantekningu, rjet.t við nefið á Bessastaðamönnum. Eigandi Setbergs og ábúandi, var ekkjan Þóra, dóttir sjera Þorsteins á Útskálum, sem haldinn var ramm- göldróttur; var hann sonur Björns Grímssonar, sem kallaður yar mál- ari og hafði sýsluvöld í Árnessýslu. Sjera Þorsteinn dó á Setbergi í skjóli Þóru dóttur sinnar, cn hafði áður ritað grafskrift sína á latínu, með íburðarmiklu og skrumkendu lofi um sjálfan sig, þar sem hann kallaði sig: „Prýði föðurlandsins". — Einnig oi^ti hann mikið kvæði á latínu, „Noctes Setbergenses‘1 cða Setbérgs nætur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.