Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Page 12
21(5 LESBOK MORGUNBL^DSINS ALLSNÆGTIR - EN NÆRINGARSKORTUR Ilvcrnig mcnn svclta sig upp mcö hcimskulcgu mataræði. VÍSLNDAMENN frá Pensylvania State College tóku sig til fyrir nokkru og rannsökuðu mataræði og líkamsþrif 64 fjölskyldna í Philadelphia. Þeir völdu ekki af verri endanum, heldur hafði alt þetta fólk nóg af öllu og lifði í allsnægtum. Árangurinn af þessum rannsókn- um staðfesti þann grun vísinda- mannanna, að meiri hlutinn af í- búum Bandaríkjanna búi við nær- ingarefnaskort, og engu síður efn- aðra fólkið. í þessum 64 fjölskyldum voru 239 karlar, konur og börn, og það kom í ljós, að aðeins fjórða hvert mannsbarn fekk þá fæðu, sem full- nægði líkamanum. Allir voru tald- ir heilbrigðir þegar rannsókn hófst. en rúmlega helmingurinn af ungu stúlkunum náði ekki meðalþunga, og bein þeirra höfðu ekki fengið eðlilegan þroska vegna skorts á kalki, járni og fjörefnum. Börn innan 12 ára aldurs skorti mikið á að hafa náð meðalþunga, höfðu beinkröm, og þrjú af hverjum fjór- um hafði skort A og D fjörefni. Verst voru mæðurnar farnar. — Fjórar af hverjum fimm þjáðust af næringarskorti. Hvernig stendur a þessu? Hvern- ig má það ske að efnað fólk þjáist af næringarefnaskorti? Það er alt mataræðinu að kenna. Sjest það best á því, að húsbænd- urriir voru yfirleitt hraustir, en það kemur af því að þeir eta altaf miðdegisverð á veitingahúsum, en konurnar láta sjer r.ægja að „narta í eitthvað'4 heima. Nokkra karl- menn skorti þó C fjörefni, en það stafar af því hvað þeir eru frá- bitnir grænmeti. — Þeir eta líka meira heima og það bætir upp hvað maturinn er fjörefnasnauður. En konur reyna allar að forðast það að fitna og þora því ekki að borða nægju sína. Það kom í ljós að margar hús- mæðurnar höfðu gengið í mat- reiðsluskóla og þektu vel næring- argildi hinna ýmsu matvæla. En svo eyðilögðu þær matvælin með því að sjóða úr þeim öll fjörefnin. Fólki er það yfirleitt ekki ljóst. að hægt er að eyðileggja bestu fæðu með heimskulegri matreiðslu Og það eitt getur valdið næringar- efnaskorti. Vísindamenn, sem voru að rannsaka heilsufar Newfound- landbúa fyrir nokkru, urðu hissa á því hvað margir þjáðust þar af fjörefnaskorti, þótt þeir lifðu á kartöflum, káli og fiski. Það var ekki fyr en þeir fóru inn í eld- húsin og athuguðu matreiðsluna, að þéir sáu lausn gátunnar. Matur- inn var eyðilagður með því að sjóða hann langa lengi í miklu vatni. Og svo var soðinu, með öllum fjörefn- unum fleýgt eins og hverjum öðr- um úrgangi. Læknablaðið .,Hygeia“ segir að einn þátturimi í óhollu mataræði sje matvendni og hún hefur frem- ur aukist með bættum liag alþýðu. Nú þykjast menn ekki geta lagt sjer til munns hið holla rúgbrauð, gert úr heimamöluðu korni. Þuð þykir „fínna“ ad eta brauð úr aí- hýddu cg blíkjuðu hveiti, aó ncta hreúisaðan hvítasykur og „póler- uð“ grjón. Þetta heimskulega nrat- aræði er afleiðing velmegunar og liefur við gengist lengi. Hjer skal nefna eitt dæmi. Meg- inþorri manna lifir á þyítu hveiti, en við hreinsunina og blikjuna hef- ur það mist 90% af því efni, sem kallast „thiamine". Hverjar verða svo afleiðingarnar? Til þess að ganga úr skugga um það, tók Mavo Clinic til rannsóknar hóp af ung- um, hraustum og fjörugum stúlk- um og ljet þær hafa sjerstakt mat- aræði. Þær fengu nóg af öllu nema „thiamine". Á skömmum tíma urðu stúlkurnar framtakslausar, þung- lyndar og uppstökkar. En þeim batnaðí aftur er þær fengu „thia- mine.“ Dr. Russell M. Wilder, nafn- kunnur matvæla-sjerfræðingur, segir aði margs háttar mannamein svo sem þunglyndi, þreyta, tauga- óstyrkur og kjarkleysi sje aðallega sprottin af óhollu mataræði. Nú er að segja aftur frá fjöl- skyldunum í Philadelphia. Læknar ráðlögðu húsmæðrum hvað þær skyldi hafa til matar framvegis og þeim var kent að matreiða. Eftir eitt ár var fólkið orðið gjörólíkt því sem áður var.'Nú hafði það fengið hollari og fjörefnaríkari fæðu en áður, en samt hafði fæðið kostað minna og konurnar höfðu haft miklu minna fyrir matreiðsl- unni en fyr. Börnin höfðu þroskast betur, minna hafði borið á tauga- veiklun og íólkið hafði ekki verið jafn næmt fyrir kvefi. Öt af þessu hefur di*. Tom D. típies, heilsufræðingur og forstjóri Department of Metabolism and Nutrition of Northwestern Uni- versity Medical School í Chicago, gefið eftirfarandi ráðleggingar um holt matai'æði: Mjólk — að minsta kosti hálfur litri a dag fyrir fullorðna og peli fyrir bcrn. Magurt kjót — einu sinni á dag

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.