Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 8
52 :rT~|r-ir**X LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ingurinn fái nógu snemmi hug- mynd um, að hann sje veikur og að hann kunni að vera haldinn krabbameini. En ef hann er með krabbamein á byrjunarstigi, getur verið auðvelt að þekkja það, t. d. cf það er í vör eða brjósti, en það getur líka verið erfitt, og læknum getur yfirsjest rjett eins og öðrum mönnum og þarf þvi að halda þeim vakandi í þessum efnum og Ijetta undir með þeim, til þess að sigr- ast á þeim erfiðleikum, sem oft eru á því, að þekkja byrjandi krabba- mcin. Viðtæk sainviuna naudsynlcg. En jafnvel þótt læknarnir geri allt sem mannlegum mætti er unnl, hrekkur það ekki nema tiltölulega skammt, ef fólkið er fáfrótt um krabbamein og kemur ekki fyrr, en of seint er að veita þá hjálp sem komið hefði að haldi nokkrum ?nánuðum fyrr. Og hjer er það setn þörf er a fjelagssamtökuni til varnar krabba meini. Sá fjelagsskapur á að standa á breiðum grundvelli, þar sem læknar og leikmenn vinna saman að því, að læknisaðgerðir gegn krabbameini geti borið árang ur. Það sýnir sig hvarvetna, að það er ekki nóg að læknar skrifi og tali um krabbamein. Ef ^inhver þekking á að ná til allra þegna þjóðfjelagsins þarf að sá henni vel og víða og hafa marga menn og konur til að hlúa að henní. Það mundi þvi verða eitt höfuð- hlutverk þessa fyrirhugaða fje- lagsskapar að standa fyrir alnienn- íngsfræðslu um krabbamein, í út- varpi, blöðum og með sjerstökum fræðandi ritum, sem útbýtt yrði meðal almennings, og cinnig með kvikinynd'uin. íiæta barí hjukruu sjukra. Annað verkefni þessa íjelags- skapar ýrÖi áð gsra fyrir krabba- meinssjúklinga það sem unnt er. Eins óg eí, liggja krabbameinssjúkl ingar víða út um bæinn, oft við ónóga hjúkrun og ijeleg kjör. Er mikil þörf á að likna þessum sjúki- ingum og gera þeim lífið bærilegra eftir föngum. En í þessu sambandi má minn- ast á, að það ástand sem nú rikir í sjúkrahúsmálum vorum er ger- samlega óviðunandi og að það get- ur engan veginn samrímst mann- úðarhugmyndum menningarþjóð- ar, að krabbameinssjúklingar skuli þurfa að liggja í heimahúsum við óíullkomna hjúkrun og aðbúð aí því að sjúkrahúspláss eru ?kki til handa þeim. Þessi íyrirhugaði fjelagsskapur þarf því m. a. að beita sjer fyrir því að bætt verði það allra bráð- asta úr sjúkrahússkorti landsins, sem e. t. v. kemur harðara niður á krabbameinssjúklingum heldur en flestum öðrum. Tiðar raimsóknir til öryggis Erlendis ,hafa viða verið settar upp sjerslakar stöðvar til þess að greiða i'yrir fólki sem vill láta rann saka sig fyrir krabbameini. Eru slikar stöðvar skipaðar færum mönnum og fullkomnustu tækjum til að rannsaka sjúklinga sem grun ur er á að kunni að hafa krabba- mein. Er öll áhersla lögð á að upp- götva krabbameinið snemma, svo að unnt sje að veita lækningu við því. Mætti athuga, livort liltæki- legt þætti, að koma shkri stöð, einni eða flenuni, upp hjer á landi. Sumsstaðar erlendis, einkum i Ameríku, er það farið að tíðkast að menn sem komnir eru yfir 40—45 ára aldur mæti einu sinni á ári hvort sem þeir kenna sjer nokkurs nieins eða ckki, til að láta athuga sig fyrir krabbameini. Mundi krabbameinsranusóknastöðin auð- vitað taka slikar rar.nsóknir að sjer, ef húr. vsri til. Nota þarf hina full- komnustu tækni. Enn er eitt verkefni, scm fjelags- skapur þessi gæti tekið að sier. Læknisfræðinni er ávallt að fara fram, en á hverjum tíma or ekki sagt að það sem áunnist hefir í þekkingu og kunnáttu sje þegar orðið sameign allra iæknislærðra manna, heldur tekur það mislang- an tíma að dreifast út. Einn þáttur í verkahring þessa fjelagsskapar yrði því sá, að standa vel á verði um allar nýungar og framfarir í viðureigninni við krabbameinið og veita aðstoð ef með þarf, til að flytja sjerstaka kunnáttu inn í landið. - Þannig getur t. d. komið til mála að styrkja lækna til að læra sjer- stakar aðgerðir, sem enn er ekki farið að gera hjer á landi, en eru árangursríkar í viðureigninni við krabbamein í sjerstökum h'ffær- um. í því sambandi vil jeg benda á, að okkur vantar eins og er, mann sem kann að gera lungnaskurði, skera burtu hluta af lunga eða jafnvel lieilt lunga. Hafa slíkir skurðir gefist mjög vel við krabba meini í lungum, sem áður drap hvern einasta manii sem aí þvi veiktist. Vegna framfara í skurð- lækningum tekst nú að bjarga þvi sem næst þriðjungi þessara sjúkl- inga og líkur til að betur megi gera, þegar sjúklingarnir i'ara að koma fyr. Mikil þörf er lijer a landi fyrir skurðlækni, sem gert gæti slika skurði, því að þeir eru mikið notaðir við lungnatæringu og eru ein mesta framför síðari ára í viðureigninni við lungna- berkla. Væri vel við eigandi að kiabba- meinsvarnafjelagið tæki að sjer að styrkja unga skurðlækna til að afla sjer nauðsynlegrar kunnáttu til þessara aðgerða, sem eru vanda- samar og hættulegar í höndum ó- æ£3ra, en tiltolulega lítt hættul&g-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.