Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 16
60 LESBÓK MORGUNBLADSINS ^jrjaórafok Þorsteinn greifi Sá maður var á Gilsbakka hjá sjera Magnúsi Sigurðssyni er Þorsteinn hjet Sigurðsson og kallaður greifi, sökum þess, að hann hafði verið eitthvað hjá Trampe greifa. Lagðist það orð á, að hann væri kærari Guðrúnu prestskonu en tilhlýðilegt þótti. Vorið 1858 lagði sjera Magnús á stað í skreiðarferð vest- ur undir Jökul, en veiktist á leiðinni af lungnabólgu, komst að Sámsstöðum og dó þar eftir stutta legu. Þegar Guðrún frjetti um veikindi hans, reið hún að Sárnsstöðum til að hjúkra honum. En er hún kom þangað sagði sjera Magn- ús: „Það er best að þú far;r heim aftur, Guðrún mín, honum Þorsteini leiðist." Gáta Bjarnar í Ögri Rann jeg frá raupi, rataði síðan á 12 fiska, þar eftir fekk jeg þungan móð; — því að hann var borinn á Hóli, en bjó fyrst að Eyri, en síðan að Ögri. Hann var talinn einhver hinn harðfengasti ríkismanna í landi hjer og ærið hjer- aðsríkur við alþýðu. Hann andaðist 1518. Sjera Stefán Jónsson á Presthólum og síðar á Kolfreyju- stað var snemma hagmæltur. Þegar hann var barn fór faðir hans einu sinni út með hann. Á rann þar og var kölluð Hafnará. Faðirinn segir þá: Strauminn gljáir stríðan á steinum hjá er vellur og segir að Stebbi skuli fá sykurmola, ef hann bæti nú strax við. Þá sagði Stefán: Hafnaráin ekki smá ofan í sjáinn fellur. Úr brjefi frá Matthíasi Jochumssyni, skrifuðu á Akureyri 13. des. 1902: „Hjer er uppi fótur og fit — „lífið alt er boðabrot, borið að heljarströndum", segir einn trúaður (I) Þingeyingur — en hjer: síld, sem ekki fæst; byggingar, sem enginn getur borgað; mas og mælgi, sem engin menning er í, mont og gort af engu; trú með „botn suður í Borg- arfirði"; von, í stað vindmyllu og last not least, kærleiki, sem ekki eltir nema hjegómannl" — Er ekki alt við sama ÓVENJU mikill snjór hefir verið hjer syðra að undanförmi. Hefir hann verið hvimleiður öllum nema börnunum. Þau skemta sjer vel i snjónum, gera snjóhús og snjókerlingar. Þessa snjómynd bjó til 11 ára gamall drengur. (Ljósm. Ó. K. Magnússon). enn eftir nær hálfa öld, og hvað er þá orðið okkar starf? I Norðurlandasögu Ólafs erkibiskups Magnússonar seg- ir: „Sú höfn er á íslandi, það er að segja á einhverri ey nærri íshafinu og undir yfirráðum Noregskonungs, sem heitir á tungu þjóðarinnar Vestraborð, það er „hin vestri". Nærri þessari höfn kastast brynjaðir menn er ríða um svæðin í grend við ströndina, að velli af völdum vestanvindsins". Skálholts-dómkirkja. Brynjólfur bískup Sveinsson tók við stað og kirkju í Skálholti í mjög hrör- iegu ástandi, en bygði hvort tveggja upp sterklega og stórmannlega með miklum kostnaði. Hann dró ið sjer ekki einungis þann besta rekavið, sem kostur var á, heldur fekk hann og nærri því fullan skipsfarm af ágætum viði með Eyrarbakkaskipi, sem hann ætlaði til kirkjubyggingarinnar. Alla stórviði ljet hann á vetrum draga á ís heim að Skálholti, þegar akfæri gafst. Hann fekk til kirkjusmíðisins hina bestu smiði, sem til voru, og voru þeir stundum 30 eða enn fleiri. En yfirsmiðurinn var Guðmundur Guð- mundsson frá Bæ í Borgarfiiði. hinn mesti þjóðhagi hjer á landi. Ar 1650 var miðkirkjan reist, en kór og for- kirkja nokkru síðar. Kirkjubyggingin kostaði fjögur hundruð hundraða og þrjátíu hundruð á iandsvísu. Biskup- inn gaf kirkjunni marga góða gripi og dýrindis messuskrúða. Aldrei á seinni tímum hafði nokkurt hús úr trje ver- ið eins rambyggilega bygt hjer á landi og vandað að allri gerð. — Nú er öðru vísi um að lítast i Skálholti. Um keldusvín. Um það hefir alþýða manna skapað sjer alrangar hugmyndir. Er t. d. sagt að það hafi að hálfu leyti ormaeðli. Þess vegna geti það skriðið í jörð nið- ur, ef það er í hættu statt og sje sama hversu þurr og þjettur jarðvegurinn sje. Þá er einnig sagt, að það geti ekki flogið. Þá hafa og hjátrúaríullir menn eignað því undramátt, einkum til alls- konar töfrabragða. (Ferðabók E Ól.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.