Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 3
LESBÓK MORG UNELAÐSINS 143 inum á Fáskrúðsfirði, heldur jarði þau á svonefndri „Búða- strönd“. Líkkisturnar sje ekki ann- að en óvandaðir kassar og grafnar svo grunnt, að þær blási upp. Kveðst prestur vera hræddur um að þarna geti gosið upp pest. Ósk- ar hann því að stiptsyfirvöldin reyni að finna einhver ráð gegn þessu, annaðhvort að skylda Frakka til að grafa líkin í kirkju- garði, eða þá að sökkva þeim í hafið að sjómannasið. Biskup svar- aði þessu á þá leið, að stiftsyfir- völdin gætu ekki gert neitt, prest- ur yrði að snúa sjer til sýslumanns, því að hjer væri um heilbrigðis- ráðstafanir að ræða. — EN SVO var það hinn 3. apríl 1864 að Baudoin prestur helt op- inbera guðsþjónustu í kirkju sinni og talaði á íslensku. Var þar margt Islendinga. Sögðu þeir að hann hefði talað mikið um það hvað kaþólskan bæri af lútersk- unni. Næsta sunnudag messaði svo Boudoin aftur á íslensku með sama hætti. Þá var Ólafi Pálssyni dómkirkjupresti nóg boðið og kærði hann þetta athæfi fyrir biskupi. En biskup skrifaði þegar stiptamtmanni og skýrði honum frá þessu. Biður hann stiptamt- mann að segja sjer hvort þessi framkoma hinna kaþólsku sje landsins lögum samkvæm, og sje svo eigi, þá skorar hann á stipt- amtmann að bíða ekki eftir úr- skurði stjórnarinnar í Danmörk. heldur skerast þegar í málið og koma „þannig í veg fyi’ir hneyksli það, sem kirkju vorri er búið“. Bendir hann til brjefs dómsmála- ráðuneytisins 14. júií 1859, þar sem segir að hinir kaþólsku prestar megi ekki reyna að teJja Íslend- inga á að taka sína trú, en þetta hafi nú Baudoin gert með því að flytja ræöu a íslensku ur prjedik- unarstoli. Ekki þóttist biskup fá fullnægj- andi svar hjá stiptamtmanni og skrifaði honum aftur, en ekkert svar kom við því brjefi. Stiptamt- maður hafði þegar skrifað dóms- málaráðuneytinu og lagt málið fyrir það. Með því mun hann hafa talið sig hafa gert hreint fyrir sín- um dyrum. BISKUP skrifaði þá langa kæru til kirkju- og kenslumálaráðuneyt- isins. Segir hann þar, að ef þessu haldi áfram, verði afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Að vísu kvaðst hann ekki vantreysta íslendingum, en svo geti farið að þeir kaþólsku komi hjer upp söfnuði „og skapi þar með sundrung, tvídrægni og illindi, sem er það versta sem fyr- ir landið getur konlið“. Hann segist vita að stiptamtmað- ur muni leggja málið fyrir stjórn- ina, en treystir því ekki að hann útskýri það rjett. Biður hann því ráðuneytið að styðja sig, sem standi einn og yfirgefinn í þessu þýðingarmikla máli, til þess að koma í veg fyrir það að þetta „katholske Uvæsen“ nái að festa rætur í landinu, því að það mundi hafa hinar hræðilegustu afleiðing- ar — Aftur skrifar hann ráðuneytinu um mitt sumar og segir að prest- arnir hafi prjedikað á íslensku á hverjum sunnudegi síðan í apríl. Hafi þeir auglýst messurnar á kirkjunni og hafi þar stundum verið rúmlega 50 áheyrendur. Vita allir, sem muna eftir elstu ka- þólsku kirkjunni hjer, sem var lít- il og þröng, að þar munu flest sæti hafa verið skipuð við þessar guðs- þjónustur. Biskup huggar sig við það. að enn hafi enginn kastað trú sinni, en kvartar um það, að stiftamt- maður hafi ekki tekið minsta til- ht til umkvartana sinna. — í Kaupmannahofn gekk nú-mal- ið milli stjórnardeildanna. Og liinn 29. júní kom úrskurður dóms málaráðuneytisins. Var hann á þá leið, að stiptamtmanni var falið að tilkynna bæjarfógeta að honum beri að banna kaþólsku prestunum að halda slíkar opinberar guðsþjón ustur. Á hinn bóginn verði þeim ekki bannað að hafa guðsþjónust- ur fyrir franska sjómenn. — ÁRIÐ áður en þefta gerðist barst Alþingi bænarskrá frá 22 Þingey- ingum um trúbragðafrelsi. Var hún á þessa leið: Trúbragðafrelsi hjer á landi er rnjög takmarkað eftir hinum gömlu lögum, sem enn gilda í því efni, og er með þeim einkum hall- oð rjetti kaþólskra manna meira xn góðu hófi gegnir. Vjer ætlum þó, að það sje hverjum skynsöm- um og mentuðum manni ljóst, hve ósanngjarnt og iJla tilfallið er, að leyfa ekld lrverjum kristn,um manni að þjóna guði með þeirri oðferð, er sannfæring manns býð- ur, og einkum er þetta því frá- Jeitara, sem Gyðingar hafa fengið hjer trúbragðafrelsi að lögum. Óska þeir svo að þingið sendi bænarskrá til konungs um að öll- um kristilegum trúarbragðaflokk- um verði veitt fullkomið trúfrelsi lijer á landi, og nemi alt úr lög- um, sem því hefir verið til fyr- irstöðu. —■ Ekki tók þingið vel undir þetta. því að inálið var felt 'frá umræðu með 20:3. Þeir, sem ekki viidu stinga því undir stól voru Gísli Brynjólfsson, Jón Guðmundsson og Jón Hjaltalín. Þar sem þessir Þingeyingar vitna til þess að Gyðingar hafi hjer trúbragðafrelsi, þá er þar átt við opið brjef frá 1857 svolát- ondi: „Vjer Fnðrik VII o. s. frv. Eftir að vjer höfum meðtekið -þegnlegt - alitsskj al - vors trúa ■ al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.