Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 16
LESBÓIv MORCUNBLAÐSINS 312 VtrufrædÍMiiar. Murgar ágætar at- lnigauir t‘Vu í dagbókiun þessum, sem sýna bæði skarpskygni hans ug gagnrýni á eldri kenningum. Eu þess ber að ga*ta. að jarðfræðin var þá skamt komin áleiðis, svo að athuganir hans koma að minna haldi en ella. og hann er bundinri af ýmsum viðjum, sem tálma því að hanri fái gert rannsóknum ]>ess- rim íull skil á nútíinavísu. I»ar sem Jónas fjekk aldrei unnið úr íaunsóknum sínum er þess ekki að vænta, að* í ritum hans sje að finna nokkra heildarmvnd af jarð- sögu landsins. En ýmislegt hefir hann og Japetus Steenstrup sjeð rjettara en fyrirrennarar þeirra. Má Jiar til dæmis nefna aldur grágrýt- iusins. er þeir sýndu fram á að væri jueðal hiima yngstu bergmyndana landsins, en ekki hinna elstu eins og eldri jarðfræðingar höfðu getið sjer til. Þá lýsir Jónas nákvæmlega jarðmyndun Vestmannaeyja og í Jlreppunum í Árnessýslu, og sýnir íram á, að Ilreppafjöllin s.jeu ung jarðmyndun eða frá sama tíma og grágrýtið. llann kannaði einnkg legu eldsprungna og sýndi fram á stefnu þerrra. A Aastfjörðum skoð- ;iði hann surtarbrand eins og raun- ar víðar á landinu, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að brandurinn þar eystra væri af sama tæi og surtarbrandurinn á Vestfjörðum,. og lnótmælir þeirri kenningu, að surt- arbrandurinn liafi skapast af reka- við. I’eir Jónas og Steenstrup söfn- uðu miklu af jurtasteingervingum, sem síðar voru rannsakaðar af Os- vald Heer. Einnig kannaði Jórias fundarstað zeolítanna hjá Teigar- Jiorni í Berufirði og silfurbergið í Jtélgustaðafjalli við Reyðarfjörð og Jýsir hann því alliiákvæmlega. — J’ýski jarðfræðingurinn Krug von Nidda hafði haldið því fram að um landið væri breitt „trakyt“-belti, og hvíldi blágrýtið vestanlands og austan á „trakyt“-uudirstöðu. Jó- nas sýnir fram á, að berg það, sem Nidda kallar. „trakyt'' austanlands sje aðeins fíngert basalt og hrekur riieð því kenningu hans. Eins og sjá má eru þetta aðeins ört'á dæmi um athuganir þær, sem eru í dag- bókum Jónasar, og verða þau að nægja sem sýnishorn, en annars eru ]>ar athuganir um fjölmarga hluti, sem möunum ]>á voru lítt eða ekki kunnir, þótt jarðfræðingar liafi síð- ar s.jeð hið sama. og athuganir Jó- iiasar kæmust ekki á framfæri, þar sem dagbækúr hans voru ekki að- gengilegar. Auk þessa sendi Jónas mikil steina- og bergtegundasöfn til Jlafnar, og voru sumt af því þá taldar nýjungar eða nýar tegundir í vísindunum, en síðar hefir það komið í ljós, að það voru einungis tilbrigði af aðalbergtegundum lands ins. En alt ber jietta að sam brunrii inii það, að Jóuas hafi verið skarp- skvgn og athugull náttúruskoðandi, enda veittu þt*ir Reinhardt og Forc- hammer kennarar hans, sem fylgd- ust með raniisóknunum og veittu viðtöku þeiin náttúrugripum, ei; haim sendi til llafnar, honum hin lofsamlegustu meðmæli hvað eftir annað. í sama streiiginn tók Japetus Steenstrup, sem málunum var kunn- ugastur, og taldi hann Jónas hafa gert margar mikilvægar uppgötv- anir í jarðfræði íslands. Og mörg- um árum síðar segir Stefán Stefáns- son skólameistari svo frá: „Þegar jeg kom til Háskólaris hlustaði jeg' á síðustu fyrirlestrana, seip nátt- úrufræðingurinn l'rægi Japetusi Steenstrup hjelt. Hann var þá í þann Vegiiiri að hætla kennarastarfsemi sinni. í fyrirlestrum þessum mint- ist hann einu sinni eða tvisvar Jó- nasar, og kallaði hann „den berömte islandske Digter, og den skarpsind- ige, geniale Náturforsker Jónas Hallgrímssoii". Steenstrup var ná- kunnugur Jónasi og má því taka hann trúanlegan í þcssu efni, og ]>að því fremur sem hann kallaði l ekki alt öiiimu sína. þegar um nátt- úrufræðinga var að ræða“. Jeg liygg að þessi dómur Steeristrups á gam- als aldri gefi mönnum sannasta hug- mynd um náttúrufræðingimi Jónas I lallgrímsson. Eitt þeirra verkefna, sem þeim Steenstrup og Schythe var á hend- ur íalið var rannsókn brennisteins- námanna cinr og fyr segir. En svo fór, eins og fyr getur, að Jónas skoðaði ejnn námana nyrðra. Samdi liann skýrslur um þær rannsóknir sínar og sendi til stjórnarinnar. Er þar nákvæm lýsing námanna sjálfra skýrsla um brennisteinsverkið og merkilegar tillögur til umbóta á allri vinslu brennisteinsins. Skýrslum þessum fylgir greinargerð um mynd un brennisteins, sem að öUum lík- indum er ekki eftir Jónas, cða að minnsta kosti cr ekkert frumlegt í henni. Brennisteinsritgerð þessi sýnir hversu fljótur hann gat ver- ið að álykta og skapa s.jer skoðun og heildarmynd af viðfangsefni sínu því að Ijóst er af dagbókunum, að hann hefir variö fremur litlum tíma til rannsókna þessara. fFramhald greinarinnar birtist í næstu Lesbók). . Smælki Þjer vcrðið að hætta að reykja ög drckka áfengi og fara að luitta kl. 9 á kvöldin. Að öðru leyti. — Þakka yður fyrir, lækuir, þetta er nóg. Jeg s.je á öllu, að kon- an míii liefir vcrið lijcr á undan riijcr. — llefir læknirinn ekki. sagt þ.jer að þú mættir ekki dreJika nenia eitt ölglas á dag ? — Jú. en þetta glas, scm jeg er núna að drekka er fyrir 30. desem- ber 1991.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.