Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 541 Járnsteypa stofnuð í júnímánuði 1905 var Járnsteypu- fjelagið stofnað. Var Gísli aðal hvatr maður þess og hluthafi. Forstjórnin var fengin Sigurgeir bróður hans, sen. þá var nýkominn frá Danmörk eftir tveggja ára nám hjá Burmeister & Wain. Varð Gísli þar enn brautrvðj- andi því að þetta er fyrsta járnsteyp- an á íslandi. Um svipað leyti, eða þó nokkru fyr, hafði Gísii stofnað járnverslun, og var Kjartan Gunnlaugsson, síðar kaupmaður, fyrir hcnni fyrst í stað, eða þangað til hann varð meðstofn- andi að versluninni Helgi Magnússon & Co. Stórhýsi bygt Árið 1906 keypti Gísli lóð af Sig- urði í Steinhúsinu, eins og hann var kallaður. Steinhúsið var niður við sjó þar sem Norðurstígurinn er nú. og fyrir ofan það reisti Gísli tvílyft hús fyrir vjelsmiðju sína og var það kall- að stórhýsi á þeim dögum. Tvennt er í frásögur færandi um þetta hús: Það var annað hvort fyrsta, eða með fyrstu húsum hjer í Reykjavík, sem gert var úr steinsteypu, og það var fyrsta húsið með innlendum járn- gluggum, steyptum í Járnsteypunni. Þetta hús stendur enn og er nú einn hluti af hinni miklu byggingu h.f. Hamars. Eftir því sem Gísli fjölgaði vjelum hjá sjer, færðist atvinnurekstur hans í aukana. Mun hann hafa notið vin- áttu Gröndals í því, að Þorsteinn Egils son bróðir hans, sem þá var umboðs- maður fyrir enska togara, ljet prenta (á ensku) eftirfarandi auglýsingu, sem hafnsögumaður í Reykjavík af- henti hverjum enskum togaraskip- stjóra: — Þegar breskir togarar koma til Reykjavíkur og þurfa á viðgerð að halda, annað hvort á skipi eða vjel- um, þá mun handhafi þessa brjefs, hinn löggilti hafnsögumaður Reykja- víkur, fylgja skipstjóranum til Gísla Finnssonar, járnsmiðs, sem hefur meiri reynslu í þeim efnum og betri áhöld heldur en nokkur annar maður í Reykjavík.------ Fyrir þetta náði Gísli viðskiptum við alla enska togara og varð honum það að miklu liði. En brjefið sýnir enn hvílíkt álit Gísli hefur þá haft á sjer. Um þessar mundir voru og fyrstu íslensku togararnir að koma og þurftu þeir þá einnig á vjelsmiðjunni að halda. Oft var Gísli fenginn til þess að gera við skip, sem laskast höfðu — Var þá ekki um annað að gera en leggja skipunum upp í fjöru og sæta sjávarföllum við vinnuna. Muna sjálf- sagt margir gamlir Reykvíkingar eft- ir því, að stundum mátti kalla að skip lægi við skip í allri fjörunni vestan við steinbryggjuna. — Meðal annara skipa, sem Gísli tók þá upp í fjöru og gerði við, var skipið ,,Modesta“ sem ctrandaði hjá Eatterínu 6. febr. 1902. Er það sennilega stærsta skipið. sem lagt var þar til viðgerðar. Þetta var áður en „Slippurinn“ kom. Kennari j sinni iðn Ungir menn sóttust eítir því að komast að smíðanámi hjá Gísla. Fafði hann og stundum 4—6 menn, begar atvinnan fór að aukast. Sagði Jón heitinn Pálsson bankafjehirðir svo um hann í grein 1941: „Meðan Gísli var búsettur hjer í höfuðstaðnum, rak hann iðn sína af kappi miklu og forsjá, enda var vinna hans eftirsótt mjög og því meir sem um vandasamari verk var að ræða og erfiðara fyrir aðra að inna af hendi, svo að með ágætum mætti telja: iðn- nema hafði hann oft marga er að loknu námi þóttu bera af öðrum að dugnaði og kunnáttu; höfðu þeir mikl ar mætur á honum sem kennara, góð- um húsbónda og hollráðum vini“. Meðal nemanda hans var Þörsteinn Jónsson, járnsmiður, faðir Bjarna, er stofnaði Vjelsmiðjuna Hjeðinn. I Verður að selja Það var kappsmál Gísla að afla sjer sem flestra og fullkomnastra vjela, En þær voru dýrar og þegar hann sá að hann mundi ekki geta risið undir því að reka vjelsmiðjuna nýu og búa hana út eins og hann langaði til, afrjeð hann að selja. Var þá stofnað (1918) h.f. Hamar og keypti það vjelsmiðjuna. Má því segja að bæði beinlínis og ó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.