Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Qupperneq 13
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 453 „Demanta? Hvað ætlarðu að gera við demanta?“ spurði prestur. „Jeg vil verða óstjómlega auðugur." „Jæja, farðu þá og hafðu upp á demöntunum. Það er ekki um anna'3 að gera. Leitaðu þangað til þú finnur þá, og þá áttu þá.“ „En jeg veit ekki hvar jeg á að leita." „Ef þú finnur á, sem rennur á hvít- um sandi milli hárra fjalla, þá eru demantar þar í sandinum.“ „Jeg fer að leita,“ sagði Ali Kafed. Svo seldi hann búgarð sinn, bað ná- granna sinn fyrir fjölskyldu sína, og lagði svo á stað að leita demanta. Hann byrjaði leitina þegar og helt svo áfram vestur í Palestínu og til Evrópu. Að lokum hafði hann eytt hverjum eyri. Hann gekk í tötrum og sjúkur af hungri. Hann var þá í Barcelona og hann stóð þar á ströndinni er flóðið kom inn um Njörvasund. Og þá fleygði hann sjer í sjóinn örvilnaður og sökk þar og hefur ekki skotið upp síðan. Maðurinn, sem keypti jarðeign Ali Hafed, fór einu sinni með úlfalda sinn út að læk í garðinum til þess að brynna honum. Á meðan úlfaldinn var að drekka, sá hann eitthvað glitra á lækjarbotninum. Hann seildist eftir því. Þetta var svartur steinn en með auga, sem glóði í öllum litum regn- bogans. Hann fór með steininn inn og lagði hann upp á hyllu og gleymdi ho.i um þar. Nú er það nokkru seinna, að þarna bar aftur að garði gamla prestinn, sem hafði heimsótt Ali Hafed. Um leið og hann kom inn úr dyrunum mætti honum geisli frá arinhvllunni Prestur rauk þangað og hrópaði: „Hjer er þá demant. Er Ali Hafed kominn heim?“ „Ónei,“ sagði bóndinn. „Ali Hafed hefur ekki komið aftur og þetta er ekki demant. Það er ekki annað en steinn, sem jeg fann hjerna í lækn- um“. „Jeg þekki demanta," sagði prestur. „Og jeg fullvissa þig um það, að þetta er demant“. Svo ruku þeir báðir út að læknum og fóru að grafa með höndunum í mjúkan sandinn í lækjarfarveginum. Og hvernig fór! Þarna fundu þeir fleiri demanta og stærri en þann fyrsta. „Þannig uppgötvaðist demantanám- an hjá Colconda", sagði fylgdarmaður minn, „merkilegasta demantanáman : sögu mannkynsins, merkilegii en Kimberleynáman. Iieðan ðru frægustu demantarnir svo sem Kohinoor og Or- loff, sem er stærsti demant í heimi og er í kórónu Rússakeisara. Ef Ali Hafed hefði haldið kyrru fyrir heima og leitað að demöntum þar, hefði hann haft fullar hendur þeirra, í stað þess að lenda í sulti og volæði og fremja seinast sjálfsmorð. Hvar sem grafið var í landi hans, fundust gimsteinar, sem nú prýða kórónur konunga“. Þegar Arabinn minn hafði dregið þessa ályktun af sögunni, þóttist jeg skilja hvers vegna hann segði hana aðeins bestu vinum sínum. Hann gaf þannig í skyn það sem hann vildi ekki segja með bcrum orðum, „að hann þekti ungan mann, sem væri að flækj- ast í Mesopotamíu, en honum væri nær að vera heima hjá sjer í Ameríku.“ Jeg ljet ekki á neinu bera að jeg skild' þetta, en jeg sagði, að saga hans minti mig á aðra sögu, og hún er þannig: —o— ÞAÐ var einu sinni bóndi, sem átti bú • garð í Kaliforníu. Honum barst það til eyrna, að gull hefði fundist syðst í Kaliforníu. Hann seldi því Sutter herforingja jörð sína og lagði á stað suður á bóginn. Þetta var 1847. Hann kom aldrei aftur. En Sutter kom sjer upp vatnsmyllu og notaði læk, sem rann um landareignina. — Nokkrum dögum seinna kom lítil dótt ir hans heim með lúkurnar fullar af sandi, sem hún hafði tekið úr læknum. Hún gerði sjer það til gamans að láta sandinn renna í gegn um greipar sjer, og var að leika sjer að þessu fyric framan arininn. Gestur, sem þar var staddur, sá þá glitra í sandinum í fyrstu gullkomin, sem fundust í Kaii forníu. Bóndinn, sem seldi jörðina, fór að leita að gulli. Hann hefði getað fengið nóg af því heima hjá sjer. — Þrjátíu og átta miljónir dollara í gulii hafa verið grafnar upp vr jörðinni hans. — En þó er bctri sagan, rem gerðist * Fennsylvar.íu. — Bóndi nckkur þar ákvaö að selja jörðina sína. En fyrst vildi hann þó tryggja sjer atvinnu hjá bróður sínum, sem stundaði olíuvinslu í Kanada, en þar fundust fyrstu stein- olíunámurnar í Ameríku. Bóndi skrif- aði bróCur sínum, en fekk þetta svar- „Jeg get ekki ráðið þig í vinnu, vegna þess að þú þekkir ekkert til olíu- vinslu“. „Þá er best að jeg afli mjer upplýs- inga,“ sagði bóndi og svo settist hann við. Hann byrjaði á byrjuninni, öðr- um degi sköpunarverksins, þegar guð hafði þakið jörðina gróðri. Þessi gróð- ur fell og safnaðist í hauga og varð að kolum. Hann las og las um það, hvernig þetta gerðist og hvernig stein olía myndaðist jafnharðan í jarðlögun um. Hann kynti sjer hvernig á því stóð, að olían leitaði upp á yfirborðið, og hvernig væri hægt að dæla henni hvernig hún var á litinn og bragðið og hvernig hægt væri að hreinsa hana. Svo skrifaði hann bróður sínum: „Nú hef jeg aflað mjer allrar þekkingar, sem hægt er, viðvíkjandi olíu.“ Bróðir hans svaraði: „Það er ágætt. Komdu“. Og bóndinn seldi búgarð sinn fyrir 833 dollara. Eitt af fyrstu verkum nýja eigand- ans var að fá góðan brynningarstað fyrir nautgripi sína. Hann komst þá að raun um, að fyrri bóndinn hafði fyrir mörgum árum stíflað dálítið dý, sem var við bæjarlækinn og veitt af- renslinu úr því annað', vegna þess að það var svo vond lykt af því, að eng- in skepna vildi drekka úr læknum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.