Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS F 290 ofnum, eða eins og Grímur Thomsen segir: * Náttúran talar þar ein við sjálfa sig, en sveinar fæstir skilja, hvað hún meinar. Og Jónas valdi sér það hlut- skipti að reyna að leiða í ljós meiningu náttúrunnar, nema lög- mál hennar og tungur. Honum þótti Island vera dásamlegt land: Tign býr á tindum, cn traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl. Hann fór að finna til þess meir og meir, eftir því sem sjóndeild- arhringur háns víkkaði og hann komst í nánari kynni við erlenda menningu, að þjó'ðin, sem byggði þetta undraland, var orðin því ósamboðin. Hann fann, að ekki veitti af að' gera henni rúmrusk. Þetta fundu líka þeir menn, sem honum voru samhendastir, þeir Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Péturs- son. Þessir menn kváðu upp úr og stofnuðu Fjölni, til þess að segja mönnum til syndanna og beina þjóðinni á nýjar brautir í verklegum og andlegum efnum. Og Fjölnir varð vorboði nýrrar aldar á íslandi. Tómas Sæmunds- son var duglegasti maðurinn þeirra Fjölnismanna, mestur þjarkurinn. En Jónas varð samt mesti maðurinn, ávöxturinn af starfi hans fegurstur. Hann greip líka þá strengi, sem endurómuðu næmast í íslenzkum brjóstum. Það voru ljóðastrengirnir, og þeir urðu nýir í höndunum á honum. Það er ekki ofsagt, að Jónas hafi endurfætt íslenzkan kveðskap. Þá var öll alþjóð manna hér nið- ur sokkin í rímur, eða eins og Jónas segir: Bragðdaufa rímu þylur vesall maður, og þessar rímur voru flestar sannarlega bragðdauf andleg íæða, þó að segja megi, að þær hafi verið viðhaldsfóður rímlist þjóðarinnar og að nokkru leyti lungu hennar og bókmennta- hneigð. Jónas varð snortinn af útlendu bókmenntunum, einkum þýzka skáldinu Heine, og þar kynntist hann list, sem verður til af þörfum tímans, en er ekki stirðnuð orð. Jónas tók hrotta- lega ofan í allan þennan rímna- kveðskap með hinni alkunnu hugvekju sinni um Tístransrím- ur. Þar stakk hann óþyrmilega á kýlinu og veitti rímunum þann áverka, sem reið þeim að fullu — ekki með þessum ritdómi ein- göngu, heldur með lifandi ljóð- um, sem stungu í stúf við allt annað, sem ort hafði verið áður, cg urðu bráðlega hjartfc'lgin landslýð öllum. Ljóð Jciiasar voru með nýju sniði, á nýjum háttum og nýju máli. Og hann laufgar íslenzkan skáldskap og íslenzka tungu bctur en nokkur maður annar. Hann á einhverja unaðslega tóna og töfra í málinu, sem erfitt er að skýrgreina eða finna lögmál fyrir, en koma eins og angan að vitum manns: Eldur er í norðri, ey hefur reisla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.