Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBEAÐSTNS 301 Einu sinni fór ég að sækja um brauð, en áttræður prófastur vestur í Hvammi, nærri því eins feitur og ég, tók það fré mér. Þegar Jónas kom til Hafnar, sendi hann ýmsar náttúrufræði- greinar frá þessari ferð sinni, og þar voru margar merkilegar at- huganir, enda hefur hann verið, að dómi náttúrufræðinga nú, óvenju skarpskyggn vísindamað- ur. — Síðan sótti hann vorið cftir, 1838, um ferðastyrk til þess að rannsaka náttúru landsins, og þessi styrkur var honum veittur. Sama ár var líka, að hans til- hlutun, kosin nefnd í bókmennta- xelagsdeildinni í Höfn til þess að safna skýrslum til undirbúnings lýsingu íslands, veðurathugun- um, sóknalýsingum frá íslenzk- um prestum o. fl. Jc'nas var vit- anlega í nefndinni, því að honum var ætlað að vinna að þessu verki á vegum félagsins, og hann átti rú að safna og herða á skýrsl- um þessum á ferðum sínum heima, jafnhliða eigin rannsókn- um. Nú fór að vænkast ráð Jón- asar, og hann fór heim vorið 1839, vongóður og áhugamikill. Hann rannsakaði það sumar þrjár sýslur norðanlands, fyrst og fremst náttúruna og allt, sem að henni laut og um leið fornminjar ýmsar, sem hann gat til náð, og safnaði bæði náttúrugripum og forngripum. Skýrslur um ferðir sínar, athuganir og ýmsar end- urbótatillögur sendi hann dönsku stjórninni, en Finni Magnússvni fornleifaskýrslur. Rannsóknir hans á fornminjum og sögustöð- um voru ekki ómerkar, og forn- fræðafélagið danska kaus hann á þeim árum að félaga sínum íyrir tilstilli Finns Magnússonar. Yfirleitt reyndist Finnur Jón- asi vel og var honum innan hand- ar með útvegun á styrk, bæði hjá stjórninni, en þar mátti hann sín mikils, og eins í bó'kmenntafé- laginu, en hann var þá forseti Hafnardeildar þess. Raunar var styrkur sá, sem hann fékk, m;k- ils til of lítill, og hrökk ekki nema vel til ferðanna, en þá voru vet- urnir eftir, lengsti tírrvi ársins. Þá sat hann í Revkjavík og ætl- nði að vinna þar að vísindunum, íslandslýsingunni eða undirbún- mgi að henni og hafa jafnframt ofan af fyrir sér með kennslu. En nú kom önnur ógæfan yfir hann ofan á féleysið. Heilsan bil- aði. Hann þoldi ekki ferðalögin cg alla vosbúð, sem þeim fvlgdi. Þegar á fyrsta sumrinu hér heima var hann að leggjast veikur öðiu hverju, og svo hneigðist hann til drykkju sér til afþreyingar og fór að öllu óvarlega með sig. Þegar hann kom til Reykjavík- ur um haustið, lagðist hann í rúmið og lá nærri allan veturinn, svo þungt haldinn, að honum var vart hugað lif. Þá kom greini- lega í ljós, hve vinsæll hann var meðal félaga sinna og hvað þeim var mikið í mun, að hann lifnaði við aftur. „Ég sleppi þér ekki fyrir heilan skóg af íslending- um“, skrifar Konráð honum þá innan um allt glensið (þeir skrif- uðu hvorir öðrum jafnaðarlega okki annað en gáskafullt gaman) — og Tómas skrifar honum þá austan frá Breiðabólsstað, og var þá sjálfur orðinn veikur: Eg vil borga allt, sem til þess kost- ar að fá þér haganlega aðbúð, að- hjúkrun, læknismeðöl etc, ef þig þrýlur sjálfan, eins ,og vonlegt er og þú gefur mér skirteini um það, því ég má með engu nióti missa þig — allra sízt fyrir handvömm, en raun- ar er mér líka grunur á, að þú sért ekki búinn að ljúka af öllu, sem þú átt að gera hérna enn þá. Hjá Jónasi sjálfum lifir lífs- vonin. Hann skrifar Konráði í rúminu 4. marz: Ég vona samt, að ég lifi af, að minnsta kosti aðra stundina, og lang- ar raunar til þess líka, mest vegna þess, að ég þykist helzt of lítið þarft vera búinn að vinna .... Aldrei hefur mig langað eins mikið til að gera eitthvað, svona er maðurinn. Jónas fór að hjarna við með vorinu, en aldrei varð hann al- bata, tók alditei á heilum sér upp frá því. Til allrar vísindavinnu varð hann ekki nema hálfur mað- ur. Hann fól’ að eiga bágt með að stöðva sig lengi við sama verk- ii^ Þó vildi hann ekki ieggja árar í bát. Hann hélt af stað úr Reykja- vík 25. júní 1840 og slóst í för með merkum dönskum vísinda- manni, sem þá var í rannsóknar- ferð hér, Japetus Steenstrup, er seinna varð prófessor í náttúru- fræði við Hafnarháskóla. Það sumar ferðuðust þeir víðsvegar um Suður- og Vesturland. í Reykjavík dvaldist hann siðan um veturinn, en vorið eftir út- veguðu þeir Finnur og Steenstrup honum 300 dali til framhalds- rannsókna. Og það sumar, 1841, ferðast hann enn um Vesturland og síðan um Strandir og Húna- vatnsþing. Á þessum ferðalögum hafði hann einn pilt með sér. — En stvrkurinn varð honum of lít- ill. Hann þurfti líka að verja nokkru af honum til þess að borga gamlar skuldir í Höfn, til skraddara og skóara og til bóka- kaupa. Einnig varði hann tölu- verðu fé til þess að útvega og senda náttúrugripi til safnanna í Höfn. Hann reiddi sig á meiri styrk úr öðrum sjóði og ferðað- ist, meðan nokkur peningur hrökk, en sá styrkur brást, og þegar Jónas kom til Reykjavíkur um haustið, hafði hann eytt 150 dölum fram yfir það, sem honum var veitt. Hann varð að selja suma hestana sína, til þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.