Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK morgunblaðsins 447 erfiðasta og viðkvæmasta hlutverk, sem stjórnmálamenn og þjóðir hafa tekið upp hjá sjer að leysa. Vjer skulum hafa hugfast, að það eru ekki nema fá ár, síðan byrjað var á því. Vjer gerðum nokkra samn- inga á hernaðartímum. Þar er svo á- kveðið að komið skuli á alþjóðabanda lagi, en allt er þar mjög laust í reip- unum, að eins undirstöðuatriði. Og hvernig er þá umhorfs þegar vjer ætlum að fara að koma þessum fyrirætlunum í framkvæmd? Þá er svo ástatt, að engin stórþjóðin, sem að þessu stendur er viðbúin að leggja fram alla sína krafta til þess. í Kína er hver höndin upp á móti annari. Enn er ekki til nein ábyrg stjórn, sem komið getur fram fyrir hönd alls Indlands. Arabisku þjóðirn ar eru sundraðar í mörg smá ríki. Engin stjórn er í Þýskalandi. — í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Portugal og víðast hvar í Mið-Evrópu og Balk- an, eru nýar stjórnir, hvergi nærri fastar í sessi. Breska heimsveldið stendur á tíma- mótum stórkostlegrar nýsköpunar. Rússland er nýtt ríki, eins og vjer vitum. Bandaríkin eru nýtt stórveldi. En það eru menn frá stjórnum þess- ara ríkja, sem eiga að gera fyrstu friðarskipan heimsins og alþjóða- bandalag og flestir þessir menn eru óvanir alþjóða samstarfi og stjórn- málum. Það er nauðsynlegt að gera sjer grein fyrir því hve óhemju vanda- samt er það verk, sem þeir hafa tekið að sjer. Að eins með því móti er hægt að leysa það og koma í veg fyrir óbætanleg mistök. Vjer erum nú staddir á þeim tíma- rnótum, þar sem allt mannkyn er fremur sameinað í þjáningu, heldur en í samstarfi fyrir alþjóðaheill. Vjer erum í vandræðum með aö finna grundvöll fyrir alþjóðasamstarfi til varnar friði, rjettlæti og velferð mannkynsins. Og allsherjarfriður er ekki nærri enn. Á sex árum tókst Hitler að steypa gjörvöllum heimi í stríð. Ekki vantar samtökin þegar um styrjaldir er að ræða! Vjer verðum einnig að hafa hug- fast að margir hafa tilhneigingu til þess að vilja koma á einni allsherjar- stjórn og allsherjarlögum fyrir heim- inn. Þetta er versti þröskuldur fyrir friði. Þr j vcrður sífelt óánægja og i..-icití'.r cf einhver reynir að j ong/a sínu stjórnarfari upp á allan heiminn. ★ VERA MÁ, að einhvern tíma reki að því að allar þjóðir heims safnist sam- an undir einni stjórnarskrá. — En skyldi það einhverntíma takast þá mega menn vera vissir um, að það verður ekki nein af þeim stjórnar- skrám, sem nú eru í gildi. Þegar sameiginleg alheims menn- ing er fengin, þá mun hún staðfesta grundvallaratriði um rjettlæti og mannrjettindi. En þau grundvallar- atriði verða í öllu, bæði í framsetn- ingu og framkvæmd, önnur en þau, sem nú gilda hjá nokkru sjerstöku þjóðfjelagi. Þegar heimurinn hefur sameinast lýtur hann ekki stefnuskrá kommún- ista, ekki jafnaðarmanna, ekki auð- valdsins, ekki lýðræðismanna. Það verður heimur, sem lýtur öllurn þess- um stefnum í sameiningu. Ef varanlegur friður á að verða, þarf heimurinn að vera sameinaður, en þó ekki samsteypt heild. — Það verður að vera heimur þar sem allar skoðanir eru viðurkendar og friðhelg- ar, hversu sundurleitar, sem þær eru. Vjer verðum að minnast þess að vjer erum ekki guðir. Vjer erum að eins menn. Þess vegna þarf enginn að halda að hann geti skapað einn heim eftir sínu höfði. Og ef S.þ. setur sjer það ekki sem aðal markmið, að gera öllum skoðunum og stefnum jafn hátt undir höfði, þá er alheims styrjöld vís. Þetta markmið felur það í sjer, að engin þjóð nje þjóðasamsteypa, má reyna að troða lífskoðunum sínum upp á aðra. Og það hefur tvöfalda þýðingu. Þegar engin þjóð reynir að troða lífsskoðun sinni upp á aðra, þá er hver þjóð frjáls að því að taka þá lífskoðun, sem henni sýnist. Ætli ein- hver þjóð að brjóta í bág við þetta, þá sje allar þjóðir skyldar til þess að snúast gegn henni. í heiminum eru og hlýtur að verða mörg og ólík þjóðmenning. Ef Norð- urálfan, Rússland, Kína, Indland, Arabaálfan, Norður-Ameríka og Suð- ur-Ameríka eiga að vera í bandalagi framvegis, þá verða þær fyrst að við- urkenna þann sannleika, að góðir vin- ir eru góðir nágrannar. Vegna þess hvað þjóðhættir eru margbreytilegir, þá er ekki hægt að bræða þá saman og steypa upp úr þeim eina heimsheild. En þjóðirnar geta bundist samtök- um, myndað lauslegt samveldi. Og al- heimsfriður helst, þegar þeir, sem mest hafa völdin, kunna að halda öllum völdum í skefjum, sínum eigin völdum líka, og viðurkenna og láta í friði skoðanir og Jífsvenjur annara. íW MARS Lœgöu gjólu Ijúfa sól, líka njólu skugga, kysstu fjólu klömbrað ból, kalinn hól og glugga. Ldttu tsa-landi að Ijósa-áísir fljúga, svo þœr lýsi láðið það lengi ísar þrúga. BENEDIKT EINARSSON, Miðengi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.