Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 2
29S I,ES I'.ÓK MORO UNI í I,AÐSINS vA »v%\ V .'S'.'S K . ,fl: I ■'v/ fV '. * H < /i ■ t i ;' i?; ' í V. '* ■' :# :h i.V ' ■ ' í :i I if' . v . t' X * í: :■•• ? >:.• • ? flgl# w> J s • í| , 4 - fillill " • •■ ; .x >; •'•••■ ■« ' í ‘ ■ V ’ . , .v - <t./A '" •' -<.f '4Íp:Í V Ein af teikningum séra Helga Sigurðssonar af Jónasi Hallgrímssyni. Tómasi íslands vegna. Úr þessari trúlofun Jónasar varð ekkert. Næsta ár, 1831, fréttir Tómas, að Jónasar sé von utan næsta ár til þess að verða danskur júristi, taka svonefnt kúskpróf. Þar þyk- ir Tómasi lítið leggjast fvrir kappann og'skrifar honum: Mér þykir verða heldur lítið úr þér, góði Jónas, ef ég lifi þá tíð. að ég þurfi að kalla þig: Examinatus juris Hallgrimsen, því að aðra stöðu hafði ég þér ætlað, sem þér væri náttúr- legri og hvar í þú gætir gert hólm- anum okkar stærri heiður. Eg ætlaði þér ekkert minna en að setjast á stól Finns Magnússowar, sem enginn er betur vaxinn en þú með réttum und- irbúningi og ómögulega má ganga undan Islendingi, en eins lítið má falla í þær hendur, sem eru hans ómaklegar. Það var einkum þrennt, er Tóm- as taldi Jónas hafa til að bera til þess að geta skipað þetta sæti, prófessorsembætti í norrænum fræðum við Hafnarháskc'la: 1. að hann teldi ísland fósturjörð sína, 2. að hann hefði manns karakter og menntun, væri maðurinn til að þræða meðalhófið milli skrið- dýrsháttar og frekju, og 3. að hann gæti orkt tækifæriskvæði. Þessi þriðja ástæða bendir á tak- markaðan skilning Tómasar á skáldskaparlistinni og köllun Jónasar í þeim efnum. Loksins kom Jónas til Hafnar sumarið 1832 og hóf nám af mikl- um ákafa. Hann tók undirbún- ingsprófin og ætlaði sér síðan að Ijúka fullkomnu lagaprófi. En hugurinn fór þá að hneigjast í aðrar áttir. Hann fór að lesa út- lendar bc'kmenntir og náttúru- fræði, og þar var hann kominn á rétta hillu. I ritgerðarbroti segir hann svo sjálfur um náttúru- fræðina: Náttúrufræðin er allra vísinda in- dælust og nytsemi hennar harla mik- il og margfaldleg. Hið líkamlega líf mannsins hér á jörðu er að kalla má allt saman komið undir náttúrunni og réttri þekkingu á þeim hlutum, er hún framleiðir. Alls konar afli og að- drættir á sjó og iandi og allar vorar 'nandiðnir og kaupverzlun manna á meðal þurfa slíkrar þekkingar við, eigi það ekki allt saman að mistakast. Náttúruvísindin forðá oss frá marg- földu tjóni, veita oss ærinn ávinn- ing og auka þannig farsæld manna og velmegun. Þar á ofan eru þau öflug stoð trú- ar og siðgæða. Hyggileg skoðun nátt- úrunnar veitir oss hina fegurstu gleði og anda vorum sæluríka nautn. Vér sjáum þar hverl dásemdarverk- ið öðru meira. Lífið sýnir sig hvar- vetna í ótölulega margbreyttum myndum, og allri þessari marg- breytni hlutanna er þó harla vísdóms- lega niður raðað, eftir föstum og órjúfandi lögum, er allur heimur verður að hlýða. Jónasi verður þetta’trúarjátn- ing. Og það er engin tilviljun, að hann verður náttúrufræðingur. „Systir góð, sérðu það, sem ég sé”, byrjar hann Grasaferð og er þá að segja frá sjálfum sér, þegar hann var á 14. árinu. Hann var þá að benda á bláar bunur, mó- rauða læki og fagurbleika rinda. í skóla fékk hann lítið færi á að kynnast náttúruvísindunum, en þegar á heimaárum hans var farið að bera á röddum náttúr- unnar í ljóðum hans, og þær raddir urðu seinna að þungum nið, sem heyrist bak við flest kvæðin hans. NáttúÞuvísindin opnast honum ekki að gagni fyrr en i Höfn, og þá fer jafnframt að vakna hjá honum von um að geta lagt stund á þessa vísinda- grein og gert hana að lífvænlegu starfi, sjálfum sér til yndis og Islandi til gagns. Hann fann, að ísland var ónumið land í þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.