Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.1 an gengur sæmilega, og hvað aðbúð og umgengni snertir, þá hef ég ekki áður átt jafngóðu að fagna um dag- ana. Nú þurfti hann ekki að hafa mataráhyggjur að sinni. Hann , verður mesti reglumaður. Ljcða- dísin er honum hliðholl. Þar yrk- ir hann einhver beztu og feg- urstu kvæðin sín: Dalvísu, Sláttu- vísu, önnur vorkvæði og vorvís- ur o. fl.,“lofsöngva og ljúflings- mál um íslenzku náttúruna, sem hann hafði lifað svo lengi sam- vistum við og þekkti svo vel. „Lægi altént vel á mér, gæti ég sjálfsagt ort betur”, segir hann seinna, þegar honum leið illa. — í Sorö kemur jafnvel upp í hon- um galsi. Hann yrkir þar ýmsar gamanvísur, og þaðan sendir hann kunningjum sínum í Höfn gamanbréfið fræga. Ritgerð sem- ur hann í Sorö merka um íslenzk eldfjöll, og nú vinnur hann að ís- landslýsingunum eftir mætti, en pað var ekkert áhlaupaverk þá, eftir svona stutta rannsókn, að rita nákvæma lýsingu á landinu. Jónas þurfti að lesa og moða úr mýmörgum bókum og handrit- um. Þetta útheimti mikla elju og var sizt hent óhraustum lík- ama að leggja sig í slikt, enda sóttist verkið seint hjá hon,um, miklu seinna en hann hafði gert sér í hugarlund fyrirfram. — Hugurinn hvarflar enn heim, hann langar til þess að verða kennari í náttúrufræði við skól- ann heima og koma þar á nátt- úrugripasafni, og hann mun hafa hugsað sér að geta starfað þar áfram að íslandslýsingunni. Kon; ráð skrifar Jónasi til Sorö í marz 1844, að hann sé vongóður um, að þetta embætti verði sett á stofn bráðlega, og bætir við: „Jónas, þá held ég, að þú eigir kpst á að fara úr görmunum”. Jónas skrifar aftur Konráði: Ertu að gera gabb að mér? Þú mátt úr flokki tala, sem hefur að vísu emb- ætti að ganga (Konráð átti um þær mundir kost á kennaraembætti heima í málfræði, þó að ekki yrði úr, að hann færi) — guð láti aldrei dramb- semisdjöfulinn snúa þér frá því, sem við höfum báðir álitið sóma vorn og heiður hingað til, að kenna ungum íslendingum — þú hefur, segi ég, að vísu embætti að ganga og efar þig — og ég vildi heldur geta orðið kenn- ari við góðan skóla á Islandi en vel annað. Þar get ég enn unnið skamma eða langa stund, hver veit nema 20 ár, ef guð vildi lofa, og hvað mætti þá ekki vera létt upp koldimmunni úr Islandi — helvískri holtaþokunni, sem felur bæði líkama og anda — höfum við ekki sagt, að landið er fag- urt og frítt? Hefur þú ekki sagt það sjálfur? En hver skilur fegurðina, nema hann geti notið náttúrunnar jafnframt með viti og þekkingu, því eintóm mannleg tilfinning, sem hef- ur lifað í okkur unglingum, deyr út aftur með líkamanum, ef hún er ekki studd við þekkingu og djúpa ást á útborði andans. Þú átt að komast að skólanum; hvað sem mér líður, en þú átt lika að koma mér þangað, ef þú getur. — Settu allt af stað til að koma því í lag. —, Eg skal koma á eftir og sprengja öll púðurgöngin — en kemst nú ekki sem stendur til að grafa þau. .... Eg get kennt náttúrusögu og náttúrufræði, jarðfræði og hvað sem vill af mæling og reikningi. Eg hef grannkynnt mér einhvern bezta skól- ann í Danmörku meira en hálft ár, og hef enn heilt ár eða meira til að kynna mér skólana í Höfn, sem ég á nú tækifæri til að umgangast beztu kennarana við. Tefðu ekki við að fara að grafa undir fyrir mig, ef það er meira en hégilja, að þú viljir eiga mig í verki með þér. Hér ríður á að reisa embættið, þá er ég sem stend- ur maðurinn. Gáðu að því, að ég með- al annars þekki allt ísland og flesta menn á Islandi og er vinsæll, og eini maðurinn sem stendur, sem gæti komið í lag náttúrusafni heima, ef ég fengi tóm og húsrúm. Hér ríður mest á að láta ekki loka fyrr en ég kemst að.' Þessi bréfkafli Jónasar lýsir því vel, hvert hugur hans stefndi, hvað hann taldi köllun sína í líf- inu. En framtíðarvonir hans í þessu efni urðu að engu, og þessi 20 ára framlenging ævi hans brást hörmulega. Úr stofnun kennaraembættisins varð ekk- ert. meðan Jónas lifði. Hann varð að fara frá Sorö til Hafnar vorið 1844. Nú háði hon- um aftur fátæktin, og áhvggjurn- ar drógu mjög úr starfi hans að 'Islandslýsingunni. Hann tók til á mörgum stöðum, hætti skjótt aftur og byrjaði síðan á nýjum. Hann lét ekki annað eftir sig af þessu verki en sundurlaus brot. — Öll þessi vonbrigði voru að vérða Jónasi óbærileg. Sér „til hugarhægðar“ greip hann til hörpunnar, til þess að syngja um raunir sínar, og nú var ang- urblær i tónum hennar, við- kvæmar endurminningar um fornar ástiri eins og í Ferðalok- um og þó sérstaklega í stökunni: Enginn grætur íslending. Þær yrkir hann í dimmasta skamm- deginu, sem alltaf leggst þyngst á hann: I öngum minum erlendis yrki ég skemmsta daginn segir hann, en í uppkastinu að þessu kvæði er fyrra vísuorðið svcna: Um ógæíu mína erlendis. Hann finnur sárt til ógæfunn- ar: Eg er fótalúin rjúpa; plokki þér mig nú, Gunna góð! En sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju, og Jónas vonar, að það brái af ser eftir sólstöðurnar. Hann fer líka að hressast, þegar kemur fram á útmánuði. Þá yrkir hann mörg af kvæðunum „Á sjó og landi“,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.