Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 10
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS voru náttúruvísindin aðalhlut- verkið, að kenna þau ungum ís- lendingum, til þess að glæða ást þeirra á landinu, en þær vonir voru vængbrotnar, áður en hann dó. En þekking hans á íslenzkri náttúru og ást hans á henni leggur honum ljóðin í munn, gerir hann að hennar skáldi. Skáld er ég ei, en huldukonan kallar byrjar hann eitt höfuðkvæði sitt, Hulduljóð, sem hann hafði í smíð- um nokkur síðustu ár ævinnar, og þessi huldukona eða Hulda er ljóðadís Jónasar, íslenzka nátt- úran, sál landsins í dísargervi. Og kvæðið, sem Jónas kallar ó- brotinn söng, verður viðkvæmur ástaróður og þakkargerð til þess- arar heilladísar, sem hann átti svo mikið upp að inna: Þu. sem að byggir hamrabýlin háu, hjartanu mínu alla daga kær, sólfagra mey, djúpt undir bergi bláu! bústu að sitja vini þínum nær; döggsvalur úði laugar lokkinn bleika, ljós er af himni, næturmyndir reika. Jónas verður ,,listaskáldið 'góða” án þess að vita af, án þess að lifa þá tíð. Nú hörmum við, hve skammlífur hann varð, allt of skammlífur, því að hann átti tvo margt ógert, en hljótum þó að fagna’yfir því, hve langlífur hann varð, þegar litið er á ávext- ina af starfi hans, langlífur í þeim skilningi, sem hann leggur í þetta or5 í erindinu: Hvað er langlífi? Lifsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Avoxturinn af starfi Jónasar er mikill. Þó að hann dæi á undan tímanum, þá lifði hann líka á undan honum. Hann stendur samtíðarskáldum sínum á Norð- urlöndum framar að mörgu, bæði um innileik og listræna meðferð máls, og enn munu fáir yrkja sem hann með öðrum eins næmleik og skyggni um náttúruna, fjöl- breytni hennar og blæbrigði. Það er líka efti.-tektarvert, að fyrsta tilraun til íslenzkrar skáldsagna- gerðar, litla sögubrotið hans Grasaferð, sem er fágæt perla ís- lenzks skáldskapdr á sundurlausu máli, verður til löngu á undan- hinum víðfrægu sveitasögum Björnstjerne Björnsons, en Grasa ferð er að ýmsu leyti skyld þess- um sögum. Jónas var íslendingur. Ef stærri þjóð hefði átt hann, mundi frægð hans vera meiri en er. En hann barst upp í hendur fátækri og fámennri þjóð, þegar henni lá mikið við, og nú veit hún, hvað hann hefur verið .'ienni: Hann kemur á köldu vori með heita strauma inn í íslenzkar bókmenntir. Hann opnar alþjóð manna sýn inn i dásemdir ís- lenzkrar náttúru. Hann cr einn helzti frumherjinn í endurreisn íslenzkrar tungu og vekur með snilli sinni allra manna bezt til- finningu fyrir fegurð hennar og mýkt. Enginn glæðir betur en hann íslenzka ættjarðarást og þjóðarvitund, af því að hann tal- ar þar beint til hjartans, og guð er sá, sem talar skáldsins raust, eins og cinn af vinum hans og lærisveinum kveður um hann í eftirmælum. 1) Og Jónas úreldist ekki. Hann er nýrri enn þá en flest ljóðskáld- in, sem komið hafa á eftir hon- um. Hann á enn raust, sem er 1) Eftirmaeli þessi hafa verið eign- uð Gísla Thorarensen, en nú hefur Sigurður próf. Nordal leitt rök að því i grein í síðasta Skírni. að kvæð- ið muni vera eftir Konráð Gíslason. ómur alfagur, ómur vonglaður, vorómur vinhlýr. Jónas er enn óskaskáld æsku- lýðsins. Hann rættist ekki fyrr en eftir dauðann, framtíðardraum- urinn hans: að kcnna ungum Islcndinguni. Eintal vinnukonunnar: — Það er ekki gaman að lifa. Ef við erum Ijótar, getur húsbóndinn ekki þol- að okkur. Ef við erum fallegar, er Siúsmóðirinni alltat' í nöp við okk- ur. Ef við búum til vondan mat, fáum við skammir, og ef við búum til góðan mat, er liann allur borð- aður upp og við fáum Ikkert. ★ Kveljist þjer mikið af þorsta ? Nei, jeg gæti l>ess að láta það aldrei ganga svo langt. ★ Þennan mánuð áttu að taka inn töflur í staðinn fyrir pillur, sagði læknirinn við Yilla litla. — Æ, nei, láttu mig heldur fá pillur, sagði Villi. Það er enginn munur, Yilli niinn. Jæja, hefir læknirinn nokkurn tíma reynt að blása töflum í gegn um glerrör? ★ - Er pabbi þinn altaf svona al- varlegur á svipinn ? — Nei, ekki nema á vorin og haust- in, þegar nýja kvenhattatískan kemur. h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.