Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 10
150 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svip sinn á háskólann. Lausungin, sem fylgdi í kjölfar stríðsins, var að fjara út. Og Oxford fór að taka á sig sinn fyrra svip. En jafnhliða því að fasisminn og nasisminn fóru að breiðast út á meginlandinu fór Oxford að fá á sig pólitískan svip M^rgir þóttust þá finna í stjórn- málunum þá von, sem trúarbrögð- in höfðu ekki megnað að veita þeim. En stjórnmálin voru lituð af minningum stríðsins, og margir hölluðust að friðarstefnu. Ungir háskólaborgarar lýstu yfir því, að þeir skyldi berjast fyrir hugsjónir sínar, en ekki fyrir konung sinn og land sitt. Þjóðin öll þráði frið. hvað sem hann kostaði. Afvopnun og undanlátsemi einkendi stefnu stjórnarinnar. Þó var eins og hroll- ur færi um þjóðina þegar stúdenta- fjelagið í Oxford lýsti yfir því 1935, að stúdentar mundu alls ekki berjast fyrir land sitt og konung. Nasistar litu á þetta sem merki sundrungar í Englandi. En 1939 voru þeir menn, er stóðu að þess- ari yfirlýsingu, fyrstir allra að gefa sig fram til að verja land sitt. Oxford verður verk- smiðjuborg Um þessar mundir var að rætast draumur verkamanns nokk- urs, og hann hefir gjörbreytt svip Oxfords. Skamt frá háskólaborg- inni ec þorpið Cowley. í lítilli reið hjólaverksmiðju þar var maður að nafni Morris. Hann var vjelasmið- ur og um 1920 vann hann að upp- götvun, sem síðan hefir gert bylt- ingu í bifreiðaiðnaði Breta. Árið 1939 hóf hann fyrstur manna í Eng- landi fjöldaframleiðslu bifreiða. Og nú er hann orðinn auðugasti maður í Englandi og heitir Lord Nuffield, og framleiðsla hans er orðin heimsfræg. Aðal verksmiðj- una reisti hann skamt frá reiðhjóla verksmiðjunni gömlu, og með því gerði hann Oxford að iðnaðar- borg. Um leið og verksmiðjan kom, þutu upp ný hús umhverfis Ox- ford! Þau voru handa verkamonn- unum, sem hraðfjölgaði. Alt hið óbygða svæði, milli Oxford og Cow ley, bygðist nú. Þar komu raðir af nýtísku húsum, sölubúðir og kvik- myndahús. í Oxford sjálfri risu upp verslunarbákn, og borgin breytti algjörlega um svip, og um- ferð jókst stórkostlega. En háskóla- hverfið helst óbreytt. Þessu fylgdu fleiri breytingar. Verkamenn heimtuðu að vera tald- ir jafningjar hinna, sem ekki þurftu að vinna. Þá var og skólafyrir- komulaginu breytt þannig, að syn- ir verkamanna áttu kost þess að keppa þar við syni hinna ríku. Að vísu var innganga í Oxford enn að mestu háð því, að menn væri rík- ir, en hitt var líka satt, að það var altaf að ganga af hinum auðugri stjettum. Nú voru það ekki nema fáar fjölskyldur, sem gátu látið syni sína stunda nám í Oxford, án þess að þrengja eitthvað að sjer. Og þegar verkamannastjettirnar fundu þetta, gerðust æ háværari kröfur þeirra um það að lýðræð- islegra fyrirkomulag skyldi vera í háskólanum. Og enn verður breyting með nýu stríði. Þegar seinni styrjöldin hófst fell mál þetta í þagnargildi um hríð. Háskólinn var gerður að æfinga- stöð fyrir liðsforingjaefni. Ungir menn í herbúningum snæddu þá í hinum frægu sölum háskólans, og í kenslustofunum fengu þeir fræðslu um það hvernig ætti að stjórna skriðdrekum og öðrum víg- vjelum. Hinir síðhærðu prófessorar yfirgáfu bækur sínar. Einn gerðist starfsmaður hjá skrifstofu flug- vjela-framleiðslunnar; annar gerð- ist foringi þeirra, sem æfðir voru við skemdarverk; sá þriðji gerðist skipstjóri á hersnekkju. Oxíord slapp við stríðið að öðru leyti en því, að ein þýsk sprengjo fell þar. Amerískt setulið gerði sitt til að breyta svip borgarinnar, en áhrifa þess gætti lítt. Orustu- flugvjelar þutu með miklum gný yfir borgina, og brynvagnar æddu um göturnar. Loftvarnabyrgi voru gerð og stöðvar fyrir hjálp í við- lögum. Óásjálegum sandpokum var hlaðið í háa stafla upp að bygg- ingum frá 13. öld. En yfirleitt slapp Oxford vel við stríðið. Nú voru þar ekki aðrir stúdentar en þeir, sem dæmdir höfðu verið óhæfir til her- þjónustu. Nú var vargöld en ekki námsöld. Meðan þessu fór fram urðu mikl- ar breytingar á hugarfari þjóðar- innar. Orðið jöfnuður fekk dýpri merkingu en það hafði áður haft Hættan sameinaði menn og her- þjónustan gerði þá að jafningjum, sem sáu hve fánýtt það var, að menn skiftust í stjettir. Þegar leið að stríðslokum fór stjórnin að undirbúa nýskipan. Henni voru í minni hin illu eftir • köst stríðsins 1914—1918 og nú átti ekki að brenna sig á sama soðinu Nú átti að búa þjóðina undir frið- inn, og Oxford lagði þar til sinn skerf. Nú var háskólinn boðinn og búinn til þess að taka við mönn- um, sem hefði verið synjað inn- göngu fyrir stríð. Þrjár ástæður voru til þessa. Hin fyrsta var sú, að skólinn vildi gjarna hjálpa þeim, sem gengt höfðu herþjónustu. í öðru lagi hafði sú skoðun fest ræt- ur að allir ungir menn hefði jáfn- an rjett til náms. Og í þriðja lagi þá greiddi stjórnin nokkurn hluta af námskostnaði þeirra, sem gegnt höfðu herþjónustu. Skólinn opnaður fyrir öllum. Að lokum voru dyr þessa sjer- rjettindaskóla opnaðar öllum. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.