Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 2
442 LESBOK MORGUNBLAÐSINS bænum en annars staðar. — íbúar Reykjavíkur voru þá um 1000 og hver sem gat, hafði kú, því að þá voru ekki mjólkurbúðirnar, eins og nú er. Margir áttu líka hesta. Fjósin og hesthúsin voru höfð sem næst íbúðar- húsunum og mykju og hrossataði var mokað út á hauga, alveg eins og tíð- kast hefur í sveitum. Einn slíkan mykjuhaug átti D. Thomsen og var hann á fiskireit hans við Hafnar- stræti. Út af þessum mykjuhaug urðu mikil málaferli og vöktu meira umtal í bænum þá heldur en jafnvel stór- tíðindi gera nú. Thomsen skipaö að flytja hauginn Þegar Vilhjálmur Finsen varð bæj- arfógeti hjer, var honum mjög um- hugað að kippa í lag ýmsu því er á- bótavant var, og einkum vildi hann koma á meiri þrifnaði í bænum. Því var það að hann ritaði Thomsen brjef hinn 8. mars 1854 og sagði hon- um að hann yrði að flytja mykju- haug þennan brott fyrir 1. maí og til- kynna sjer jafnframt hvar hann ætl- aði að hafa mykju sína framvegis. Thomsen brást reiður við og skrif- aði bæjarfógeta 16. s. m. langt brjef Segir hann þar frá því, að fyrir mörg um árum hafi mykjuhaugur sinn ver- ið fyrir framan Sivertsenshús, skamt frá læknum, en Trampe greifa hafi þótt ósæmilegt að hafa hann þar svo nærri brúnni fyrir neðan Stiptamt- mannshúsið, og þess vegna kvaðst hann hafa flutt hauginn á sinn kostn- að. Síðan kvaðst hann hafa spurst fyrir um það hjá bæjarfógeta, hvort lögreglan hefði nokkuð á móti því að hann hefði hauginn framvegis á stakk stæði sínu. Kristján Kristjánsson, bæjarfógeti, hefði þá komið og litið á staðinn, og ekkert haft á móti þessu og síðan hefði haugurinn verið þama við StrandgÖtuna, en 36 álnir og 11 þumlunga frá götunni. Að vísu hefði konan, sem hirti kýrnar þá um vetur- inn, látíð hauginn ganga lengra upp á stakkstæðið en hann hefði óskað. „Þegar þjer bentuð mjer á þetta, ljet jeg undir eins færa hauginn nær sjónum, og ljetuð þjer I ljós ánægju út af því. Haugur minn er lengra frá götu en nokkur annar mykjuhaugur, og af- rennsli frá honum fer allt í sjóinn, en afrennsli frá öllum öðrum haugum verður að fara í göturæsin, og sums staðar þvert yfir götuna“. Síðan getur hann þess, að sjer sje ekki unnt að verða við fyrirmælunum og flytja hauginn burt fyrir 1. maí. Hestar sje þá enn svo horaðir, að þeir sje ekki verkfærir, enga menn sje hægt að fá til starfsins, þvi að allir sje bundnir við vertíðina, og auk þess muni haugurinn varla vera orðinn þíður um það leyti. Tekið dýpra i árinni Þegar hjer var komið umsnýst brjef ritarinn og snýr sjer nú beint að bæj- arfógetanum sjálfum. Mun þetta svar við valdsmanns fyrirskipan vera ein- stætt í sinni röð vegna þess hve fruntalega það er samið. Hann segir: „Gjarna hefði jeg orðið við kröfu yðar ef hún hefði verið viturleg og sanngjörn, en af því sem nú er talið getið þjer sjeð hvað skipun yðar er heimskuleg, þar sem ekki er hægt að framkvæma hana. Mykjuhaugur minn er ekki bænum til lýta, en ætti jeg að telja upp alla þá mykjuhauga, sem eru bænum til lýta, og eru inni í bænum, þá yrði það of langt mál. Jeg ætla því að eins að benda á þann haug, sem jeg tel verst- an af öllum, sem sje haug Bierings, bæjarfulltrúa, þar sem kúahlandið rennur þráfaldlega þvert yfir aðal- götu bæjarins, svo að maður þarf að vera í vaðstígvjelum til þess að kom- ast yfir hana. Og það er einmitt í þennan haug, sem þjer flytjið daglega kúamykju yðar. Vona jeg að þjer firtist ekki við mig þegar þjer hafið bent mjer á flís- ina í mínu auga, þótt jeg bendi yður á bjálkann í yðar eigin auga. Hvað viðvíkur þeirri spurningu yð- ar hvar jeg ætli að láta skít minn eft- ir 1. maí, þá verð jeg því miður að lýsa yfir því, að þessu get jeg ekki svarað, þrátt fyrir besta vilja, því að þetta er allt undir því komið hvar jeg verð þá. Stundum skil jeg hann eftir á Bústöðum og stundum í Ár- túnum, en allt af þar sem jeg er staddur þegar þörfin kallar. En sje bæjarfógetanum mjög í mun að fá að vita þetta, skal jeg gjarna skrifa það niður hjá mjer og gefa yður síðan skýrslu um það, því einkis óska jeg fremur en lifa í sátt og samlyndi við yður. Það er sameiginleg skylda okkar að sjá um fegrun bæjarins, og því vil jeg ráða yður að koma heldur með skyn- samlega uppástungu í bæjarstjórn um það, hvernig hægt sje að koma burtu hinum verstu mykjuhaugum, heldur en að koma fram á þennan hátt, því að það vill nú svo illa til, að verstu mykjuhaugarnir eru eign yðar, Th. Jónassens justitsráðs, Bierings bæjar- fulltrúa og mín. Það gæti vel verið að Þjóðólfur kæmist að þessu og segði frá því, og það væri til skammar fyrir bæjarstjórnina“. Hógvært svar Finsen bæjarfógeti svaraði þessu brjefi kurteislega og hógværlega hinn 23. mars. Hann viðurkennir að ástæð- ur þær, er Thomsen færði fyrir því, að hann gæti ekki flutt hauginn fyrir 1. maí, sje á rökum reistar, og fram- lengir því frestinn til 20. maí.' En að lokum segir hann: „Með tilliti til hinna ótilhlýðilegu og móðgandi orða í brjefi yðar, hefi jeg fundið ástæðu til þess að skrifa stiptamtinu þar um“. Og svo endurtekur hann að hann vilji fá vitneskju um hvar Thomsen ætli framvegis að hafa haug sinn „hvort sem um nautamykju eða hrossatað er að ræða“. Mykjuhaugar í Miðbœnum Nú leið og beið fram til 1. maí. Þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.