Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 3
LESBÖK IvIORGUNBLAÐSINS 443 sendir Thomsen bæjarfógeta lista yfir þá mykjuhauga, sem sje í Miðbænum og telur eigendur þeirra þessa: Trampe, stiptamtmann. Þórð Jónasson, forseta bæjarstj. Biering, bæjarfulltrúa (og bæjar- fógetan sjálfan). Björn Gunnlaugsson, yfirkennara. Jens Sigurðsson, kennara. Th. Jónsson.' C. O. Robb, kaupmann. Hannes St. Johnsen, kaupmann. W. Fischer, verslunarstjóra. Sigurð Benediktsson, verslunarstj. A. Randrup, lyfsala. Frú Zoega. Frú Bugge. Guðrúnu ekkjufrú í Lækjarkoti. Allir þessir haugar eru í Miðbæn- um og til meiri og minni óþrifnaðar, segir hann, en enginn af eigendum þeirra hefir fengið skipun um að flytja sinn haug burtu fyrir 1. maí, og þó hafa mykjuhaugar þeirra Th. Jónassonar, B. Gunnlaugssonar, Hannesar St. Johnsen og Bierings ekkert frárennsli nema þvert út á göturnar. Það er heldur ekki nein lög- reglusamþykkt fyrir Reykjavík, er krefjist þess að menn flytji mykju- hauga sína fyrir 1. maí.---- Það var nú alls ekki rjett hjá Thomsen að honum einum hefði verið skipað að flytja á brott mykjuhaug sinn. Fleiri fengu tilkynningu um það samtímis frá bæjarfógeta. En þessi mykjuhaugaskrá er allfróðleg, því að hún gefur nokkra hugmynd um það hvernig umhörfs hefur verið í bæn- um og hvernig þrifnaður og andrúms- loft hefur verið í Miðbænum, þegar þarna bættist svo við fýlan af úldnu slori i fjörunni. Með þvi að athuga listann getur maður líka sjeð nokkurn veginn, hvar þessir mykjuhaugar voru niður komnir. Þeir eru 14 tals- ins og svo mykjuhaugur Thomsens sá fimmtándi. Auk þess voru haugar víðar inni í portum eða svo afskektir að þeir gátu ekki talist á almanna- færi. Miðbærinn er ekki stór, og það er nærri augljóst á þessari upptaln- ingu, að mykjuhaugamir hafa sett sinn svip á hann. Mál höfðað Hinn 31. maí voru lögregluþjón- arnir If. Henriksen og Þorsteinn Bjarnason sendir af bæjarfógeta til þess að athuga hvort Thomsen væri byrjaður að flytja mykjuhauginn. — Gáfu þeir þá skýrslu að haugurinn væri enn óhreyfður. Var þá að tilhlutan stiftamtmanns höfðað mál fyrir lögreglurjetti Gull- bringu- og Kjósarsýslu gegn Thom- sen fyrir óhlýðni við yfirvaldsboð. Thomsen vikið úr bæjarstjórn Thomsen átti um þessar mundir sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. En þar sem nú var höfðað sakamál gegn honum, var það talið ótilhlýðilegt að hann væri bæjarfulltrúi, og úrskurð- aði bæjarfógeti og aðrir bæjarfulltrú- ar að hann yrði að víkja úr bæjar- stjórn meðan á rannsókn málsins stæði. Þetta gerðist hinn 13. júní 1854 og haíði slíkur atburður ekki gerst í sögu bæjarstjórnar áður. Síðan hefur það að eins einu sinni komið fyrir, að bæjarfulltrúa væri vikið. Þá var það Jón landritari, og gerðist það 25 árum síðar en þetta var. Thomsen sýknaður Baumann sýslumaður fekk mál Thomsens til meðferðar og helt Thom sen uppi vörn fyrir sig sjálfur. Hann lagði meðal annars fram vottorð frá mörgum málsmetandi mönnum í Reykjavík um það að þeir teldu það útilokað að hann hefði getað flutt hauginn fyrir 1. maí, af þeim ástæð- um, er hann hafði sjálfur tekið fram í brjeíi sínu til bæjarfógeta. Á hinn bóginn neitaði Thomsen því harðlega að hann hefði fengið brjef það, er bæjarfógeti skrifaði honum 23. mars, þar sem fresturinn var framlengdur til 20. maí. Þá lagði Thomsen og fram yfirlýs- ingu frá Sveini Jónssyni í Þverárkoti, þar sem Sveinn lýsir yfir því að hann hafi lofað, svo fremi að sjer væri það mögulegt, „að flytja burtu einhvern tíma í sumar nokkuð af mykjuhaug þeim, sem Thomsen hefur á lóð sinni í Reykjavík. Átti þetta af minni hálfu að vera greiðsla á hagagöngu í Ár- hólmunum, fyrir nokkrar kindur sem jeg á“. (Thomsen átti þá Elliðaárnar, Ártún og Bústaði og sjest hjer að hann hefur hagnýtt landið milli ánna með því að selja þar hagagöngu). Dómur fell í ..iálinu 19. júlí og var á þessa leið: „Ditlev Thomsen, hinn stefndi kaupmaður í Reykjavík, skal í máli þessu frjáls vera af lagasóknun lögreglustjórnarinnar, um það er hon um var stefnt um óhlýðni við skipun lögreglustjórans, en að öðru leyti sje málinu frá vísað“. Fyrir yfirrjclti Málinu var aí hálfu stiptamtmanns áfrýjað til landsyíirrjettar. Var Pjet- ur Guðjohnsen organisti skipaður sækjandi málsins, en sjera Magnús Grímsson verjandi. Lagði Magnús fram vörn í málinu 14. ágúst og segir þar m.a.: Það má virða ákærða til vorkunnar þótt honum íyndist skipun lögreglu- stjórans nokkuð undarleg, úr því að allir aðrir mykjuhaugar, eða nærri allir, máttu liggja í friði, og á þeim stöðum sem ákærða að minnsta kosti fannst eins mikil óprýði og óþrifn- aður að í bænum og ?ínum. t— Það er \ og aðgætandi að ákærði er að nokkru leyti búinn að uppfylla skipun lög- reglustjórans, þar sem hann hefur samið við mann að flytja hauginn burtu í sumar, og að óðru leyti lagað hann á ýmsa vegu, svo minna bæri á honum og hann liti þetur út. — — En Thomsen lagði fram hörð mót- mæli gegn því að Magnús væri verj- andi sinn, vegna þess að hann væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.