Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57 ÍSLENSKA STÚLKAN. SEM VAR BOÐIN TIL BRÚÐKAUPS KÓNGSDÓTTURINNAR SUMARIÐ 1947 stóð stór atburður fyrir dyrum í Bretlandi. EUsabet konungsdóttir og ríkiserfingi ætl- aði að fara að gifta sig. Og það var mikið um dýrðir eins og í ævin- týrunum, og viðbúnaður mikill í konungshöllinni. En eitt skygði á gleði konungsdótturinnar. Hún gat hvergi nokkurs staðar fengið nylon sokka. Þeir voru ekki til í Eng- landi. Þetta frjetti ung stúlka í Winni- peg. Hún heitir Betty White og er af íslensku bergi brotin. Og hún var ekki lengi að ráða það við sig hvað gera skyldi. Hún átti nokkra dollara í sparisjóði og nú keypti hún fyrir þá fallegustu nylonsokk- ana, sem til voru í Winnineg og sendi þá kóngsdótturinni að gjöf. Þetta var í ágústmánuði. Nokkru seinna fekk hún þakklætisbrjef frá kóngsdóttur, og kóngsdóttirin spurði hvort Betty vildi ekki gera sjer þá ánægju að koma til brúð- kaups síns og sitja veislu, sem kon- Fjármálin eru í höndum 10 manna nefndar og fjárlögin eru nú um 3 milljónir króna. Helstu tekj- ur ríkisins eru af frímerkjum. En það lætur ítalíu greiða sjer stór- fje á hverju ári fyrir það að rækta ekki tóbak, gefa ekki út peninga- seðla og framleiða hvorki spíritus nje sprengiefni. Aðrar tekjur eru útflutningsgjöld en skattar eru þar engir nema lóðarleiga, 2 krónur á ári af hverjum hektar. Vegna þjettbýlis og þröngra land kosta leitar fjöldi.fólks sjer vinnu erlendis á hverju ári. Nýkomin til London skrifar Betty kóngsdóttur brjef. ungshjónin ætluðu að halda í St. James höll hinn 18. lóvember. Brúðkaupið átti svo að fara fram 20. nóvember. Betty varð alveg forviða þegar hún fekk þetta boð, og eins for- eldrar hennar og skólasystkini. En gaman var að því fyrir 16 ára stúlku að vera boðin í konunglegt brúðkaup. Og skólasystur hennar spurðu: „Ætlarðu ekki að fara? Þú mátt til að fara, Betty." En auð- vitað gat hún ekki farið. Hún varð aðeins að gleðjast áf því að vera boðin. Þegar þetta frjettist tók „The Winnipeg Free Press" að sjer að útvega henni fje til fararinnar. — „The T. Eaton Co. Ltd" bauð henm öll þau föt, sem hún þyrfti, ásamt dýrindis veisluklæðnaði. Og það var eins og alt annað kæmi upp í hendurnar á henni. Hún var orðin óskabarn Winnipegborgar. Hún varð að koma í útvarpið, svo að fólk fengi að heyra rödd hennar, og borgarstjórinn sjálfur óskaði henni góðrar ferðar. Og svo lagði hún á stað með flugvjel hinn 15. nóvember. „Þetta er eins og í ævintýrun- um", sagði mamma hennar við blaðamenn, því að auðvitað þurftu blöðin að hafa tal af henni. „Jeg var á hennar aldri þegar jég lagði út í ævintýraleit, yfirgaf fóstúrjörð mína og fór til Ameríku. Það vár árið 1910." "•;'"-;- Móðir hennar heitir Sigríður og voru foreldrar hennar S'gurður Jónsson og Rebekka Jónsdóttir og áttu heima á Akureyri.Þégar Sig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.