Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Page 8
84 ' ■ ^jqp LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
- S V I s s. -
HIÐ dimmbláa Bodenvatn, sem
skolar græriar fætur Alpanna,
skilur tvo hluta hinnar þýsku þjóð
ar, og er jafnframt takmörk milli
örbirgðar annars vegar og velfarn-
aðar hins vegar.
Öðrum megin vatnsins búa þegn
ar þriðja þýska ríkisins. Æsku-
mennirnir þar hafa verið drepnir
eða limlestir, o^ borgirnar lagðar
í auðn. Nú er landið hernumið.
Nútíðin er þjáning og framtðin
vonlaus.
Hinum megin búa norður-Sviss-
ar, sem einnig eru Þjóðverjar, tala
þýsku og hafa mörg erfðaeinkenni
Þjóðverja. En þeir hafa lifað í friði
í hundrað ár. Þar er almenn vel-
megun. Og það sem best er .,þeir
eru frjálsir menn undir frjálsum
himni“:
Af hverju stafar þessi mikli
munur?
Fyrir sex hundruð árum áttu
Svissar um tvær leiðir að velja.
Þeir völdu veginn til lýðræðis. Og
síðan hafa þeir aldrei farið út af
þeirri braut.
Nýlega var je^ viðstaddur þar
sem svissneska lýðræðið birtist
mjer eins og það er. í staðnum
Appenzell átti fram að fara hin
árlega kosning undir berum himni.
Torg staðarins hafði verið afgirt
og fengu þar ekki inn að ganga
aðrir cn þeir. sem höfðu kosning-
arrjctt. Utan við girðingriana stóðu
allir aðrir til að horfa á og læra.
Öðrum megin á torginu var ræðu-
pallur. Á borðinu lá gömul biblía
og tvö stór sverð. Allir kjörmenn-
irnir voru með svcrð við lilið til
merkis um að þeir væru fúsir til
að berjast ^yrir lýðræðið.
Hinn fráfarandi ‘fylkisstjóri gaf
ýtarlega skýrslu um störf sín árið
sem leið cg hvernig íje skattgreið-
Síðari grein
enda hefði verið varið. Margar
fyrirspurnir voru gerðar og hann
reyndi að svara þeim eins vel og
unt var. Síðan heldu frambjóðend-
ur ræður sínar og drógu sig svo
í hlje, en kosning fór fram með
handaupprjettingu. Engin læti. —
Þetta var næstum eins og fundur
í bankaráði. Maður fann, að þetta
fólk. sem gaf sjer tíma til þess að
hugsa um hagsmuni ríkisins, var
ríkið sjálft. Til er líka svissneskur
málsháttur, sem segir: ,-Vjer er-
um ríkið“. Hver einasti maður veit
það, að hann ber ábyrgð á stjórn-
inni.
Árið 1891 voru í Sviss samþykt
lög um frumkvæði og endursam-
þykt. Með frumkvæði er átt við
það að sendinefndir geta lagt fram
lagafrumvarp á þingi, ef 50.000
kjósendur hafa skrifað undir það.
Með endursamþykt er átt við það,
að lög frá þinginu skuli borin
undir þjóðaratkvæði, ef 30.000
kjósendur óska þess. Á þessu
tvennu byg^ist öryggi svissneska
lýðræðisins.
Þeir, sem sömdu stjórnarskrá
Bandaríkjanna, þorði ekki að gefa
þjóðinni svona mikið íhlutunarvald
Þeir sögðu að það yrði skrílræði og
þeir voru sannfærðir um, að af því
mundi liljótast misjöfn löggjöf, þar
sem eignarjetli væri miðboðið og
hlutdeild minni hlutans algerlega
fyrir borð bofin. Nokkrir svissnesk
ir stjórnmálamenn vantreystu þjóð
inni á sama hátt, cn hrakspár
þcirra hafa ekki ræst. Kjörmanna-
ráðin Iiafa verið færari um þaó cn
uokkurt lög^jaíarþing, að hindra
íramgang óhugsaðra og ótímabærra
laga. Eftir fyrra heimsstríðið var
Sviss í mikilli fjárþröng eins og
flest önnur lönd. Þá var stungið
upp á því, að leggja á hátekjuskatt
í eitt skifti. Skattur þessi hefði að-
eins komið niður á 6 mönnum af
hverju þúsundi mahna, en þrátt
fyrir það var þessi tillaga feld með
yfirgnæfandi meirihlust (7 : 1)
þegar hún var borin undir þjóðina.
Svissneska löggjafarþingið, sam-
bandsþingið er í tveimur deildum.
Gagnstætt því sem er í Ameríku,
hafa þeir aldrei viljað leggja mik-
il völd í hendur eins manns. For-
setinn þar hefir ekkert neitunar-
vald. Það er hjá þjóðinni sjálfri.
Forsetinn er ábyrgur gaghvart
sambandsþinginu. Skift er um for-
seta á hverju ári, og verða hinir,
sjö ráðherrar forsetar eftir röð.
Þess vegna getur það komið fyrir,
að góður og gegn svissneskur borg-
ari muni það ekki í svipinn hver
forsetinn er, þótt hann geti talið
nöfn allra ráðherranna.
Flokkum er þannig skipað í Sviss,
að öðrum megin er hinn kaþólski
íhaldsflokkur, en hinum megin
jafnaðarmenn. Á milli þeirra er
hinn frjálslyndi sjálfstæðisflokk-
ur, og hann hefir um mörg ár ver-
ið langstærstur.
Fleiri blöð eru geíin út í Sviss
en í flestum öðrum löndum, þegar
miðað er við fólksfjölda. Með til-
styrk þeirra vaka kjósendur kost-
gæflega yfir þingmönnum sínum
og embættismönnum að þeir geri
það sem þeim ber að gera. Og
hvort sem það er nú fyrir þetta,
eða fyrir meðfæddan heiðarleik,
þá kemur það’ örsjaldan fyrir að
embættismcnn misbeiti stöðu sinni.
Svissar eyða ekki miklu fje í
kösningar og áróður. Það er. mælt
að stærsta framlag sern nokkur