Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 4
300 l IÆSR(}K MOKGUNBIjAÐSÍNS Séra Tómas Sæmundsson. móðir yfir mar, beltað bláfjöllum, blómgað grasdölum, i faldað hvitri fönn. En allir verða að lifa. Á dögum Jónasar voru ekki veitt skálda- laun. Hann gat ekki skipað skáld- gyðjunni í öndvegið. Hann varð að leita sér atvinnu. En þá áræddi hann líka að velja þá grein, sem skyldust var eðli hans, náttúru- fræðina. En þar var hann kom- inn út á þyrnum stráða braut. Hor.um var veittur lítils háttar styrkur úr ríkissjóði Dana árið 1836 til náttúrufræðiiðkana. En árið eftir fór hann styrklaust rannsóknarferð heim til íslands, en sú ferð var þó ekki nema und- irbúningur að síðari rannsókn- um hans. í þeirri ferð fór hann að gruna, hvert stefndi um fjár- haginn, því að þá skrifar hann Konráði um4sumarið úr Revkja- vík: Ég var slyppifengur í gærkvöldi. Það datt maðkur ofan á nefið á mér, þegar ég var lagztur út af. Ekki mun- aði nú miklu, hefði hann komið ögn neðar, þá hefði ég þó fengið saðn- ingu mína einu sinni. Konráð Gíslason prófcssor. Hér kennir. eins og viða hjá Jónasi, sárinda niðri fyrir, þó að hann sýnist vera að gera að gamni sínu. Bak við orðin er háð- beiskja. í sama bréfi skrifar hann: Bara að við lendum nú ekki í andskotans sulti á vetri kom^ andi. Sú spá rættist líka, og Jónas varð svo aðþrengaur, þegar hann kom til Hafnar um haustið, að hann sótti um brauð, sem þá var laust hér heima, Helgafell. En hann varð of seinn. Brauðið var veitt öðrum, áður en umsókn Jón- asar kom, sem betur fc’r. Ef Jónas hefði orðið prestur, er meira en hæpið, að hann hefði orðið sami Jónas sem við þekkjum nú. En Tómas Sæmundsson skildi þá ekki köllun Jónasar. Hann skrif- ar honum seinna um þennan fvr- irhugaða prestsskap hans: Mér þótti það mikið illt, að and- lega stéttin -skyldi missa þig svona, úr því þér var farið að koma til hug- ar að ganga inn í hana hvort sem var, og þó nokkuð af tíma manns gangi til prestsskaparins og hins ökonomiska, þá er ætíð góður tími afgangs í þessari stétt til .þess að framhalda bókiðnum sínum. Ég veit Finrur Magnússon prófessor. nú ekki, hvað þú tekur til bragðs, eða til hvers við eigum að brúka þig. Tómas nefnir að vísu bókiðnir, en hann gerði sér þá ekki í hug- arlund, að Jónas yrði þjóð sinni jafnþarfur maður og hann varð. Tómas heimtaði verklegar fram- farir, ekki kvæði. Hann las ekki einú sinni Gunnarshólma, eftir því sem hann skrifaði Jónasi til Hafnar, en þá var hann raunar argur við félaga sína þar, vegna þess, að honum þótti Fjölnir þá síðbúinn frá þeirra hendi. Hann hefur ekki haft fullan skilnipg á .þeim vakningarmætti, sem kvæði Jcliasar áttu í sér fólgin. I rauninni var andinn sami hjá báðum, andi starfsamrar ættjarð- arástar, en Jónas hafði það fram yfir Tómas, að hann var gæddur þeim hæfileika að geta læðzt eins og geisli beint inn í hugskot landsmanna. Til allrar hamingju hætti Jón- as við prestsskapinn og hélt áfram að fylgja köllun sinni, þó að hitt væri hollara fyrir mag- ann. Hann minnist á þessa um- sókn sína nokkrum árum seinna í bréfi og segir: I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.