Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þáttinn í ]>ví, aíi hjer hýr nú: — „Stjórnfrjáls þjóð, með verslun eig- in búða?“ Börn Skúla fógeta. ÞAU IIJÓNIN Steinunn og Skúli, áttu 7 börn, sem öll náðu fullorð- insaldri og voru bæði gáfuð og mann vænleg. Ekki eru þó ættir komnar nema frá þrem dætrum þeirra. —< Ljetu þau hjón menta dætur sínar, betur en þá tíðkaðist fyrst og fremst í kvenlegum listum, en einnig lærðu þær bókleg fræði, þannig vour þær látnar læra bæði danska og þýska tungu. — Naumast er þó hægt að segja, að barnalán þeirra hjóna, væri mikið. Elstur var Jón landfógeti, f. 1738 og er hans áður getið. Guðrún (eldri) f. 1739. Giftist Jóni Snorrasyni sýslum. í Skaga- fjarðarsýslu. Ilann var gáfumað-^ ur og mentaður innanlands og utan, en lítill auðnumaður, drykkfeldur f)g óeirinn og ' ráðdeildarlítill og varð eigi langlífur. Varð Skúli að selja eitthvað af jarðeignum sín- um nyrðra, til að gjalda fyrir ó- ráðsíu hans. Bjó Guðrún fyrst eftir að hún varð ekkja, um nokkur ár á Stóru-Ökrum, en fluttist síðan til Viðeyjar. Barnlaus voru þau hjón. Björn, f. 1741. Var lærður bygg- ingarmeistari, settist að í Kaupm.h. og stundaði iðn sína, giftist danskri konu, en barnlaus voru þau. Enginn vafi er á þvi, að Skúli hefur ráðið því, að Björn nam þessa iðn, og hefur ætlast til að hann settist að hjer á landi, og notaði kunnáttu sína til að bæta húsakost lands- manna, sem var Skúla mjög hug- é leikið mál. Rannveig, f. 1742. Giftist Bjama; Pálssyni hinum fyrsta landlækni og lyfsala hjer á landi. Var hann sem kunnugt er, hinn mesti merkismað- ur, en ekki fjáraflamaður að sarna skapi, og er hann andaðist árið 1779, voru heimilisástæður hans svo bágbornar, að Skúli lýsti dán- arbúið gjaldþrota og tók að sjer skuldagreiðslur, varð það hoiíum æði kostnaðarsamt. Bjarni var greiðamaður hinn mesti og árferði örðugt, töluverð breyting hefur orð ið síðan, því nú ber ekki á öðru, en landlæknisembætti og lyfsala- staða, þyki hvort í sínu lagi, frem- ur álitleg störf, og líkleg til bjarg- álna afkomu. Margt manna er frá þeim hjónum komið, og má nefna tengdasyni þeirra, þá Svein lækni Pálsson og Vigfús sýslum. Thorar- ensen, og helst nafn Skúla fógeta, enn í þeim ættlegg. Guðrún (yngri) f. 1743. Giftist Jóni Arnórssyni sýslum. í Snæfells- nessýslu og Stapa-umboðsmanni. Var hann greiðamaður og gjafmild- ur með afbrygðum, og í hörmung- um Móðuharðindanna, þegar stór- hópar af allslausu fólki þyrptist vestUr á Snæfellsnes, ljetu þau hjón, engan synjandi frá sjer fara, og gáfu öðrum meðan þau máttu, eða meira en það. Ilefur þessa ein- staka örlætis á neyðartímum lítt verið minst. „Hefur margur fengið sögu fvrir minna“, sagði Sveinn Pálsson. Er auðfundið að Jóni Esphólín (systursyni Ól. Steph.) hefur fund- ist, að ekki færi alt að verðleikum, þar sem segir frá því, að fyrir hina miklu hjálpsemi sína og örlæti við fátækling, hafi konungur gefið Ó- lafi Stephensen: „Gullpening hinn mikla honum til vegs; en eigi seld- ist eins út hið sama öllum; hafði Jón Arnórsson í Ingjaldshóli sýslu- maður og þau Guðrún kona hans, dóttir Skvila, verið ærið hjálpsöm í þeim harðindum, en fór eigi jafn skipulega, 1 o*g söfnuðust skuldir stórar, og varð Skúla mikið mein að því, er hann vildi hjáljja reikn- ingum mágs síns.“ — Andaðist Jón blásnauður árið 1791 og mönn- uðust börn þeirra hjóna lítt sökixm fátæktar. 13 Oddný, f. 1748. Giftlst. frænda sínum, bróðursyni Skúla, sjera Ilall- grími íónssyni í Görðum á Akra- nesi. Börn áttu þau ekki. ITalldóra, var yngst þeirra barna, f. 1750. Giftist Ilallgrími Bachmann í Bjarnarhöfn, fjórðungslækni á Vesturlandi. Hann var dótturson- ur Benedikts lögmanns Þorsteinsson ar í Rauðuskriðu, sem nokkuð kom við sögu Skúla, á unglingsárum hans. Hallgrímur læknir var ann- álað karlmenni að burðum, en ó- eirinn, eru þar um sögur skráðar. (0. Clausen: Sögur af Snæfells- nesi). — Miklar ættir eru komnar frá Jóni syni þeirra, er prestur var í Miklholti og Klausturhólum. Faðir Reykjavíkur. SKÚLI FÓGETI, hafði frá upp- hafi hugsað „Innrjettingunum“ stað í Reykjavík. — Er þar ekki um neina tilviljun að ræða, eða eins. og sumir hafa haldið fram, að það hafi ráðið mestu þar um, hve skamt er milli Viðeyjar og Reykjavíkur. Ef það hefði vakað fyrir Skúla, var öllu hentugra fvrir hann, að verksmið'jurnar væru annaðhvort í Gufunesi eða Kleppi, sem hvoru- tveggja voru konungseignir, og íi þeim tíma að öllu eins hentugir staðir. Það er ljóst, að söguhelgi Reykjavíkur, sem bújörð hins fyrsta landnámsmanns, var meginatriðið. Þar vildi Skúli koma á fót hinum 1. íslendska iðnaðar- og verslunarbæ. — Er Reyk.javík þannig íslendsk- ust að uppruna af kaupstöðum landsins, því flestir hinir kaupstað- irnir, mynduðust utan um verslan- ir hinna útlendu kaupmanna, en Reykjavík bygðist, með iðnaðar- framkvæmdum Skúla fógeta, er hann því sá raunverulegi stofnandi Reykjavíkur-borgar. — En Jón Sig urðsson kom einnig hjer við sögu, því er hann f.jekk því til leiðar komið, að hið endurreista Alþingi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.