Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
213
niður fcftir ánni, niður að fossun-
um. Bátu'rinn, sem annast þetta, er
„Radium Prince“ hans Mike. Hjá
fossunum er pokunum lilaðið á
vagna og ekið 9 mílur, þangað til
komið er niður fyrir strenginn. Þá
cr þeim aftur hlaðið á bát og flutt-
ir á honum 30 mílur til Fort Nor-
man, sem er hjá McKenzie Rivcr.
Þar tekur stœrra skip við þcim og
flytur þá upp McKenzie, yfir Great
Slave Lakc og upp eftir Sla\’e Riv-
er til Fort Smith. Þá eru þcir cnn
fluttir á vögnum og síðan á bát-
um yfir Lake Athabasca og upp
cftir Athabasca River til Water-
ways, þar sem þeir komast að lok-
um á járnbrautarlcst.
Flutningurinn á bátunum er
mjög erfitt og vandasamt verk og
ekki fyrir aðra en duglega og úr-
ræðagóða menn. En hætlulegasti
liluti leiðarinnar er Bear River,
frá upptökum niður að fossunum,
þar sem Mike er. Straumurinn í
anni er þarna 9 mílur á klukku-
stund. Áin rennur i ótal hlykkjum
og viða eru grynningar, svo að bát-
ar, sem fara eftir henm mega ekki
rista dýpra en 20 þumlunga. Og
þetta dýpi verður að finna milli
sandeyra, sem altaf eru að breyta
sjer, og má viöa engu muna til
hvorrar handar. Mike þræðir álana
bakkanna á milli og verður að fara
84 sinnum milli þeirra á leiðinni.
Hann er ekki nema þrjár klukku-
stiuidir niður eftir. Sums staðar er
straumurinn svo mikill að liann
íleygir bátnum fram með 22 milna
hraða. Og í hverri ferð er hann með
45—60 smálestir af farmi, sem er
að minsta kosti 11.000 dollara virði.
Það er sjón að sjá Mike þegar
liann er í þessum ferðum. Hami
stendur í stýrishúsinu og snýr stýr-
ishjólinu svo hratt að pilarnir í því
hverfa; svo koma þeir í Ijós allra
snöggvast, og hverfa aftur þegar
Mike snýr á liirm vegínn. Sá, sem
1 O c Vj •f ’f i
er hvað eftir annað handviss uin
það, að sín seinasta stund sje
komin, þegar fleytan urgar við
botninn á 22 mílna hraða. — í
skelfingu lokar farþeginn augun-
um, cn þegar hann cpnar þau aft-
ur, er Mike kominn út í ál, og
stefnir nú að hinum bakkanum.
Það er kraftaverk að Mike skuli
komast þetta. Það er ekki á nokk-
urs annars manns íæri. Það er svo
sem ekki að aðrir hafi ekki revnt
að leika það eftir honum. Sex þaul-
æfðir skipstjórar hafa að minsta
kosti reynt það. En þeim mistókst
öllum. Og nú hvílir ábyrgðin á
Mike Arnfinnssyni einum — á-
byrgðin á því að koma þessu dýr-
mæta efni frá námunni, og vistum
til þeirra, sem vinna þar. Og Mike
gengur að þessu með íullri alvöru.
Þegar ferðirnar hefjast á voinn og
bjart er allan sólarhringinn gefur
liann sjer ekki tíma til að sofa
meira en 2V-> klukkustund á sólar-
hring. Þannig heldur hann áfram
í sex vikur samfleytt, eða lengur.
Þrjár klukkustundir er hann að
fara niður eftir ánni* tólf klukku-
stundir er hann að íara upp eftir
henni. Þannig lieldur hann áfram
dag og nótt fram í ágúst þegar nótt
fer að dirnrna og hann neyðist til
að halda kyrru fyrir nokkurn hluta
nætur.
Mike Arnfinnsson er sonur þeirra
hjónanna Önnu og Björns Arnfinns
sonar í Lundar, Manitoba. Hann
fluttist til Waterways frá Manitoba
fyrir nokkrum árum. Þar kyntist
hann valnavegunum. Og hann er
fæddur vatnamaður. Hann þekkir
straumvötnin og getur lesið á þau
eins og bók. Það er undarleg nátt-
úrugáfa. Engin siglingamerki eru
í Bear River, enda þýddi það lítið
þar sem hún er altaf að breyta sjer.
Mike fór fyrstu íerð sína eftir ánni
1932, sama árið sem byrjað var að
vinna í námunni hjá Port Radium.
Hann haíði Indíána sem leiðscgu-
Barnahjal
Maður kom heim frá vinnu,
þreyttur og í slæmu skapi. Börn-
in voru að leika sjer og fór milc-
ið fyrir þeim. í bræði sinni á-
vitaði hann þau harðlega og rak
þau í rúmið. Þegar hann kom á
fætur r.æsta morgun var þetta
brjef á húninum á svefnherberg-
ishurðinni:
— Vertu góður við börnin þín
og þá munu þau verða góð við
þig. — Yðar einlægur. — Guð.
★
Sigga og Jón höfðu eignast tvö
epli, annað var stórt og fagur-
rautt, en hitt var lítið og grænt.
Sigga helt á eplunum og hikaði
dálítið. En svo rjetti hún þau
fram og sagði: „Kjósta!“ Jón
stóðst ckki mátið, hann kaus
stóra og fallcga eplið. Þá varð
Sigga bálreið og sagði: „Ertu vit-
laus? Kjóstu aftur!“
W--------------------------^
mann, og báturinn strandaði á eyri.
Mike skildi Indíánann eftir lijá
Bear Lake og hefur verið einn á
bátnum síðan. Hahn hefur aðeins
strandað einu sinni, en það var
vegna þess að vjehn bilaði. Allar
þær vörur og verkfæri, sem til
Port Radíum hafa komið, hefur
Mike flutt. Og allar þær þúsundir
lesta af námugrjóti, sem þaðan
hafa komið, hefur hann líka flutt,
Mjer þykir líklegt að þeir. sem
ábyrgðina hafa á þessum námu-
rekstri hafi sjeð það hve einstakur
maður Mike er, og hafi farið að
hugsa um hvernig færi nú ef hans
misti við. Að minsta kosti eru þeir
byrjaðir á því að gera veg frá foss-
unum upp að Great Beaver Iiake,
og þegar sá vegur er fullger, þá
hættir Mike máske þessum ferðum.
V V 4» V