Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 11
dýrt var þó enn að stunda þar nám. Oxford-háskóli er enn dýr- asta mentastofnun í heimi, árgjald- ið minst 350 sterlingspuna. É'ess vegna ákvað stjórnin svo í hinum nýu fræðslulögum, að hermenn og aðrir, sem væri illa stæðir, skyldi njóta forrjettinda um styrk. Stjórnin sá líka um það, að allir aðrir háskólar gæfi hermönnum. kost á að halda áfram námi. Hver háskóli var skyldaður til þess að taka 9 af hverjum 10 stúdentum úr hópi hermanna. Afleiðingin varð sú að 1945 voru fleiri stúdentar í Oxford en nokkuru sinni áður, og mjög sundurleitir. Þar voru menn frá 18—40 ára aldri. Þeir voru frá kastölum baróna og úr hreysum verkamanna og skoðanir þeirra og lífsviðhorf var mjög ólíkt. Flestir þeirra höfðu orðið fyrir skakkaföllum í stríðinu. Þeir, sem ekki höfðu verið í bardögum. höfðu fengið að kenna á skelfing- um loftárásanna. Hinir yngstu, 13 ára piltar, sem ekki höfðu verið í hernum, höfðu líka fengið smjör- þefinn af stríðinu, en þeir voru lang fæstir. Meðalaldur háskóla- borgara var nú 26 ár, og það hlaut að hafa úrslitaþýðingu fyrir skóla- braginn. Hermennirnir voru al- vörugefnir og hugsuðu um það eitt að ljúka námi. Tími Ijettúðar og ærsla var um garð genginn. Menn forðuðust skemtanalífið, enda höfðu fæstir úr neinu að spila, þar sem þeir voru þarna með fjár- styrk frá stjórninni. Sú breyting varð á háskólalíf- inu, og er merkileg, að menn gerð- ust miög trúræknir. í stjórnmál- um voru menn alvörugefnari og þroskaðri en áður. í stúdentafje- laginu voru áhöld um jafnaðarm. og íhaldsmenn. Þar var líka örlítið brot hávaðasamra kommúnista Það er máske augljósasta dæmið um þá breytingu, sem orðin er á Oxford, að verkamannssonur var LESBÓK MORGUNBLAÐSINS " ; ‘ v 151 'í í - ■ ■ rtjf nýlega kosinn forseti hins virðu- lega stúdentafjelags. Sumum þótti þessi breyting á háskólalífinu síður en svo til batn- aðar. Gömlum Oxford-stúdentum, sem mundu gleðina og glauminn þar, þótti skömm til koma. Þeim fanst lítið bragð að því að nú skyldi hætt að fleygja tómum kampavínsflöskum út um glugga, í höfuðin á saklausum vegfarend- um, og að rífa hjálmana af höfð- um lögreglumanna á tyllidögum háskólans. Þeim fanst þetta nýa alvörugefna líf ósæmandi fyrir há- skólann. Blöðin tóku jafnvel undir þetta og sögðu að þarna skorti hinn rjetta stúdentaanda. En Oxford tók ekkert mark á þessu, Ijet dóma annara sem vind um eyrun þjóta, og sýndi með því, að á einu sviði hafði engin breyting orðið. Afturkippur. Samt fór það nú svo, að aftur tók að sækja í sama hórfið. Lítill hóp- ur manna endurvakti þá skoðun, að hægt væri að skaðlausu að sam- eina störf og skemtanir. Voru í þeim hópi aðallega hinir list- hneigðu og skáldlegu stúdentar, Þeir Ijetu mikið á sjer bera, voru uppivöðslusamir og ofstopafulhr og ljetu að minsta kosti til sín heyra, þótt þeim yrði máske ekki mikið ágengt. Þeir drógu dár að þeim stúdentum, sem voru iðnir við námið. Þeir voru á knæpum og töluðu hátt um hugsjónir sínar. Þeir gáfu út æsingarit og stofnuðu óhófsfjelög og stofnuðu til soll- skemtana, sem stóðu heilar nætur. í lok ársins 1947 viðurkendu hin- ir harðvítugustu gömlu Oxford- stúdentar, að hinn forni gleðskap ur hefði að nokkru leyti færst inn í skólalífið aftur, en að sá gleð- skapur væri ekki heppilegur. Fyrir stríð höfðu íþróttamenn í Oxford verið annálaðir fyrir sín hátíðahöld. Það þótti svo sem sjálf- sagt að sla upp glaumi í hvert sinn sem þeir höfðu keppt, hvort sem þeir sigruðu eða voru sigraðir. Á þessu bar lítið eftir stríðið, en þessi bragur var þó endurvakinn. í sumar sem leið voru gerðar svo miklar skemdir á háskólanum að stjórn skólans dæmdi ofstopamenn- ina í þungar sektir og blöðin töl- uðu um „óheyrð skrílslæti í Ox- ford“. Jafnvel þeir, sem höfðu álas- að Oxford áður fyrir of mikla al- vörugefni, sögðu nú að alvaran gæti verið góð með öðru! Hvað verður? Á næsta ári munu allir hermenn horfnir úr skólanum. Og þá vakn- ar þessi spurning: Tekst að varð- veita hjá hinni nýu kynslóð, sem sýrð er af efnishyggju, anda mann- úðar og þolgæði? Oxford hefír staðist margar straumbreytingar áður. Ef það fær staðist þessa straumbreytingu, mun það enn geta orðið leiðarstjarna í því myrkri. sem grúfir yfir vestrænni menn- ingu. ^ ^ Göngumóðum manni þvkir gott að tylla sjer niður. Fakírinn hefii sæti með sjer þegar hann ferðast. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.