Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 12
56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS varnarmúr umhverfis bygðina, því að þá Voru nágrannaríkin farin að heimta af þeim skatt. Þeir vildu ekki greiða skattinn og allur var varinn góður að víggirða staðinn. Þessi borgarmúr stendur enn. Það gerðist þröngt um þá þarna á fjallinu og lífskjörin voru erfið. Þess vegna var það um 1100 að þeir skutu saman fje og keyptu höllina Pennarossa og land hennar og stækkuðu þannig land sitt. í lok 13. akiar voru lög þeirra fyrst skrif uð á bók. Og í lok 15. aldar er fyrst íarið að kalla þetta ríki lýðveldi. ítölsku furstarnir, nágrannar þcirra, áttu í sífeldum erjum á mið- öldunum, en hið litla lýðveldi dróst ekki inn í þær skærur. En reyndi einhver að skattleggja þá var þeim að mæta. Þeir vörðu sig sem hetj- ur. Upp úr þessum skæruni hafði' þó San Marino það. að það fekk tvo landskika, Serravalle og Monte Giardino, sem áður höíðu íylgt Rímini. Og tvö þorp, Faetano og Fiorsutino gcngu af frjálsum vilja í Iýðv'eldið. Síðan hefur San Marino ekki staékkað. En það hef- ur ekki minkað heldur. Enn í dag er það með sömu ummerkjum og þá, og er á stærð við Mosfellssveit. En þjettbýlla er þar, því að þar búa rúmlega 200 menn á hverjum ferkílómetra. Það varð San Marino einu sinni að falli, að það skaut skjólshúsi yfir hvern, sem þangað leitaði. Þetta varð til þess að pólitískir flótta- menn leituðu þar griðastaðar, og jafnvel flyktust þangað allskonar afbrotanienn. Scinast voru þeir orðnir svo margir, að þeir ætiuðu sjer að taka völdin í ríkinu. Páfan- um hafði lengi mislíkað það, að Marinomenn vildu ekki greiða skatt, og nú greip hann tækifærið. Hann sendi herforingja sinn, Alber oni, með her matma þangað til þess að veita uppreisDjnnönnuiQ lið, en í páfaríkið. Alberoni ruddist með hermenn sína inn í fjallavígið og rak borgarana eins og sauði inn í kirkjuna og þar áttu þeir að sverja páfanum hollustueið. Nú var kallað á þá fyrstu til að vinna eiðinn, en enginn gegndi. Það var dauðaþögn í kirkjunni. Eið stafurinn var þá lesinn og aftur var mönnum skipað með harðri hendi að vinna eiðinn. Þá gekk fram gamall maður, hvítur fyrir hærum, og mælti fram með hárri röddu hinn forna hollustueið. San Marinomanna við guð og frelsið.. . Þegar þetta vitnaðist skarst sendi herra Frakka í páfagarði í loikinn. Og því fylgdi svo mikil alvara, að Frakkar hótuðu stríði ef San Mar- ino fengi ekki frelsi sitt aftur. Þá sá Clemens páfi hinn XII. sitt ó- vænna og skipaði Alberoni að verða á burt frá San Marino með hermenn sína, og viðurkendi sjálf- stæði lýðveldisins. Þetta skeði 5. febrúar 1740 og síðan cr sá dagur þjóðhátiðardagur í San Marino. Og í gær hefir liann vcrið hátiðlegur liald- inn í 209. sinn. Þegar Napoleon óð suður yfir ítalíu 1796, hlífði hann San Mar- ino — spurði meira að segja hvort það vildi ekki færa út kvíarnar. Það gæti fengið Rimini — væri ckki gott fyrir það að fá höfn? En San Marinobúar mintust skilnað- arorða hins licilaga Marinus, og kváðust ckki ágirnast neitt nema vináttu Frakka. Þetta svar likaði Napoleon svo vel. að hann veitti þeim ýmis friðindi og var vinur þeirra til dauðadags. Og enn forð- uðu P'rakkar San Marino frá því að lenda inn í ítölsku ríkjasam- steypuna 1862. Og þegar hið nýa landabrjef af ítalíu var prentað, þá var þar örlítill blcttur nieð öðruni ht,.15 km. írá Rimini. Það var hið ijalístæða ríki San Mariíio. setlaði svo að ianlima San Marino I fyrri htjmwtyrjðldiiuu SÖgðu Austurríkismenn San Marino stríð á hendur, en það hafði enga hern- aðarlega þýðingu. Svo kom Mussolini. Haun ljcst virða fullveldi San Marino, en var þó kominn vel á veg með að sölsa það undir sig. San Marino á engan háskóla og þess vegna verða þeir að fá lækna, presta og aðra sjer- fróða menn frá ítalíu. Mussolini valdi til þess sína menn og kom sjer þannig upp „fimtu herdeild" í landinu, sem vann sín myrkraverk þar. Seinni heimsstyrjöldin bjargaði San Marino, en varð Mussolini að falll. Að vísu slapp San Marino ekki við hörmungar stríðsins. Þjóðverj- ar lögðu það undir sig, og þegar bandamenn komu að sunnan ljetu flugmenn þeirra sprengjum rigna yfir San Marino. Skemdir urðu þó ekki mjög miklar og að stríðinu loknu endurheimti San Marino frelsi sitt og frjálsræði. Stjórnarfyrirkomulagið i San Marino cr þannig að allir kailmenn sem náð hafa 21 árs aldri, hafa kosningarjctt. Þeir kjósa 60 manna æðsta ráð. Það kýs svo úr sínum hópi tólf menn til þess að velja landstjóra — en þeir eru tveir, og kosnir aðeins til hálfs árs í senn. Það er gert til þess að enginn geti hrifsað of mikil völd í sínar hendur. Kosning landstjóranna fer fram á þann hátt, að þessir 12 menn til- nefna 6 menn úr sínum hópi. Eru nöfn þeirra svo skrifuð á miða, tvó og tvö sanian, hver miði inr.siglað- ur og látinn í gullkúlu undir há- altarinu í dónikirkjunni. Svo er bundið fyrir augun á litlu burni og það látið taka einhverja kúluna. Þeir, sem þannig eru útdiegnir, verða landstjórar, eða „kapteinar'". eins og þeir eru kallaðir. Embætt- isvígsla þeirra fer frani með mikl- um hatiðieik og foruum siðum; sem geía ekkí eítir fornum siöum Breta við lík taekifæri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.