Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
og láta hann hlaupa á sig. Enda var
Levetzow í standandi vandrœðum
með Skúla, eins og sjá má af brjefi
er hann sendi stjórninni. Þar segir:
„Þar eð alt framferði landfógeta,
við mig ber ljósan vott um þráa
pg óhlýðni, þættist jeg meiga teljá
uiig sælan, ef stjórninni þóknaðist
að ijetta af mjer þeirri skyldu, að
hafa nokkurt eftirlit og umsjón
nieð þessum manni, því mjer er ó-
kleift að koma nokkru tauti við
hann, meðan hann hefur bæði mátt
og vilja til að bjóða mjer byrgin“.
:— Þetta vesældarlega klögunarbrjef
hafði þær afleiðingar, að stjórnin
vandaði um við Skúla, og skipaði
honum að vera stiftamtmanni hlýð-
inn. — Dró fremur til sátta milli
þeirra eftir þetta, enda skildust
brátt leiðir.
Mótlæti Skúla og ástvina missir.
Olafur Stephensen var skipaður
stiftamtmaður vfir Islandi árið
d 790, var það í fyrsta, en jafnframti
í síðasta skifti; sem íslendskur mað
ur hafði það tignarembætti. -v
Þannfg hafði sú hugsjón Skúla
rætst, að embættisvaldið hjer á
landi, væri einungis í höndum ís-
lenskra manna. Ilefði því mátt
vænta að vel hefði farið á með
þeim; en það var öðru nær. Ólafur
hafði á yngri árum sínum verið
skjólstæðingur Skúla og metið hann
mikils, og hjelst það lengi vel. All-
inikill kali var þó kominn milli
þeirra, er Ólafur varð stiftamtmað-
ur. — Veldur sjaldan einn þegar
tveir deila, segir orðtækið, og átti
Skúli óneitanlega nokkurn þátt í
því að slitnaði upp lir vináttu þeirra
Um nokkurra ára bil hafði leikið
grunur á því, að ekki myndi ylt
með feldu, um fjárráð Skúla og
skil hans við kónungssjóðinn, eða
alt frá því, er hann átti í málaferl-
unum miklu í Kaupm.h. við versl-
unarfjelagið, sem kostuðu offjár.
Attu þeir feðgar í brösum við stift-
amtmennina einnig af þeim sökum.
En árið 1763, hafði Skúli komið því
til leiðar við stjórnina, að Jón son-
ur hans, var skipaður aðstoðar land
fógeti, með loforði um embættið, er
íaðir hans ljeti af störfum. Var Jón
mikill gáfumaður og cand. jur. að
mentun og mannkostamaður: „—
Maður fyrir dygð, gæfulyndi og
höfðáng'sskap elskaður af góðum
mönnum“. SegirJón sýslum. Jak'obs
son. En ölkær þótti hann nokkuð
ög ekki jafnoki föður síns. Kona
hans var „valkvendið“ Ragnheið
ur dóttir Þórarins sýslum. á Grund,
og hálfsystir Stefáns og þeirra ann-
ara Thorarensen bræðra.
Var mikill harmur kveðinn að
Skúla. er Jón sonur hans andaðist
nrið 1789. því auk ]>ess sársauka
sein slíkum niissi er ávalt samfara,
var það einnig mjög óhentugt fyr-
ir Skúla, eins og á stóð. En skarnt
var stórra "högga á milli, því fáum
dögunt síðar, druknaði á Viðey.jar-
sundi, einkasonur Jóns og eftirlæti
Skúla, Jón Vidö, hið glæsilegasta
ntannsefni og mentaður innanlands
og utan. Var hann að sækja veislu-
föng í erfisdrykkju föður síns. Einn
ig fórust með bátnum vinnumaður
og gæslufangi, er var í umsjá' Skúla
og hann átti að bera ábyrgð á, svo
að til viðbótar við aðra harma, gat
hann búi^t við rekistefhu ,og vand-
ræðum, vegna vangæsju fangans.
Er Skúla bárust harmatíðindi
Jtessi. stundi hann við og mælti:
„Goldið hef jeg nú landskuldina
af Viðey!“ — Ilann var ekki að
bera harni sinn, til eyrna almetm-
5ngi, tneð vílsamri mælgi, þessi nær
áttræði maður, sem á síðari árunt,
hafðl orðið fyrir niargvíslegri
mæðu. — I hörmum sínum og mót-
læti, er Skúli þessi tröllaukni af-
burðamaður, ef til vill mestur og
stærstur. — Eins og sjaldgæfu mik-
ilmenni sæmir.
Röggsemi Ól. Stepensen.
Eitt hið fyrsta verk Ól. Steph.
er hann var orðinn stifamtmaður,
var að skrifa stjórninni, illkvittni
í garð Skúla. Segir hann að ekkert
af embættisstörfum sínum, muni
Verða sjer jafnörðugt, sem það að
hafa gætur á fjárhirslu konungs,
meðan húri sje í vörslu Skúla, og
geri hann alla reikninga svo flókria
að örðugt sje að átta sig .á þeim.
•— Var Ólafi sjálfum „flókið reikn-
ingshald“ þó eigi ókunnugt, að því
ér talið var, frá þeint tíma, er hann
var bókhaldari „Innrjettinganna* ‘.
— Brjef þetta bar þariri árangur,
að stjórnin veitti honum heimild
til að hnýsast í fjárreiður Skúla.
— Mótaðist allur embættisferill
Ólafs Stephensen, gagnvart Skúla,
tneira af einhverskonar „röggsemi“
en drengskap, og er óhætt að segja,
að fáir menn reyndust Skúla ver
en hann.
I einu brjefi sínu til stjórnarinn-
ar, kemst Ólafur svo að orði: —•
„Kynni jeg því betur að éinhver
ráðvandur maður og valinkunnur
gengdi landfógetastörfum“. — Mið-
aði alt þetta að vissu marki, sem
brátt átti eftir að konia í ljós. Svar
stjórnarinnar var á þá leið, að ef
sjóðþurð væri hjá fógeta, skyldi
honum umsvifalaust vikið úr em-
bætti. — Ljet Ólafur þá ekki á sjer
standa, en hjelt til Viðeyjar með
fríðu föruneyti, voru í fylgd með
honum, Ben. J. Gröndal og Sigurð-
ur sýslum. Pjetursson, en ekki
fundu þeir nein merki þess að um
sjóðþurð væri að ræða, svo Ólafur
gat ekki vikið Skúla frá embætti,
en samt lagði hann hakl á eignir
hans og ljet meta þær. Auk þessa
innsiglaði Ólafur, fjárhirsluna hjá
Skúla, og hafðí Ij'kilinn brott með
s.jer, og setti tvo unga stúdenta, til
að gæta hins læsta „kongs-kassa“.
Vildi Ól. méð hroðaaðferð þess-
ari, og svívirðu þeirri er hann sýndi
Skúla, knýgja hann til að segja a£
sjer, því ólafi bráðlá svo á að koma
Magnúsi syni sínuni í landfógeta-