Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Side 11
LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN3 215 roru inn allan Eyjafjörð, Til Akureyrar för var gjörð. Nóttu eina í bænum biðu og báru saman föngin smá. Þeir sáu, pg frjettu, að fólkið niður fjell sem gras und beittum ljá. Af kvalaópum eymd og tárum Eyjafjörður lá í sárum. Alt frá dal, að útness slóð sú ógnar mara fólkið tróð. Austan kulda-kólgu veggi Kári hlóð um Gjögurtá. Þungur blær með þokuhreggi þegnum móti lagðist þá. Barning harðan firðar fengu, fast að Ægisdætur gengu og földum yptu um byrðings brjóst og buðu faðm. í kulda gjóst. Uppgefnir að öllu, eða mestu að ending náðu Keflavík, tóku land og fleyið festu, föng upp drógu á klettabrík. Gengu heim, og Hjálmar fundu, hugðu á skjól um næturstundu. En hann þeim ekki í bæinn bauð, þó bugaði þreyta, kuldi og nauð. Nú kom sú stund er kviðið hafði, er kæmu gestir bæ hans að. Gestrisnina — guð þess krafði, að gæfi hann hröktum næturstað. Og að þeim hlynnti á allar lundir, svo eyddist þraut í værum blundi. — Hann þekti Kristí kærleiks orð: „Þeim köldu og svöngu reið þú borð.“ En föðurástin mælti á móti að rr önnum fylgdi í bæinn inn, þar sem ástkær yngissnótin við arin dvaldi, rjóð á kinn. Hans var skylda hana að verja og hættu sjúkdóms varast hverja. Um sál hans skyldur toguðust tvær hann tók út kvöl að fást við þær. í skálahús hann skötnum fylgdi, þó skorti bæði ljós og yl . og bauð þeim um þar búast skyldi og best þar hjálpa gjörði til. Hann bar inn hey og reiðingsræfla, röndótt brekán, fiðursvæfla er sjer til hlýju hefði drótt — og Hjálmar bauð þeim. góða nótt. Af þeim sagt er ekki meira, en allir þaðan fóru lífs. Hjálmar gjörði hugsa fleira um hlutskifti síns unga vífs. Birti af degi, brátt fann hreidur brann í æðum sjúkdóms eldur. — Ó! drottinn guð, eg dey af pín. — Ó! drottinn hjálpa barni mín. IV. Sækir að mjer svefnadrungi, sígur á mig höfginn þungi, mig langar til að leggja mig. „Heyrðu kæra Björg mín besta, brátt skalt þjer í minni festa alt, sem segja þarf við þig. Frammi í skála, eg fer að sofa, frekt því kenni þreytu dofa —■' vekja ekki máttu mig. — Mig í næði lúra láttu, líta ekki í skálann máttu, hvað sem fyrir kemur þig. Hirtu kúna hug með glöðum, henni gef þú vatn og töðu kvölds og morgna, kæra mín. Fáðu þjer svo fisk til matar, fram í dyraloft þú ratar. — Fiskur og mjólk sje fæðan þín. Gleym ei, Ijúfa, að lífga eldinn, líka fe’a hann vel á kveldin, hann þú aldrei missa mátt. Eldsneytið er inni í kofa. Eg mun nokkuð lengi sofa, í dúraviðjum, dag og nátt. Að ljósinu þarf cu líka að hlúa, á lampann skaltu vel útbúa. — Hjerna er fífa í hærusekk. — Úr heimi kantu kveik að gera, kvöids og morgna ljós má vera, — lýsi eg nóg úr fiski fekk. — Þess á milli vertu að vinna, vanastörfum þínum sinna, prjónaðu bandið alt sem átt. Leiðindi þitt líf ei saki, lausnarinn Jesú hjá þjer vaki bæði dag og dimma nátt. Vísur þínar vel skalt muna, versin öll og signinguna iestu — er kent þjer forðum fekk. Drottins hcilög hönd þig blessi.“ — Hinsta var hans kveðjan þessi. — Hjálmar skjótt til skálans. gekk. V. Sólin færir birtu í bæinn, bugast húmið, lengir daginn. — Að lokum þorra liðið er. — Ó! hve fagurt er að líta yfir hafið spegilhvíta. — Björg svo niður á bakkann fer. Skína, langt sem augað eygir ómælandi hafsins vegir. — Sóiin kyssir kletta her. — Upp til lands, og inn til bygða ennisdjásnið fagurskygða — fjöllin binda úr fönnum sjer. Rennur skip á víkurvoginn, valla skeika áratogin. — Hrædd og feimin, hún það sjer. Flýtur gnoð að fjörusanr', firðar gangn þar á larci — Björgu frelsi fengið er. — Sigurjón Jónasson Skefilsstöðum. íW íV ^ ^ Kona, sem var bæði málgefin og óðamála, sagði einu sinni: „Jeg hef verið í alt heila vor fu’ :íf'a við að halda lífinu í fimm hænuungum þriggja nátta.“ Öðru sinni hafði hún faiið á bæ og tafið lengi. Þá sagði hún: „Jeg h?ld jeg verði nú að fara að flýta mjer heim, jeg sem skildi við eldinn og hðnn Jón minn óg alt lifandi heirna." ★ Föt geta ekki fallið niður af he^ða- trjám, ef gúmmíteygjuin er brugðið um endana á herðatrjánum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.