Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Side 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 455 SPÁDÓMA- BÓK SIGURÐUR Helgason tónskáld. sem heima á í Blaine í Bandaríkjunum, hefur verið svo hugulsamur að senda mjer fróðlega bók um spádóma, eftir Wing Anderson. Bókin heitir Prop- hetic Years 1947—53; og er þar ann- ars margt annað um spádóma og um marga. En á þessum árum segir spá- maðurinn að stórtíðinda sje að vænta, upphafs nýrrar aldar, að því er mjer skilst. Mjer þykir altaf dálítið gaman að spádómum, þrátt fyrir þá miklu galla sem á þeim eru. Og er þar eitt, og að vísu mjög verulegt atriði að í rauninni eru það ekki tíðindi ókomna tímans sem verið er að segja af. Er þar frægasta dæmið Opinberunarbók biblíunnar. Því að þar er vissulega ekki verið að segja fyrir framtíð jarð- ar vorrar, heldur tíðindi af einhverri annarri jörð, þar sem ekki hafði tekist að sigrast á helstefnunni. Hygg jeg, að hverjum geti orðið þetta ljóst sem les ritgerð þá í Framnýal, er heitir: Opinberun, Völuspá og stjörnulíffræði. Enn allar eiga þessar spár sammerkt í því, að segja má að vanti í þær náttúrufræðina. Skilningurinn á hin- um tveim stefnum framvindunnar er hann grundvöllinn að Temple háskóla, sem hafði útskrifað 150.000 r.emendur þegar Conwell fell frá. Hann kom líka á fót Samaritan-spítalanum, þar sem hundruð þúsunda manna hafa fengið læknishjálp fyrir litla borgun. Hann varð 82 ára gamall og starf- aði óslitið fram í andlátið. Hann ljest 6. desember 1925. ekki til og vegna þess verða allar spár um aldaskifti mjög ófullkomnar. I bók þessari sem tónskáldið sendi mjer, er sögð fyrir 3. heimsstyrjöld, og svo þúsund ára ríkið á eftir. En ef þetta væri rjett, mundi það verða að skilja þannig, að umskiftin frá helstefnu til lífstefnu hefðu ekki tekist. Því að þar, sem þau umskifti eru orðin, er ekki um neitt þúsundáraríki að ræða. Þar er ekki hrapað niður aftur til hel- stefnu, batinn heldur áfram að eilífu. Vonandi er það falsspá, að 3. heims- styrjöldin sje í vændum. Mjer virðast býsna litlar líkur til að rjett yrði við úr því, ef ein heimsstyrjöldin ætti að ganga yíir enn. Ráðið til að komast á rjetta leið, er samband við fullkomnari mannkyn á öðrum jarðstjörnum alheimsins. — Ekkert annað er til sem duga mundi. En sambandið það mundi þýða, að brátt yrði hjer á jörðu fullkomnara mannkyn en nú er. í staðinn fyrir homo sapiens (mannveru skynsemi gædda), mundi koma homo sapientior (mannveran betur skynsemi gædd). Og þá mundum vjer fá hjer uppi á Esjunni, þar sem gott landrými er, það hús sem um tíma gæti orðið fræg- asta húsið á þessari jörð, nokkurs- konar Hliðskjálf, stöð til sambands við lífið á stjörnunum. Mundi þá verða hægt að sjá fyrir tíðindi framtíðar- innar á miklu fullkomnari hátt en hingað til og breyta, þar sem þurfa þætti, aðdragandanum svo að það sem drægi til, kæmi þó ekki fram, þegar sjeð væri að önnur viðburðarás væri heppilegri. Helqi Pjeturss. Í( V V Drýgið rjómann Ef rjóminn yöar er of lítill fyrir- feröar, þegar þjer hafiö þeytt hann, þá skuliö þjer taka eggjahvítu, þeyta hana og hrœra saman við rjómann. Rjómabragöiö breytist ekkert viö þetta. «>--------—---------------------«> Barnahjal Beta litla hafði eignast bróður og þótti auðvitað ákaflega vænt um hann. En jafnframt varð hún fyrir þeirri sorg, að kenslukonan hennar dó. Einhverju sinni tók mamma eftir því að Beta stóð við vöggu litla bróður síns og var að hvísla að honum. — Hverju ertu að hvísla að honum litla bróður þínum? spurði hún. — Af því að hann kom frá guði þá var jeg að spyrja hann hvort hann hafi ekki mætt kenslukon- unni á leiðinni. Eiríkur litli hafði lengi nauðað á mömmu sinni að gefa sjer sund- buxur. Og svo gaf mamma honum sundbuxur og hann fór heldur hreykinn í Sundhöllina, én kom aftur með buxurnar þurar. — Hvað er þetta? spurði mamma. Hvers vegna fórstu ekki í buxurnar. — Jeg þurfti þess ekki, það voru bara stelpur í lauginni. Það var á stríðsárunum í Nor- egi. Kennari var að segja börnum frá pínu og dauða frelsarans og þau komust öll við en eitt sagði: — Var þá ekki til neinn góður maður, sem vildi hjálpa Jesú yfir landamærin til Svíþjóðar? Siggi sagði frá því í skólanum, að bráðum ætti að fjölga heima hjá sjer. — Það er gaman, sagði kennar- inn. Og hvort viltu nú heldur að það verði bróðir eða systir? — Mjer er alveg sama, sagði Siggi, bara að það verði ekki frænka, því að jeg á nóg af þeim. Lítil stúlka segir frá því í skól- anum að hún hafi eignast litla systur. Þá segir önnur að hún muni bráðum eignast bróður. — Hvernig veistu að það verð- ur bróðir? spurði kennarinn. — Jú, í fyrra hvíldi mamma sig oft og þá eignaðist jeg systur, en nú hefur pabbi hvílt sig oft, og þá verður það bróðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.