Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS T ........ 1 =■ i 449 kaupmanns Felixsonar. Byrjuðu þau búskap sinn uppi á lofti í litla húsinu á Smiðjustíg, fyrir ofan hús dr. Helga Pjeturss. Þar lá stígur fyrir framan, og handan við hann, gegnt húsinu, var lítil smiðja, og er stígurinn enn í dag kendur við hana, þótt hún sje horfin fyrir löngu. Þessa smiðju tók Gísli á leigu og hóf þar sjálfstæðan atvinnurekstur. En lítið var þá bæði um smíðaefni og smíðatól. Eftir árið fluttust þau af Smiðju- stígnum, að Vesturgötu 53. Konan átti einhvern hlut í þvi húsi. Þarna setti Gísli upp smiðju og keypti sjer nú rennibekk, hinn fyrsta er til lands- ins hafði flust. Var það lítill bekkur, stiginn með fæti; en það var þó mikill munur að vinna í honum eða með höndunum. Upp frá því var Gísla það mest í mun að afla sjer vjela og sem bestra áhalda við atvinnureksturinn. Liðu og ekki nema nokkur ár þangað til hann keypti sjer stærri rennibekk, 14 feta langan og ,,Dan“-hreyfil til þess að knýja með rennibekkina báða. Mun það vera fyrsti landhreyfiPinn, sem kom hingað til lands, og er hann víst enn við líði. En með þessu var stofnuð hin fyrsta vjelsmiðja á íslandi, og varð Gísli brautryðjandi á því sviði. Smíðaði öngla Fyrstu árin sem Gísli hafði smiðju sína, vann hann nokkuð fyrir þilskipa'' útgerðina. Tengdafaðir hans, Eyþór Felixson, átti þrjár skútur og smUaði Gísli meðal annars alla öngla handa þeirri útgerð og fyrir fleiri —■ þús- undir öngla. Þegar börnin voru komin dálítið á legg, voru þau látin fága önglana, því að þeir áttu að vera gló- andi fagrir, og var það fremur lið- ljettingaverk en fullorðinna karl- manna að fást við það dútl. Þegar önglarnir höfðu verið fágaðir, var steypt á þá glóandi mynd af síld, því að undir því þótti veiðihæfni öngl- anna komin. Auk þess smíðaði Gísli svo allt, sem hann var beðinn um, bæði af nágrönnum sínum og öðrum. Hann keypti nú húsið Vesturgötu 38 af H. Th. A. Thomsen. — Reif hann allt innan úr húsinu niðri svo að þar voru tvær stofur. 1 annari hafði hann vjelsmiðju, en eldsmiðju í hinni. Vinur Benedikts Gröndals Þegar Gísli flutti í Vesturbæinn varð hann nágranni Benedikts Gröndals skálds og tókst brátt með þeim besta vinátta, sem helst meðan Gröndal lifði Var Grön- dal vanur að leita til Gísla um allt sem aflaga fór. Sendi hann Gísla þá ýmist ljóðabrjef, eða kort með mynd- um. Á eitt kortið voru teiknaðar tvær myndir, sín til hvorrar handar. Var önnur af ofnhlif, en hin af einhverju furðudýri, sem mest líktist kol- krabba, með arnarfót, en armainir eru tengur og hamrar. Á milli mynd- anna var skrifað þetta eina orð: Gísli! Ekkert annað. En Gísli vissi að nú þurfti að gera eitthvað fyrir Grön- dal og reyndist það rjett. Ofnhlífin var biluð og þurfti viðgerðar. Öðru sinni fekk Gísli þetta brjef, sem byrjar með neyðarkalli:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.