Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 16
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^-iaércifok MEIÐYRÐI Einu sinni kærði Einar Hákonarson hattamakari Þorstein Eyolfsson á Meln- um fyrir það, að hann hefði kallað sig „helvítis gikk“ og ,,fant í folíó“. Þor- steinn varð að borga sekt. — Annar var sektaður fyrir það að hann hafði sagt við faktor Leigh, er siðar varð brennivinsbruggari í Kaupmannahöfn: „Skítt með þig og kanselliráðið" En kanselliráðið var lögreglustjórinn sjálf ur, Uistrup bæjarfógeti (1828—36). STROKUFANGAR Það var altítt hjer fyrrum að fangar stryki úr hegningarhúsinu í Reykjavík. Þegar þeir náðust aftur voru þeir látn- ir hafa sjerstakan búning, treyju með hvítum ermum. — Einn fanganna hjet Hannes Grímsson og þótti sjerstaklega viðsjárverður. Hann hafði ásamt öðrum fanga brotist inn í búð, strokið síðan, stolið aftur og náðst. Var hann því færður í þennan búning, en auk þess fest bjalla á höfuð hans til þess að heyrast skyldi í honum ef hann hlyp- ist brott. Ekki er þess getið hvernig bjalian var fest. GUÐMUNDUR „FJÓSARAUÐUR" var böðull í Kjósar- og Gullbringu- sýslu eftir aldamótin 1800. Fyrir böð- ulsstarfið fekk hann rífleg laun: Fyrir að leggja á 10—15 vandarhögg 1 rd. silfurs, fyrir 16—30 högg 1 rd. 48 sk., íyrir 2x27 högg 2 rd., fyrir 3x27 högg 3 rd. og fyrir kagstrýking 5 rd. Kona Guðmundar hjet Margrjet og var köll- uð „Manga með augað“. Þau bjuggu í Suðurbæ (vestast í Vonarstræti) og þótti það eitthvert óþrifalegasta bælið í bænum (rifið um 1860). Þegar vatns- og brauðrefsing kom í stað hýðingar 1838, var virðingu Guðmundar lokið að mestu; gerðist hann þá sótari og sal- crnahreinsari. Guðmundur var í hátíð- legu tali nefndur „Carnifex" (latneska nafnirvu á böðli) og þótti honum það virðulégt naín. ÞÚ VEIST EKKI-------- Þá er Hildur Bogadóttir, kona Bjarna amtmanns Thorarensen, hafði alið Boga son þeirra hjóna, kom Bjarni inn til hennar, tók við sveininum af Ijósmóðurinni og hafði orð á því að pilturinn væri efnilegtir. — Samsinti Hildur því, en sagði um leið: „Þú veist nú ekki hvort þú átt hann“. Við þetta brá amtmanni svo, að hann fekk Ijós- móðurinni barnið og gekk út þegjandi. SÍMON DALASKÁLD fól 600 krónur í Silfrastaðafjalli í Skagafirði, en fann þær ckki aftur, þegar hann ætlaði að taka til þeirra. Einu sinni sást hann ganga þrjá daga samfleytt fram og aftur um sama blett- inn í fjallinu, og var hann þá að leita að peningum sínum. Símon var einhver hinn siðasti maður hjer á landi, sem hefur grafið peninga sína í jörð, svo að sögur fari af (Skagfirsk sögn). LJÓSM. MBL: ÓL. K. MAGNÚSSON. SÍLDVEIÐUNUM í Hvalfirði er nú lokið að sinni. Um 170 skip tóku þátt í þeim þegar flest var. Alls veiddust um 1 milijón og 100,000 mál. Oft var mikil þröng skipa hjer í höfninni þegar veiðarnar stóðu sem hæst, eins og sjá má á þessari mynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.