Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
87
\
unni, sem notuð er í hvert skifti,
sem augnaaðgerð fer fram.
Nú eru 33 sjúkrahús í Banda-
ríkjunum í þessum samtökum. Og
nú þurfa blindir menn sjaldan að
bíða lengi eftir lækningu. Hundr-
uðum saman hafa menn fengið
sjónina aftur.
Maður nokkur hafði verið blind
ur í 17 ár, en fekk nú sjónina
aftur með hornhimnubót. Nokkru
seinna kom hann til læknisins og
var þá heldur en ekki upp með
sjer. Hann kvaðst hafa g'efið sig
fram sem sjálfboðaliða í hernum,
og staðist sjónprófið þar með á-
gætum.
Annar maður hafði verið blind-
ur í 22 ár. Bráðin feiti hafði farið
í augun á honum, þegar hann var
barn. Hann hafði verið í blindra-
skólum, lært blindraletur og var
farinn að sætta sig við örlög sín.
En svo rakst móðir hans á aug-
lýsingu frá „augnabankanum“.
Og þá fór hún rakleitt með hann
til augnlæknisins. „Hann hefir nú
fengið sjónina aftur“. segir hún,
„og það er að þakka auga úr ó-
kendum manni. En jeg vildi bara
að sá hinn sami gæti sjeð son
minn núna er hann ekur flutn-
ingabíl í umferðarbendu New
York“. '
Svo er sagan um unga stúlku,
sem lagði niður starf sitt til þess
að vinna í hergagnaverksmiðju.
Þar varð hún fyrir slysi og misti
sjón á-báðum augum. „Við frjett-
um um hornhimnulækningarnar,
en okkur þótti það svo ótrúlegt,
að við væntum ekki neins af því“,
segir systur hennar. „En samt
ljetum við gera tilraun. Og syst-
ir mín fekk sjónina aftur og gæti
nú vel tekið við sínu fyrra starfi,
ef hún víldi, en hún ætlar að gift-
ast hermanni, sem er nýkominn
heim“.
Fyrir skömmu varð læknir
nokkur að tilkynna ungum manni,
að nýfætt barn hans væri dáið.
Læknirinn reyndi að hugga mann-
inn, sem best hann gat, en hinn
ungi og sorgbitni faðir sagði: „Jeg
hefi lesið um það, að læknana
vanti augu til þess að geta læknað
þá sem blindir eru. Væri ekki
hægt að nota augu barnsins míns
til þess að gefa einhverjum sjón-
ina aftur?“ Boðinu var tekið með
þökkum. Hraðboði frá Rauða
krossinum var sendur með augu
barnsins til „Augnabankans“. Dag
inn eftir voru þau send þaðan sitt
í hvort sjúkrahús. Annað augað
varð til þess að gefa sýn fátækum
verkamanni. sem átti fyrir fjölda
barna að sjá. Hitt augað gaf ungri
móður sýn, en hún hafði slasast
við prímussprengingu. Þannig
varð hugsunarsemi hins unga föð-
urs til blessunar fyrir þessi tvö.
Og, litla barnið, sem lifði að eins
stutta stund, hafði ekki til einkis
fæðst.
Stundum kemur það líka fyrir
að fullorðnir hjálpa börnum á
þennan hátt. Roskinn maður lenti
í bílslysi og skaddaðist annað aug-
að svo mikið, að taka varð það úr
honum. En þótt merkilegt megi
virðast var hornhimnan óskemd.
Og með henni var læknað ársgam
|lt barn, sem mundi hafa lifað alla
sína ævi í myrkri, ef það hefði
fæðst fyrir 80—100 árum.
Ung hjúkrunarkona tók augn-
veiki, sem er þannig að bólga
kemur í hornhimnuna og veldur
algerri blindu. Hún var send til
augnlæknis og hann skar upp
augun og setti á þau nýa horn-
himnu. Stúlkunni batnaði og síð-
an gerðist hún aðs^toðarstúlka hjá
þessum augnlækni. Nú vildi svo
til, að þangað kom ungur læknir
frá Kanada, sem var að missa sjón
ina. Má vera að það hafi verið
vegna þess hvað sjúkdómsein-
kenni þeirra voru lík* að hjúkrun-
arkonan lagði sjerstaka stund á
að hjálpa þessum unga lækni.
Hann fjekk sjónina aftur og þeg-
ar hann var albata, giftust þau og
eiga nú heima í Kanada, tvær
gæfusamar manneskjur, sem
mundu hafa lifað í myrkri, ef þau
hefðu ekki notið hinna nýu augn-
lækninga.
Slíkar sögur sem þær, sem hjer
hafa verið sagðar. munu nú ger-
ast daglega, því að nú er augn-
lækningin ekki einskorðuð við
New York. Samtökin til að lækna
blinda ná nú um öll Bandaríkin
og ganga undir nafninu „The Eye
Bank for Sight Rerstoration Inc“.
Stjórn þessa augnabanka skipa
nafnfrægir augnlæknar og ýmsir
mikilsmetnir menn. Jafnframt því
sem augnabankinn starfar fyrir
fjölda sjúkrahúsa, safnar hann fje
til þess að styrkja efnilega lækna
að fullkoma sig í augnauppskurði
og skiftum á hornhimnu á aug-
um. Uppskurðurinn er ekki hættu
legur, en við hann þarf mjög
mikla nákvæmni, og í Bandaríkj-
unum eru ekki nema tuttugu lækn
ar, sefn geta gert hann.
Þá hefir og stjórn bankans með
höndum rannsóknir og tilraunir
um það að geyma hornhimnur ó-
skemdar um langan tíma. En nú
er það svo, að auga, sem bank-
inn hefir fengið að gjöf, er
ekki hægt að geyma óskemt nema
í nokkra daga.
Þeir menn, sem hafa svo göfug-
an Hugsunarhátt, að þeir arfleiða
„augnabankann" að augum sín-
um, skapa meðbræðrum sínum
farsæld og „líkna þeim, sem ljósið
þrá, en lifa % skugga“. Fátt eitt
mundu menn geta látið eftir sig,
sem færi eftirlifandi meðbræðrum
meiri blessun.
(Lois Mattox Miller í Readers
Digest).
i