Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 10
450 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gísli! Elskulegi Gísli! Gísli minn! Hvað verður af Gísla? Er Gísli allt af umkringdur af englasöng og orgelspili? Ætlar Gísli aldrei að finna mig? í höndum sterkum hamarinn af hetjumóði reiðir og lætur orgelsönginn sinn í sálmi þreyta leiðir svo marga rak í rogastans með ráðalausu hvísli svo allt fór þá til andskotans af undrun. — Það var Gísli. Komdu nú bráðum. Þinn Ben. Gröndal. Hjer er vikið að því að Gísli var mjög söngelskur og gefinn fyrir hljóð færaslátt. Átti hann ýmis hljóðfæri, bæði gömul og ný og ljek á þau. Var hann áhugasamur liðsmaður beirra bræðra Jónasar og Helga Helgasona og bæði í söngfjelaginu Hörpu og Lúðrafjelagi Reykjavíkur. En einkermilegista og veigamesta brjefið frá Gröndal er hið svonefnda „Stormkvæði og strompkvæði“. Gisli haíði sett upp stromp á húsi Grön- dals, en strompurinn fauk í stórviðri aðfaranótt 28. janúar 1900 og dag- inn eftir orkti Gröndal kvæðið og sendi Gísla. Byrjar það á teikningu af húsþaki Gröndals og strompinum, sem er að fjúka, og er teikningin gerð með rauðkrít og blákrít. Svo kemur kvæðið, skrifað með svörtu og rauðu bleki og birtist það hjer. Það sem er skáletrað var skrifað með rauðu bleki.:' Nií er ilt að inna ókjör harma minna þá er ráða þinna þolinmóður að bíða, *) Kvæði þetta er prentað í „Dag- rún“, kvæðakveri Gröndals, sem kom út 1906, en orðamunur er nokkur. biða betri tiða — stormurinn rauk strompurinn fauk fyrir hörku hríða. Oft mjer hefur amað enn þó lítið framað lund og gleði lamað leiðu Schous af koti, fullu af mör og floti stormurinn rauk strompurinn fauk beinu lá við broti. Úti í Árna garði er nú strompurinn harði fyr en firða varði ílestu má nú una, þaut í þaki duna stormurinn rauk strompurinn fauk beint hann varö að bruna. Hvað mun Árni segja? hvort mun kaupmanns freyja9 nú í drotni deyja? Dottinn er nú strompur! kaf um allar kompur! Stormurinn rauk strompurinn fauk skemdar allar skvompur. Haf mig nú í huga! hjer má ekkert duga nema bönd sem buga blásturs ofsa-krafta sterkt með haunkum hafta — stormurinn rauk strompurinn fauk — þungt er það aö kjafta. Biskup mun oss bráðum bjarga vel með ráðum um stiga biskup báðum brátt hann hjálpa vildi þá í harðri hildi; stormurinn rauk strompurinn fauk mikil er biskups mildi. ★ Harminn minn í hljóði hyl jeg nú í óði við þig, Gísli góði gæddur meistara höndum beint frá listar löndum: Sormurinn rauk, strompurinn faulc Gísla braust úr böndum. Auðvitað hjálpaði Gísli og gerði við strompinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.