Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Síða 6
82 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Brúðkaupsveisla í Vest- mannaeyjum fyrir 60 drum / * Eítir Gísla J. Astþórsson Það mun nú orðið harla fátítt, að brúðkaupsveislur sitji 150 manns eða jafnvel fleiri. Frásögn þessi um brúðkaups- veislu í Vestmannaeyjum fyrir um 60 árum er bygð á sam- tali, er yireinarhöfundur átti við sjera Jes A. Gíslason, en hann man eftir þessum veislum í ungdæmi sínu, og sat meðal annars brúðkaup Hannesar lóðs Jónssonar í Vest- mannaeyjum. Hannes, sem sjötugur var gerður heiðurs- borgari í Vestmannaeyjum, andaðist fyrir nokkrum árum siðan. — 1 grein þessari er reynt að draga fram i sem fæst- um orðum einkenni þessara veislna og hinn kreddufulla alvörublœ, sem óneitanlega virðist hafa hvílt yfir þessum helstu mannfögnuðum eyjamanna, þrátt fyrir það, að „fast væri drukkið og mikið dansað“. Á ÖLLUM bæjum gægðust and- lit úr gluggunum. Niður við versl- unarhúsin og uppi undir Staka- gerði voru krakkar á ferli, bros- leitir og kátir krakkar og þó með einhvern einkennilegan eftirvænt- ingarglampa í augunum. Heima fyrir og úti við stundaði fólkið vinnu sína sem áður, og þó var eins og það lægi í loftinu, að það væri að bíða eftir einhverju og/ væri bæði óþrevjufult og hlakk- andi í senn. Svo var eins og ósýnilegrf blæju væri svift af fólkinu og húsunum og sjálfum björgunum í kring', stúlkurnar í gluggunum kinkuðu kolli og brostu og sneru sjer að þeim, sem inni sátu, og krakkarnir skríktu og hlupu á bak við kofana og inn milli húsanna og gægðust svo varlega og broshýr úr fylgsn- um sínum. En niður á milli hús- anna komu gangandi tveir prúð- búnir menn og fóru hægt og voru virðulegir og embættismannalegir á svipinn. Þar fóru hreppstjórarn- ir tveir og buðu til brúðkaups- veislu í Vestmannaeyjum. Segja má, að aðal mannfagnaðir eyjaskeggja fyrir rúmum sextíu árum síðan, hafi verið brúðkaups- veislur, enda mikið í þær borið á þeirra tíma mælikvarða, en lítið um skemtanir að öðru leyti. Undirbúningur var mikill. Voru veislurnar tíðast haldnar að hausti þegar slátrun var lokið, og veislu- gtestir þá sjaldan færri en 100 en oft hátt á annað hundrað. Fólks- fjöldi var þá í Vestmannaeyjum vart meiri en 450 manns og þann- ig ekki ósjaldan þriðja hverjum manni boðið. Veislustaðurinn var venjulegast þar sem nú heitir Kumbaldi. Voru þetta tvö hús, norður húsið fyrir þurran fisk en í því syðra geymd- ur djlautfiskur að vetrarlagi. Var allur fiskur kominn úr húsunum þegar veislan var haldin, hafði ver- ið sendur út í júlí eða ágúst og þá einkum til Spánar, en veislan var í nyðra húsinu. Undirbúningurinn. AÐAL framkvæmdámenn um allan undirbúning voru hrepp- stjórarnir tveir. Fengu þeir hjá brúðhjónunum lista yfir boðsgtest- in.a og fóru síðan„báðir út saman og buðu í veisluna. Var þetta að vonum mjög hátíðleg og spenn- andi stund, og voru stundum njósn arar á hælum þeirra, einkum krakk ar, til að sjá hvert farið væri og hverjui i óoðið. En a þessum hus- vitjunum sínum fóru hreppstjór- arnir með miklum hátíðleik, börðu sín kristilegu þrjú högg og höfðu smá formála fyrir erindi sínu. m mam' * Brúðkaupsdagurinn. OG SVO rann upp dagurinn langþráði. Veislugestirnir fóru snemma á fætur, klæddust spari- fötunum og hjeldu niður í veislu- sal kl. tíu um mdrguninn. Var þar drukkið kaffi með lummum, en þeir, sem vildu, fengu brennivín útí. Undir hádegi var haldið til kirkju og voru í þeim hóp aðeins boðs- gestir. Hjónavígslan var hátíðleg — löng og* íburðarmikil ræða hjá presti — en að henni lokinni hjelt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.