Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 4
444 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS sjer ekki nógu velviljaður og ekkert gagn í honum. Tók rjetturinn þetta til greina og úrskurðaði Magnús frá vörn. Tilkynnti Thomsen þá að hann ætlaði sjálfur að verja málið. Samt var honum skipaður nýr verjandi, Lassen sýslumaður. Daginn eftir lagði Thomsen fram í rjettinum mótmæli gegn skipun sækjandans og krafðist úrskurðar. — Ástæður hans voru þær, að sækjandi væri mægður við háyfirdómarann (þeir voru svilar), væri ólögfróður og auk þess skrifari forseta rjettarins. Dómurinn neitaði að taka kröfu hans til greina, því að stiptamtinu hefði verið allt þetta kunnugt er það skip- aði sækjandann. Enn var það hinn 4. september að Thomsen kom með mótmæli og heimt aði það nú, að háyfirdómarinn viki úr rjettinum vegna mægða hans við sækjanda. Þórður Sveinbjörnsson há- yfirdómari neitaði algerlega að víkja, og rjetturinn taldi að þessi vensl væri ekki slík, að krafan yrði tekin til greina, enda gæti sækjandi ekki haft neinn hag af því hvernig dómur felli. Hálfum mánuði síðar mótmælti Thomsen því að yfirrjetturinn tæki málið til meðferðar nema því að eins að sjer gæfist kostur á að semja varn arskjal og leggja fram málsskjöl, sem hann hefði í sínum vörslum og enginn annar vissi um. Þetta var tekið til greina, og skal svo ekki lengra út í það farið. Þessara atvika er að eins getið til að sýna hvað Thomsen var harðvítugur málafylgjumaður. Geta má þess að sækjandi krafðist þess að Thomsen yrði sektaður fyrir að hafa sagt í varnarskjali í undir- rjetti, að það hefði verið af „Chik- ane“ að bæjarfógetinn skipaði sjer að flytja mykjuhauginn burtu, — en sú krafa var ekki tekin til greina. Dómur yfirrjettar Landsyfirrjetturinn kvað upp svo- látandi dóm í málinu 13. nóv. „Hinn stefndi D. Thomsen kaup- maður skal sýkn vera af lagasóknum sækjanda í þessu máli. Allur kostnað- ur málsins sje greiddur úr almennum sjóði“. í forsendum dómsins segir: „Eins og það hlýtur á eina hlið að álítast sem vist og sannað af vitnisburði ýmissa manna hjer í bænum, er fram komið hafa við undirrjettinn, að á- kærða hafi verið ómögulegt að vera búinn að flytja mykjuna burt 1. maí, af þeim ástæðum, sem hann nefndi, þannig vantar á hinn bóginn, gegn neitun hans, sönnun fyrir því, að hann hafi fengið brjef bæjarfógetans frá 23. mars. En þar af leiðir að á- kærða verður að dæma sýknan“. Fyrir hcestarjetti % Hvorki bæjarfógeti nje Stiptamt- maður mun hafa gert sig ánægðan með þennan dóm og var honum því áfrýjað til hæstarjettar. Þar fell dómur 13. apríl 1855 og var hann á þessa leið: „Máli þessu er frá vísað“. Hæstirjettur mun hafa litið svo á, segir í „Nýjum Fjelagsritum“, að Ditlev Thomsen hefði ekki gert það fyrir sjer, er varðað gæti svo mikilli fjársekt, að sækja mætti málið í hæstarjett. Þessi urðu þá úrslit „mykjuhaugs- málsins". Thomsen stóð uppi sigri hrósandi, en röggsemi íslenskra yfir- valda beið alvarlegan hnekki. Þótt málið væri jafnan kallað „mykjuhaugsmálið", þá snerist það ekki um mykjuhaug Thomsens, held- ur óhlýðni hans við fyrirmæli ytir- valds. En úrslit þess hafa sennilega orðið til þess að mykjuhaugar áttu griðastað innan bæjar lengi á eftir, jafnvel nokkuð fram yfir aldamót. ácjrenLóliócjLLrinFi Þráin mig á Þingvöll dró, þar hef eg fundið líf og yl í fjeim bláa bjarta skóg er breiðist yfir hvamm og gil. ó, sú fegurö, auga manns, hjer andar líf frá hverri grein. á könglum blikar bruma fans á blööum glitrar döggin hrein Litlir fuglar grein af grein glaöir fljúga, i þessum reit; sumarljóöin syngja hrein um sœlla líf en nokkur veit. Gagn er þegar góöir menn grceöa upp móðurlandsins skaut; ræktun lands, og lýös í senn lyftir þjóö á frama braut. Eg hefi frjett um ófögnuö er illa á þínum greinum tróö. ÞaÖ var aö særa sjálfan guö, og sviviröing viö land og þjóö. ÞaÖ sem frænda-þjóð oss gaf þakklát, kæra fóstra min, höggva þjcr nú áköf af óforsjáhi börnin þín. Gróöa von þá gafst ei nóg glcepahneigöum villilýö, þá var aö höggva upp þennan skóg, Þingvöllunum rista niö. Alt er falt fyrir aura gnægö engin helgi á vorri jörö; daprast sýn um dáð og frægö duglítilli manna hjörö. Magnús á Vöglum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.