Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Side 2
14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Mööruvellir í Hörgárdal um aldamót — skólinn, íbúöarhúsiö, kirkjdn gríski. Engin afturhaldsstjórn og eng ar kyrrstöðu-ráðstafanir fá varnað því, að lífið taki sífelldum breyting- um, einkum að utanverðu. En breyt- ingar gerast misjafnlega skjótt. Það er einkenni íslendinga sögu um ævi vora, sem nú gerumst hárir og aldr- aðir, að aldrei hefur menningarlest þjóðar vorrar íarið eins hart, svo- kallað viðreisnarlið hennar, aldrei borið eins hratt yfir og á síðustu ára tugum. Reynslan hefur leitt í ljós, að sum aldamóta skáld vor hafa verið furðu berdreymin um framfarir þjóð- ar vorrar. Auðdraumar og gull-draum ar Einars Benediktssonar hafa ekki síst rætst á stórkostlegan hátt. Höfuð- borg vor er, sem haon sá og spáði, orðin „stór og rik“, skip vor tyafa stórum stækkað og kraftaverklega f jölgað. Ef einhver hefði birt spágrein í blöðunum aldamótaárið 1900 og full- yrt þar, að árið 1947 ættum vjer allan þann hinn mikla hafskipa- og báta- flota, er vjer eigum nú, hefði sá hinn sami, að líkindum, verið talinn geggj- aður, og hvert blað, er prenta ljet í dálkum sínum þvílikar tölur, verið heímskað fyrir að ljá slíku brjálæði rúm. Eða myndi marga um síðustu aldamót hafa grunað það, að fyrir miðja öldina, myndi flogið á klukku- stund milli Akureyrar og höfuðstað- ar vors? Sumir draumar Þorsteins Erlings- sonar hafa einnig að nokkru rætst. ÞA er jeg var ný-fermdur, var jeg eitt sinn á gönguför með ungum Möðruvellingi, hinum mesta efnis- og hæfileikamanni sem nú er löngu látinn. Jeg hefi aldrei getað gleymt því, með hvílíkri hrifni hann þrá-þuldi loka-erindið í hinu rót- tæka kvæði, er kallast „Örlög guð- anna“, þar sem skáldið spáir svo: i „Kóngar að síðustu komast í mát og keisarar náblæjum falda, og guðirnir reka sinn brothætta bát á blindsker í hafdjúpi alda“. Að vísu eru enn til bæði guðir og kóngar. En hinum voldugustu keisur- um hefur verið steypt af stalli með því líku veraldarharki og blóði solln- um ódæmum, að heyrst hefur í hvert kot og hvern afkima jarðar. En hvað var á unnið? í stað hinna kórónuðu keisara hafa komið ókóranaðir ein- valdar, sem síst hafa verið mýkri nje mildari en þeir, sem fengu að erfðum ríki sitt og völd. Munu og flestir sam- mála um, að eitt stórveldið, að minnsta kosti, hafi lítt grætt á afnámi keisaradóms. Og úr því að jeg er far- inn að minnast á breytingar, er gerst hafa um ævi vor, aldurhniginna ís- lendinga, fæ jeg ekki varist að drepa á aðra breyting. Vjer, sem vorum ungir um seinustu aldamót, trúðum á frelsið, á málfrelsi, mannfrelsi, ein- staklingsfrelsi. Að vísu þykist einhver stjórnmálaflokkur berjast fyrir auknu frelsi, hafa frelsi á stefnuskrá sinni og skildi. Og játa ber, að bættum efna hag fylgir aukið frelsi, meira svig- rúm, vaxandi geta, fleiri færi á að lifa eftir eðli sínu, löngun og hug — það er að segja, ef menn eru f jár síns ráð- andi. — En jeg hygg, að hjá því íari ekki, að oss, mörgum aldamótamönn- um, sýnist ískyggilega kenna skorts á umburðarlyndi, er stjórnmálaskoöan- ir eiga í hlut. Slíks hefur raunar löng • um kennt með þjóð vorri, er virðist helst hneigð til ofsa og öfga. En of-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.