Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 155 HÚSABYGGINGAR Ilægt að byggja hús á tveimur sólarhringum. Enskir sntiðir að setja sunian aluminiumhús. finna þessi nýu byggingarefni og er búist við að í framtíðinni verði bygt úr ýmsum mismunandi og endingargóðum efnum, sem eru hlý og hentug í meðförum. Og þar sem ekkert sement verður notað þarf ekki að bíða eftir því að hús- in þorni, heldur má reisa þau og fullgera þau í Æinni lotu. Nú er verið aS gera tilraun með þessi byggingarefni, þar sem er hin nýa' útvarpsstöð í Köln. Ekki er þess getið hvaða byggingarefni þetta sje, en hins er getið að byggingar- tíminn muni verða fimmfalt styttri heldur en áður var venja. Talið er að fyrir stríð hafi teningsmeter í íbúðarhúsi kostað 40 mörk, en nú muni hann ekki kosta nema 15— 20 mörk, þrátt fyrir alla verðhækk un. Hjer sje því áreiðanlega um framtíðar byggingarlag að ræða. í BRETLANDI og Bandaríkjun- um hefir orðið algjör bylting í húsagerðarlist síðan stríðinu lauk, og á hefir orðið stórkostleg breyting til batnaðar. Nú geta bændur í sveitum og smáþorpum fengið frá verksmiðjum allan efni- við húsanna tilsniðinn og það er ekki nema tveggja sólarhringa verk að reisa þau og ganga frá þeim svo að hægt sje að flytja í þau. í Bandaríkjunum eru nú 60 verksmiðjur sem smíða þannig hús og það er hægt að panta hjá þeim eftir verðlista ýmsar gerðir og stærðir húsa. Jafnvel geta menn, ef þeir óska, fengið smá- vegis breytingar á þeim húsum, sem verksmiðjurnar hafa á boð- stólum. í Englandi er líka farið að smíða slík hús í stórum stíl. Stjórnin hefir til dæmis pantað alt að 50 þúsundum slíkra húsa. Eru þau sett á grunn á svipstundu og full- gerð á fáeinum klukkustundum. Hjer er aðallega um að ræða alunumum-hus meö innbygðum skápum og eldhúshirslum. Frá verksmiðjunni er hvert hús flutt. á fjórum vögnum, sem til þess eru gerðir. Þegar á áfangastað kemur (þar sem grunnur er til búinn) eru húshlutarnir teknir af vögnunum með hegra og settir á sinn stað og allt fest saman með svo skjótri svipan, að menn geta horft á hvern ig heilt hús þýtur upp, þar sem ekkert var áður. Í Þýskalandi heíir þrófessor Messerschmidt einnig reynt að fást við framleiðslu aluminiumhúsa, vegna þess að hann þekkir vel það smíðaefrn frá því er hann smíðaði flugvjelar. En hann varð að hætta við það vegna efnisskorts. Hann reyndi þá að framleiða þrílyft hús með íjórum ibúðum, úr stein- steypuplötum. Sá varð gallinn á þessu, að sjerfróða menn þurfti til þess að setja húsin saman og við það varð byggingarkostnaðurinn hærri en hóflegt þótti. Eru því Þjóðverjar farnir að leita hjá sjálf um sjer að nýum byggingarefnum. Hata vísindamenn fengist við að V -W Atvinnulaus maður fór til vinar síns, sem var ráðherra, og spurði hvort hann gæti ekki útvegað sjer vinnu. — Jú, jeg held að hjer sje staða íyrir þig, sagði ráðherrann og leiddi hann síðan eftir löngum gangi og vís- aði honum svo inn í herbergi. — Hjer áttu að vera og jeg vona að þú komist fljótt upp á að gera það, sem gera þarf. Maðurinn settist niður í þægilegan hægindastól og sat þar fram að lok- unartíma. Næstu daga íór eins. 1 viku- lokin fekk hann kaup sitt greitt. Þannig gekk viku eftir viku, hann gerði ekki annað en lesa blöðin og ráða krossgáturnar i þeim. Svo var það einhvern tíma að hann rakst á ráðherrann, og ráðherrann spurði hvernig honum líkaði nýi starf- inn. — Ágætlega. Skrifstofan er skemti- leg og hlý og mjer liður vel. En jeg er hræddur um að mjer sje ekki treyst. Tveir ungit- menn eru að snuðra kring um mig og elta mig á röndum. Eru það íeynilögregluþjónar? — Hvaða vitleysa, sagði ráðherrann. Þetta eru skriíarar þínir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.