Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 8
304 LESP.ÓK MORG UNBLAÐSINS HJARTARKÆRSHÚSIÐ, þar sem Jónas Hallgrímsson og félagar hans kvöddu Halldór Einarsson 27. júní 1835, er sungið var í fyrsta sinn „Hvað er svo glatt“. Hús þetta stendur við suðvesturhorn „Dýrahagans“ á Sjólandi. Er talið, að það sé 200 ára gamalt. Þar var veitingastaður á dögum Jónasar Hallgrímssonar og lengi síðan. íerðakvæði heiman af íslandi, og vísurnar „Vorið gi'ða grænt og hlýtt”, sem hann segir vera eftir Heine, þó að erfitt sé að finna, að hér sé um þýðingu að ræða. En þess kennir raunar víða hjá Jónasi, að hann lætur sér ekki nægja að þýða orðin eða efnið á íslenzku, hann þýðir líka landslagið á íslenzku eða heim- færir það: Sefur nú Selfjall og svarta teygir skuggafingur I af Skeiðum fram. Þetta er íslenzk mynd, og svo er víða. Eitt hið síðasta, sem Jchas hef- ur ort, er þýðing á dönsku kvæði, „Sjælevandring”, eftir P. R. Möller, og er kvæðið um örn, sem er skotinn til bana, en umbreyt- ist við dauðann og verður að stúlku, veit þó allt um fvrra líf sitt og harmar umskiptin, að verða að „sitja í svartri treyju saman við smá og huglaus börn”. Jónas kallar kvæðið Arngerðar- ljóð, og eitt erindið úr því er svona: Hrynur mér af höfði niður hárið sítt og mjúkt og ljóst, varla þolir veðra-hviður, varið líni meyjarbrjóst; fyrir háan himinboga hef ég fengið bæ og fjós, fyrir bláa bergið troga- -búr og dapran hlóðaloga fyrir skærust skrugguljós. Þarna er hann í þýðingu á dönsku kvæði kominn með okk- ur inn í íslenzkan bóndabæ. Ástand Jónasar var nú orðið áþekkt örlögum • þeása arnar. „Góði fjaðurhamurinn” var hon- um horfinn. í síðasta bréfinu, sem til er frá honum og skrifað er rúmum mánuði áður en hann dó, segir hann: Ég er sæmilega feitur og þokkaleg skepna, en miður klæddur og óbur- geislegri en ég ætti skilið að vera. Þó er ekki að vita, hvernig úr hefði ræzt fyrir honum, ef dauð- inn hefði ekki komið yfir hann svo skyndilega og sviplega sem varð. Flestum mun minnisstætt, hvernig það atvikaðist. Kann fc't- brotnaði seint um kvöld, þegar hann var að ganga upp stigann, þar sem hann átti heima, brotn- aði á hægra fæti fyrir ofan ökla. Hann komst inn til sín og lá til morguns án þess að láta nokkurn mann vita, hvernig komið var. Hann sagði, að sér hefði þótt óþarfi að gera mönnum ónæði um nóttina, af því að hann vissi hvort sem væri, að hann gæti ekki lifað. Það var eins og hann hughreystist af að vita, að þetta amstur væri á enda. Hann varð rólega og karlmannlega við dauða sínum. Til þess að komast í sjúkrahús, varð hann að skrifa Finni Magnússyni og fá ábyrgð hans fyrir legukostnaðinum. Meðan bundið var um brotin, sem stóðu út úr fætinum, var hann að lesa í bók. Síðan lá hann í 4 daga í sjúkrahúsinu, en þá kom drep í fótinn, og nú átti að taka hann af honum að morgni næsta dags. Jónas brá sér ekki við það, en bað um að láta ljós loga hjá sér og var að lesa skemmtisögu alla nóttina og dc' svo næsta dag skömmu eftir miðjan morgun. Þetta var 26. maí 1845, og þá var Jónas ekki nema 37 ára. Þessi urðu örlög þjóðskálds- ins. Hann dó frá öllum framtíð- arvonum sínum, allt of ungur, í cvmd og volæði, af fáum metinn eins og vert var, nema nánustu vinum sínum. Þeir sögðu (í eftir- mælum í Fjölni), að það, sem eft- ir hann lægi, mundi lengi halda uppi nafni hans á íslandi og bera honum vitni, en svo ágætt sem margt af því væri, kæmist þó fæst af því í samjöfnuð við það, sem í honum hafi búið, og það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.