Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 147 geisimikli hraði nje geislanir í hæstu loftlögum gert þeim neitt. Þetta voru fyrstu lifandi verurn- ar, sem komust út í himingeim- inn, en nú hugsa menn sjer að leika þetta eftir. Nú eru Bandaríkjamenn með nýa rákettu, sem þeir nefna „Nep- tun“ og henni er ætlað að kom- ast 380 km. út frá jörðinni. Fram- farirnar eru svo stórstígar, að fyr- ir 6 árum hefði það verið talin fjarstæða að þetta mætti takast. Og nú er sagt að bráðum muni koma fram á sjónarsviðið í Banda- ríkjunum ráketta sem fer með 8 km. hraða á sekúndu, en með þeim hraða fer hún svo langt að aðdrátt- arafl jarðar hefir ekki lengur áhrif á hana og hún kemur ekki aftur, heldur sest hún að úti í himin- geimnum og tekur að snúast í kring um jörðina eins og tunglið. Árið 1946 lýsti dr. von Braun yfir því, að eftir tíu ár mundi sjer hafa tekist að smíða rákettu, sem gæti farið til tunglsins. Þegar hafa verið gerðar rákett- ur, sem geta flutt menn. Og það eru allar líkur til þess að brátt muni rætast sá draumur mann- anna, að geta flogið langt út um himingeiminn. ^ ^ -V Trúboði spurði gamlan Svertingja hverrar trúar hann væri. Hann svar- aði: „Það eru þrjár leiðir hjeðan til borgarinnar, langa leiðin, stutta leið- in og ein yfir mýrarfen. En þegar jeg kem til borgarinnar með uppskeruna, þá spyrja þeir ekki hvaða leið jeg hafi komið, heldur hvort hveitið mitt sje gott“. Til þess að ráða bót á raka í kjöll- urum, hefir General Motors fundið upp rakasugu. Hún er á stærð við venju- lega kolakörfu, sýgur í sig rakann úr loftinu, kælir hann og þjettir og safn- ar vatninu. s^rnaÁaróáh til Náttúrulækningafjelags íslands á 10 ára afmæli þess 24. jan. 1949. Heill sje fjelagi hugsjónamanna, heilsuverndar og hollra siða. Áratug hefur það ötult starfað, horft og sótt til hárra miða. En ýmsum gremju það aðeins vekur, illa siði ef á er hastað. Verða hneykslaðir vanans þrælar. Af stórlyndum mönnum er steinum kastað. Hugsa menn lítt um heilsu sína. — Mörg er heimskan í mataræði. Oft eru mannanna ytri hættir eins og ranglega rímað kvæði. En öflugri sókn skal áfram haldið. Lýði skal vinna, lönd og borgir. — Víkja skulu kvillar og vandi leysast, fjarlægjast dauði og flýja sorgir. Skortir þekking á skapadómum. Velur sjer hver sinn veg og ryður, — eigin dómari, eigin bölvaldur eða hamingju- og heilsu smiður. Forvígismönnum jeg færi þakkir, ekki síst mínum unga vini, hógværa, göfuga, hjartaprúða kappanum, — Jónasi Kristjánssyni. Heilsuaðal heima tveggja — andlegs lífs og okkar jarðar — úr þjóð að skapa, það er markið, málefnið, sem mestu varðar. Heill þjer, fjelag heilsuverndar. Tíu ár eru tími naumur. Um heilsuaðal . heima tveggja megi rætast þinn mikli draumur. Heldur hann djarft og hátt á loft heilbrigðinnar helga merki, — ætti að vera að verki studdur af leiðtogum fólksins, lækni og klerki. Gretar Fells. ^ Það getur verið langt að lokatak- markinu, en það er aldrei langt í næsta áfanga..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.