Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 12
12
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
— Minning Skúla
Fógeta
dapurlegur ömurleiki, yfir síðustu
æfiárum Skúla fógeta, og ekki mun
fráfall hans, hafa valdið neinni
hjóðarsorg. — En víst er uin það,
að ef hann hefði fallið frá, er hann
var uppá sitt be.sta, mn þær mundir
sem honum hafði auðnast, að ráða
niðurlögum „Höfmangara“. Myndi
enginn hafa grátið: „Annan meir.
en afreksmennið það“. — Á þeim
tíma, hefðu flestir verið fúsir að
segja: „Island hefir ei eignast son,
öflugri stoð nje betri en hann!“ —
En nú var Skúli orðinn gamall
maður og fátækur. Flestir jafnaldr-
ar hans og vinir voru dánir, en
skjaldborg frænda og tengdamanna
orðin þunnskipuð. Einnig virtist
mörgum þá í svipinn að minnsta
kosti; sem margt af nýunga fram-
kvæmdum hans og baráttumálum,
hefðu orðið harla þýðingarlítil. —•
Þannig segir sjera Jón 0. lljaltalín:
(faðir lljaltalín landlæknis):
Frh. af bls. 6.
„Skylduminning að gröf mikils hug-
rakks skörungs Skúla Magnússon-
ar“. (Lbs. 275 4to.) — Einnig
samdi Jón, latínudrápu, um Skúla
látinn: „Gloria ex amor Patriæ“.
Eru hjer.teknar nokkrar setningar
þaðan. (Þýtt eftir dönskum texta):
„-----Hinn sanni heiður vinst með
ást til föðurlandsins. Minstu Jiess-
ara orða, göngumaður; hver helst
sein þii ert, við þessa gröf er þú
sjerð, sem tilheyrir hinum í lifandi
lífi hágöfuga og víðfræga llr. Skúla
Magnússyni.------Með aðdáun skul
uð þið heyra og lesa um afrek hans.
Namróma skuluð þið viðurkenna, að
Skúla Magnússon ber að telja, ein-1
hvern mesta mann, sem lifað hefur
á íslandi. Samróma skuluð þið votta
að hann vegna ástar sinnar á ætt-
arlandinu, hefur verðskuldað Jietta
hrós.-----“ .
A kistu Skúla var letrað: „Hann
var í lífinu einn sá helsti merkis-
maður, stórum gáfum gæddur; elsk-
aði sitt föðurland, til hvors vel-
gengni hann sparaði hvorki fjör
nje fje“. Áf orðalaginu má ráða,
að Jón sýslum. Jakobsson, hafi sam
ið áletrun þessa. — Ekki er þess
getið, hvort Ólafur stiftamtmaður
hafi verið viðstaddur útförina.
Skylt er að veita því athygli, að
eigi voru þeir fáir, danskir heiðurs-
menn, sem skildu framfaraþrá
Skúla, og umbótaviðleitni, betur,
en flestir hinna leiðandi manna ís-
lendskra, og veitu honum drengi-
lega liðveislu velferðarmálum þjóð-
arinnar til framdráttar. Og í einu
Kaupmannahafnarblaði, árið 1795,
segir svo um Skúla látinn: „------
Hann var einn meðal hinna merk-
ustu manna og leitaðist við með
stakri elju og sannri föðurlands-
ást að verða ættlandi sínu að gagni.
Ilann er hniginn í valinn, en nafn
haus og orðstír mun æ lifa“. —•
Þó ókunnugt muni vera, hver er
Jiöfundur þessara hlýlegu sannyrða,
er ekki fráleit tilgáta að Jiað muni
hafa verið Eggerts baron, (d. 1812)
honum var til þess trúandi.
Lýsing Skúla.
Leitt er til þess að vit^, að engin
mynd skuli vera til af Skúla fógeta,
og lýsiugar af honum eru ekki einu
sinni allar samhljóða. En trúverðug-
asta, verður að telja, lýsingu Jóns
sýslum. Esphólín, enda er lítill vafi
á, að hann hefur þekt Skúla, þar
sem hann var orðinn sýslum. í Snæ-
fellsnessýslu, áður, en Skúli ljet af
landfógetastörfum. En auk þess átti
Esphólín greiðan aðgang af( góðum
upplýsingum um hann, frá föður
sínum Jóni sýslum. Jakobssyni.
Lýsir Esphólín Skúla Þannig: —
„Hann var hinn fjörugasti maður,
stórbrotinn og hugaður vel til hvers
sem að kom; þótti nokkuð svaða-
fenginn á hinum fyrri árum og
frekur við öl, og nokkuð harðdræg-
ur; voru þar umsagnir margar og
sumar sanuar; þótti honum gaman
af því hver sem einbeittur var í
góðu eða illu; hann var vel munað-
arleysingjum og kallaður raungóð-
ur; og var trúlyndur, heldur hár
meðalmaður rjettvaxinn og hömnds
bjartur, toginleitur og bólugrafinn,
(eftir bóluna) varaþykkur, dökk-
yegur, hraustur til heilsu; ekki var
hann mjög lærður maður, en skyn-
góður vel og djarfur, og þurfti lítt
fylgis annara“. — Væri gaman að
því, að íslendskir málarar gerðu
málverk at' Skúla, eftir því sem Jieir
hver um sig, hugsa sjer hann, í hin-
um ýmsu viðhorfupi í lífi hans.
Eftirþankar.
ÓNEITÁNLEGÁ hvílir nokkur
„lians umbrota hver eru not og
gróðit
Er það nema auðs útkast,
órósemi, þreyta, last?“
Áð sumu leyt var ekki svo óeðli-
legt að Skúli væri misskilinn, þó
hörmulegt væri það. Hann var um
flest svo langt á undan samtíð sinni,
svo almenningur átti örðugt með
að fylgja honum eftir í brautryðj-
enda störfum hans, bar margt til
þess, armóður og vesældómur þjóð-
arinnar, en einkum bagaði hann
vöntun á aðstoð hins prentaða orðs,
framkvæmdum hans og áhugamál-
úm til framdráttar til^ að fylkja
þjóðinni undir gunnfána haiis. — *
En okkur nútímamönnum ætti aft-
ur á móti, að vera vorkunnarlaust,
að átta okkur á því, hversu þýðing-
armikið lífsstarf Skúla fógeta var.
— Eða mun hann ekki eiga megin-
»
I