Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Page 10
/
Uppdráttur af vestasta hluta hafnarinnar, með hinni fyrirhuguðu bátahöfn, verhúðunum á Grandagarðinum, fyll-
ingunni innan við garðinn og fjórar bátabryggjur. Togarahöfnin verður lengra út með Grandagarðinum.
in, þegar Monberg skilaði af sjer verk
inu í nóv. 1917. Síðan hefir stöðugt
verið unnið að því að endurbæta höfn
ina innan hafnargarðanna er upp-
runalega voru reistir. Hefir því verki
miðað þannig áfram í aðalatriðum:
Uppfyllingin við austurbakka hafn-
arinnar var gerður á árunum 1918-21
þar fjekkst mikið pláss og 120 m.
langt bólvirki. Árið 1926 byggður
Faxagarður, 160 m. langur, með
bryggju að innanverðu. Björns-
bryggja byggð sama ár. Grófar-
bryggja byggð 1929—30, og uppfyll-
ing vestur af henni með 80 m. ból-
verk, ásamt bátabryggju.
Árin 1930—’34 gerð vestur-upp-
fyllingin með tveim bátabryggjum.
Ægisgarður byggður 1930—38, 266
m. langur, með bryggju að vestan
145 m. langa. Austurbryggjan gerð
siðar. Uppfylling gerð í hafnarvík-
inni 1938—41, milli gamla hafnar-
bakkans og austuruppfyllingar.
Nú er unnið af kappi að því að
fullgera bátahöfnina í vestanverðri
höfninni við Grandagarð, gerð breið
uppfylling meðfram Grandagarði og
bryggjur austur af henni. — Verður
þeirri uppfylling haldið áfram alla
leið út í Effersey því meðfram
Grandagarði utanvið báta bátahöfn-
ina kemur athafnasvæði fyrir tog-
ara. Verbúðir eru reistar á Granda-
garði, sem eru þannig gerðar, að þær
eru um leið skjólgarður fyrir athafna
svæði bátahafnarinnar, svo stórbrim
nái ekki að spilla þar mannvirkjum
eða trufla verk manna.
I innstavíki bátahafnarinnar' reisir
Fiskimálanefnd haðfrystihús, en á-
kveðið er, að fisksölumiðstöð verði
rekin í sambandi við þetta, fyrir
neyslufisk handa bæjarbúum.
Lögð er mikil áhersla á, að hraða
framkvæmdum við bátahöfnina, svo
fiskibátum verði búin hin bestu skil
yrði í Reykjavíkurhöfn, og hægt
verði sem allra fyrst að fullgera tog-
arahöfnina í norðvestanverðri höfn-
inni.
Þó mikið hafi verið starfað að fram
förum Reykjavíkur það sem af er þess
ari öld, og skilyrði sjeu hjer orðin'
öll önnur á mörgum sviðum en fyrir
40 árum, er víst, að ekkert framtak
hefir verið happadrýgra og leitt af
sjer meiri blessun fyrir bæjarbúa, en
þegar í það var ráðist að gera úr vík
Ingólfs nýtísku höfn.
í upphafi voru bólvirki hafnarinn
ar 250 metrar á lengd, en eru nú