Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
445
ER MANNKYNIÐ AÐ FARAST
- EÐA RJETTIR ÞAÐ VIÐ?
MÖNNUM vcrður tíðrætt um yíir-
vofandi styrjöld og kjarnorkusprengj-
urnar. Sumir spá því, að mannkynið
muni farast í kjarnorkustyrjöld. Og
ekki hefur útlitið batnað upp á síð-
kastið, því að nú eru fundnar miklu
hættulegri hernaðaraðferðir. Kjarn-
orkan er senn úr sögunni, sem hættu-
legt vopn. Hún víkur fyrir öðru, sem
er mörgum sinnum hættulegra —
sýklahernaðinum.
Hjer birtast tvær greinar um á-
standið í heiminum eins og það er nú.
Önnur lýsir því hver voði er búinn
öllu mannkyni, en hin er eins og ofur-
lítill ljósgeisli í því svartnættismyrkri,
sem grúfir yfir þjóðunum. Önnur er
um tortimingu, hin um viðreisn. Og
máskc hafa nú uppgötvanir mann-
anna komist á það stig að þeim blöskri
að beita þeim, og heimurinn muni því
rjetta við.
HÆTTULEGRA EN KJARNORKAN
VÍSINDAMENN, sem starfa fyrir
Sameinuðu þjóðirnar, hafa nú lýst
yfir því, að hættulegra vopn en kjarn-
orkan sje komið — sýklarnir. Einn
þessara vásindamanna segir: ,,Hver
einasta þjóð getur beitt þeim vopn-
um, eins og nú er komið. Jeg hefi
horft á þau með eigin augum. Eitt
vopnið er ofurlítil flaska, en innihald
hennar getur drepið helming alls
mannkyns".
Samband vísindatnanna hefur skor-
áð á S.þ. að taka sýklahernaðinn þeg-
ar til athugunar. Og Ignacy Zlotowski,
fulltrúi Pólverja í kjarnorkunefnd S.
þ. hefur lagt það til að bönnuð verði
notkun sýkla í hernaði.
Hvernig stendur á þessum ótta?
Því verður best svarað með orðum
d.. G. Brðck Chrisholm, aðalritara
alþjóða heilbrigðismála-stofnunar-
innar. Hann segir: ,,Það cr mikill efi
á þvi hvort meginþorri mannkynsins
verður lifandi eftir nokkur ár. Svo
alvarlegar eru horfurnar. Engin ein-
asta þjóð getur komið neinum vörnum
við í sýklahernaði. Smáþjóðir geta ráð
ið niðurlögum stórþjóða. Engin tak-
mörk eru fyrir manndrápum, — alla
íbúa heillar heimsálfu er hægt að
drepa á nokkrum klukkustundum
með hinni nýu drápsaðferð".
í hverju er þá sýklahernaður fólg-
inn? Hvernig stendur á .því að hann
cr hættulegri cn eiturgas og kjarn-
orka?
Þetta liggur i þvi að hægt er að
strá banvænum sóttkveikjum yfir
stór svæði, annað hvort með flug-
vjelum, eða skcytum. Það cr hægt að
eitra matvæli og vatnsból. Þannig er
hægt að sýkja íbúa heilla stórborga á
svipstundu. Einn einasti maður, t.d.
malari, getur strádrepið heila þjóð
með því að setja sýkla í mjölið.
Það má sjá það á því með hverjum
ílughraða kóleran barst út í Egypta-
landi nýlega, hvað sýklar berast ört
yfir. Til eru sagnir um drepsóttir á
miðöldum, sem fóru eins og logi yfir
akur um alla Norðurálfu. Og mörgum
er enn í fersku minni „spanska veik-
in“, sem geisaði að lokum íyrri heims
styrjaldar.
En nú eru íundin ráð til þess að
stemma stigu fyrir*þessum umferða-
pestum. Sýklarnir, sem þeim valda,
eru því ekki svo skaðlegir að hægt
sje að nota þá í hernaði. En þrátt fyr-
ir það er talið að vísindin hafi nú yfir
að ráða 33 tegundum sýkla, sem ekk-
ert verður við ráðið, ef þeim er sleppt
lausum. Sumt eru kunnir sýklar, sem
hafa verið magnaðir með allskonar
aðíerðum. Sumir sýklarnir eru svo
banvænir, að það sem kemst fyrir í
einum dropa, nægir til þess að sýkja
20 milljónir manna.
Framleiðsla sýkla er miklu auðveld-
ari og þúsund sinnum kostnaðarminni
heldur en framleiðsla kjarna-
sprengja. Það er mælt að ein venju-
leg rannsóknarstofa geti framleitt
þúsundir milljóna millilítra af dráps-
sýklum, og með hverjum millilítra er
hægt að drepa milljónir manna. Til
þess að anna þessu þarf ekki nema
einn líffræðing og nokkra starfsmenn.
Það er gallinn á þessu nýa vopni,
að engin þjóð er örugg. Sigurvegari,
sem hcfur lagt land óvinanna í auðn,
á það á hættu að fá pestina yfir sig
líka. Og það er líka máske eini kostur
inn við þetta, því að þá þorír engin
þjóð að leggja út i sýklahernað. En
hættan cr yfirvofandi. Stríðsþjóð, sem
er að fara halloka, getur gripið til
þessa óyndisúrræðis. Því er það að
eins friður — alheimsfriður —\ sem
getur bjargað mannkyninu.
NÝR HEIMUR
EFTIR að hafa lesið þessi óhugnan-
legu tíðindi, er það hressandi að lesa
ræðu þá, er Walter Lippmann helt á
aðalfundi Rotary-klúbbsins í San
Francisco nýlega. Menn háfa ekki orð
ið varir við annað e)V svartsýni að
undanförnu, og er því ræða hans eins
og ljósgeisli í því örvænlingarmyrkri.
Og sannarlega veitir mönnum ekki af
að hlusta á raddir hinna fáu bjart-
sýnismanna, sem nú eru uppi.
Ræða hans var á þessa leið:
S.þ. er fyrsta tilraunin til samein-