Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1949, Blaðsíða 16
15G LESRÓK MORGUNBLADSINS Mag'nús Stenhensen konferenzráð í Viðey andaðist 17. mars 1833, og hafði um langt skeið verið mestur athafnamaður hjer á landi. Við lát hans losnaði dómstjóra- embættið í landyfirrjetti. Um sumarið eftir var Bjarni Thorarensen yfirdóm- ari skipaður amtmaður nyrðra. Þá hugkvaemdist Krieger stiptamtmanni einkennilegt sparnaðarráð. Hann skrif- aði kansellii og gerði það að tillögu sinni að annað hvort yrði landsyfir- rjettur af t' kinn með öllu, eða þá með- dómara errrbættin bæði lögð niður, en næstu sýslumenn kvaddir til þess að taka sæti í rjettinum með dómstjóra. Ekki sá kansellíið sjer fært að fallast á þesa tillögu. Árni Halldérsson á Látrum í Aðalvík (f. 1784) átti Ástu Guðmundsdóttur prests Sigurðs- sonar á Stað í Aðalvík. Þótti hún skap- stór og aðs.iál. Eitt sinn að áliðnum vetri kom Árni úr kaupstaðarferð til ísafjarðar með hlaðinn sexæring af birgðum. Við komu hans streymdu að snauðir menn og leituðu hjálpar^hans. Ljet hann rækja heim pundara sinn og vóg út farminn milli fútæklinganna, þar til ekkcrt var eftir nema eitt kvart il af korni. Það Ijet hann vinnumenn fara með heim til konu sinnar. Þegar Árni kom heim, var húsfreyja í þungu skapi, tók kveðju bónda síns þurlega og mælti af þjósti nokkrum: „Litlar gerast nú kornbirgðir Látrabænda“. — „Ekki skal bjargarskorti þurfa að kvíða í búi mínu, meðan jeg held fullu fjöri“ sagði Árni. (Úr Horn- strendingabók). Jósef Bjarnason hjet maður og var umrenningur. Fór hann flakkundi um Húnavatnssýslu, Dalasýslu og Strandasýslu. Hann var þroskamaður á vöxt, en bæði stirðvirk- ur og latur til vinnu og toldi því illa í vistum. Enginn var hann óknytta- maður og er þetta haft eftir honum: „Jeg er ekki þjófur. Hann Símon bróð- ir minn er þjófur. Hann hefur það af honum föður mínum, ólukkann þann arna“ Einar Jónsson (kallaður Einsi stóri) frá Mjóanesi í KLETTADROTNINGIN í ALMANNAGJÁ Skamt fyrir norðan fossinn í Almannagjá skagar fram klettanef nokkurt. Ef staðið er uppi undir hamrinum þar fyrir norðan, kemur fram í klettancfinu mynd af konu með kórónu á höfði og hálsmen mikið. Á kvöldin, þegar sól er lágt gengin og skugginn af hamrinum fellur svo á myndina að geislar leika aðeins um höfuðið, þá er engu líkara en kórónan sje úr gulli. — Margir fara um Almannagjá án þess að taka eftir þessari mynd. Þingvallasveit, var snemma rammur að afli. Eitt sinn í æsku fann hann tvo sauði fullorðna pestardauða við Lyngdalsheiðarenda. Sauðirnir voru frá Úlfljótsvatni í Grafningi. Einar ljet sjer lítið fyrir verða, batt sauð- ina í helsingjabagga — eða í bak og fyrir og helt á þeim heim til eigand- ans. Á 18. öld bjó sá mcður á Siglunesi er Jón Oddsson hjet. Var hann hagmæltur og glettyrðinn. Er svo sagt að eitt sinn hafi hann verið staddur á Hólum í Hjaltadal — hann var einn Hólaland- seta — og sæti þá til borðs með heldri mönnum og prestum nokkrum. Kom það í ræður, að prestar kváðu enga vissu fyrir og ekkert fyrirheit um það að heiðingjar yrði sáluhólpn- ir, og engin rök hefði menn til að trúa því. Jón hjelt á.móti þeim og kvað: Prestar upp í himin hoppa, heiðingjar á eftir skoppa hægt og hægt; Satans gráðug svikaloppa síst mun þá frá guði kroppa; þeim verður vægt. (Sumir eigna vísu þessa sjera Magn- úsi Einarssyni á Tjörn í Svarfaðardal). Svanasöngur á nóttu. Eggert Ólafsson segir að söngur svan- anna um langar og dimmar vetrar- nætur sje fegurstur. Hann líkist mjög fiðluhljómi, en sje hærri. Svanasöngur á nóttu boði hláku næsta dag eða í hæsta lagi eftir tvo daga. Þess vegna sje þessi næturóró íslendirigum enn kærkomnari en ella, þegar frost ganga og snjór er á jörð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.