Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBL AÐSINS 217 VARNIR GEGN KJARNASPRENGJUM ÞÚSUNDIR amerískra lækna hafa farið í skóla að nýu. Þar er þeim kent hvernig þeir geta veitt hjálp í kjarnorkustríði. Sú þekk- ing, sem þeir fá, er leyndarmál Kent er á námskeiðum og er búist við því að eftir þrjú ár hafi allir læknar í Bandaríkjunum fengið sjerþekkingu á þessu sviði. Hernaðarsjerfræðingar telja, að næstu þrjú árin muni ekki hefjast kjarnorkustyrjöld. Það sje í fyrsta lagi 1951 að óvinir Bandaríkjanna geti framleitt kjarnasprengjur svo nokkru nemi. En þennan tíma á að nota til þess að búa alt sem best undir, ef illa kynni að fara. Það er svo sem alls ekki víst, að kjarnasprengjum verði nokkru sinni varpað á bandarískar borgir. En ef svo kynni að fara, þá telja menn að með viturlegum ráðstöf- unum verði hægt að draga úr manntjóni svo mjög að nemi 25— fyrir fullorðna og stálpuð börn, fjórum sinnum á viku fyrir börn innan 8 ára. Egg — fjögur á viku fyrir börn innan þriggja ára, eitt á dag fvrir alla aðra. Kartöflur — ein meðalstór á dag fyrir fullorðna og stálpuð börn. Grænmeti — tvisvar á dag fvrir fullorðna, einu sinni á dag fyrir börn. Þurkað grænmeti eða hnetur — fjórum sinnum á viku fyrir full- orðna, tvisvar eða þrisvar á viku fyrir börn. Grjón með hýði — einu sinni á dag handa öllum. Brauð úr heilhveiti — sex sneið- ar á dag fyrir fullorðna, þrjár fvrir börn. 40%. Jafnhliða og læknum er kent hvað þeim beri að gera, fara fram loftvarnaæfingar í borgunum og fólki eru kendar allar nauðsynleg- ustu varúðarreglur. Það er talið mjög ósennilegt, að hægt sje að gera kjarnasprengju árás öllum að óvörum. Þúsundir „radar“-tækja hafa verið settar alls staðar með ströndum fram og fullkomin samvinna er um þetta milli Bandaríkjanna og Kanada. Það er því harla ólíklegt að nokk- ur fjandmanna flugvjel geti kom- ist í skotfæri án þess að hennar verði vart nokkrum klukkustund- um áður, vegna þess að vegalengd- ir, sem fljúga þarf, eru nú miklu meiri heldur en þegar Þjóðverjar voru að gera loftárásir á Bretland og bandamenn á Þýskaland. Mönn um hlýtur því að gefast ofurlítið ráðrúm til að forða sjer. Og miklar líkur eru til þess, að svo snemma verði vart við fjandmanna-flug- vjelar, að hægt verði að skjóta þær niður áður en þær geta komið fvr- irætlan sinni í framkvæmd. En ef það tækist að varpa kjarna sprengju á ameríska borg, þá er tahð að um 60 þúsundir manna mundu þegar bíða bana, eða verða fyrir þeim áföllum, að þeir deyi stuttu síðar. (í Hiroshima fórust 80 þúsundir manna og 40 þúsundir í Nagasaki. Til samanburðar má geta þess, að stærstu sprengjurn- ar, sem varpað var á þýskar borg- ir, drápu að meðaltali 30 manns). En hálfu færri mundu farast ef menn vissu um árásina moð svo sem hálfrar stundar fyrirvara. Það er nógu fróðlegt að athuga hvaða ráð almenningi eru gefin til varúðar, ef kjarnsprengjuárás er í aðsigi. Fyrst og fremst er mönnum boð- ið að leita skjóls. Best eru neðan- jarðar loftvarnarbyrgi og ef þar er sjálfstæð loftræsting, geta menn komist af þótt sprengjan springi rjett yfir þeim. En sje ekki völ á svo góðu skjóli, þá er að leita þess næst besta. Kjallarar, bygðir úr járnbentri steinsteypu eru góð- ir og aðrir kjallarar líka, ef þeir hrynja ekki. Ef það ber mjög brátt að, að menn verða að leita skjóls, setti þeir að fara undir steypta garða eða torfgarða og bíða þar. Ekki skyldu menn standa ná- lægt gluggum. Fjöldi manna í Hiroshima skarst til bana á gler- brotum. En sums staðar fóru þó rúður í svo smátt mjöl, að föt hlífðu mönnum við meiðslurti. Gott er að margvefja um sig hvítu klæði eða dúk. Eldingin frá sprengingunni leitar á alt dökt en sneiðir hjá hvítum lit. Japönsk kona, sem var í svartdröfnóttum kjól, fekk brunasár undan öllum svörtu blettunum, en ekki annars staðar. Maður, sem var í röndóttri skyrtu, var með rauðum bruna- röndum um allan búkinn. Menn eiga að flýja eins og fæt- ur toga þegar er sprengingin hefir orðið. Margir menn í japönsku borgunum urðu eldi að bráð, þótt þeir hefði sloppið lífs undan sprengingunni. Ekki mega menn bragða vatn nje mat á sprengjusvæðinu. Hvort tveggja getur verið geislavirkt og banvænt. Menn eiga ekki að hafa neitt með sjer nema það, sem þeir standa í. Þegar menn eru komnir út fyr- ir sprengjusvæðið, eiga þeir að þvo sjer fimm sinnum úr sápu um hendur og andlit og skifta alveg um föt, því að geislarnir . geta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.