Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Page 2
LLbBoK MOKG U KBLAÐSiiM'o
m
ins eru tvær tatarakonur hjá eldi,
sem þær hafa kveikt á bersvæði.
Eitthvað af dóti þeirra er hjá þeim,
ásamt með litlum vagni, sem þær
líklega eiga. Konur þessar bera öll
einkenni þjóðflokks síns: Augun
eru tinnudökk, hárið sömuleiðis.
Ekki eru þær of hreinlegar. „Hnet-
ur handa öpunum!“ kalla þær til
okkar, rjett áður en við komum
að hliðinu.
Innan við það blasir við mishæð-
ótt landslag: Stöðuvatn allstórt,
ásar og höll með skógarlundum,
dældir, grimdir, blómareitir, hús og
aðrar vistarverur fyrir dýrin skipt-
ast á. Veitingaskáli, smáverslun,
bekkir og fleiri þægindi eru þar,
breiðar götur og mjóir gangstígir.
í garðinum eru bæði skuggsælir
blettir og sólríkir staðir. Mikið af
honum blasir við suðri og sól.
Mentastofnun þessi er um 3 20
ára gömul og afarvinsæl, einkum
meðal barna, sem eflaust hafa lært
þar meira um dýr og verndun dýra
en af mörgum kenslubókum og
hvatningarorðum um það efni
Fyrst komum við að Apahúsinu
og göngum inn í það. Gefur þar að
líta ýmsa kátlega og kynduga ná-
unga, suma snyrtilega, aðra óprúða
útlits, ýmsa skynsamlega í háttum,
en óþægilega svipaða mönnum að
útliti, vexti og tiltektum; en allir
eru þeir frábærlega fimir og lið-
ugir að stökkva og khfra, þó að
hinir kattmjúku og snotru gibbon-
apar frá Síam taki vísast öllum
fram í leikfimi: jafnvígir á að
klifra, kasta sjer langar leiðir milli
greina og ganga teinrjettir á gólf-
inu með frábærum ljettleika. Vitr-
astir eru sjimpansarnir frá Vestur-
Afríku, og njóta mestrar hylli á-
horfenda fyrir ýmis kringilæti, en
grænapar frá Afríku virðast einna
skrautlegastir. Of langt mál yrði að
telja upp allar tegundir þessara
skemtilegu dyra eða segja frá
breytilegum athöfnum þeirra og
róddum, sem berast að eyrum í
furðumörgum tilbrigðum: frá hljóð
um, er líkjast fugla kvaki til radda
svipaðra manna máli í mjóum og
digrum róm — og fjölmargt þar á
milli. Þetta er þeirra mál. Við
greinum ekki orðaskil, vitum eigi
deili á tungum þeirra fremur en
margra þjóðflokka.
Næst ber okkur að Ljónabúrinu,
þar sem mikill fjöldi frægra Dýfl-
innarljóna hefur fæðst. Þaðan hafa
þau verið flutt í dýragarða um víða
veröld. Ljónabúr þetta hefur að
geyma nokkur frábær tíguleg ljón,
sem hafa verið heiður og skart
Dýragarðs Dýflinnar í mörg ár.
Enginn annar dýragarður í heimi
hefur átt neitt svipuðu láni að
fagna við ræktun og uppeldi þess-
ara fögru og höfðinglegu dýra. Alt
að því 500 ljónshvolpar hafa verið
aldir og upp fæddir í Dýragarði
Dýflinnar. Margir hafa gaman af
að virða fyrir sjer „konung dýr-
anna“. Ung stúlka er meira að
segja svo djörf að þora að taka í
fang sjer ellefu vikna gamalt ljón,
sem hirðirinn fær henni. Hún er að
sjálfsögðu ljósmvnduð með það í
fanginu. — í sama húsi eiga líka
bækistöð tígrisdýr, hljebarðar og
fleiri ógurlegar skepnur — allar
innan rimla.
Eftir þessar athuganir er gott að
vera utan húss um stund, láta bless
aða sólina verma sig, teyga að sjer
angan frá vaknandi gróðri, gleðj-
ast yfir marglitum, nýútsprurgn-
um blómum og trjám, sem standa
á höfði í Aðalvatni, spegilsljeltu;
en það liggur nálega eftíir endi-
löngum Dýragarðinum.
Athygli okkar beinist nú að girð-
ingum, sem hafa að geyma „minstu
hesta í heimi“, álíka að stærð og
missirisgömul folöld á íslandi eða
vel það; zebradýr; hreina; villinaut
og lamadýr. Fegurst og frægust
þessara dýra eru zebrarnir frá Af-
ríku; en lamadýrin eru skringileg-
ust að útliti, samt þóttaleg, enda
mjög nytsöm í heimkynnum sín-
um, Suður-Ameríku, þar sem þau
eru notuð til mjólkur og áburðar,
kjöt þeirra borðað, ullin höfð í föt:
einu spendýrin, sem frumbyggjar
Vesturheims hafa tamið.
Skammt frá girðingum þessum
er að sjá hús, sem margir af gest-
um garðsins stefna til. Einn þeirra
er sýnilega kaþólskur prestur, og
hefur rauðhærðan pilt í fylgd með
sjer. Allir bera mikla virðingu fyrir
prestinum, eins og vera ber, og
vilja gera honum hverskonar
greiða, enda er hann og hinn ljúf-
mannlegasti og dýravinur mikill,
að því er virðist eftir hkum að
dæma, virðir þau fyrir sjer með
velþóknun og hlær dátt að tiltekt-
um þeirra. — Þetta er Skriðdýra-
húsið. í því eru fjölmargar teg-
undir af slöngum og eðlum, en auk
þeirra krókódílar og skjaldbökur.
Þarna eru lifandi komin úr kenslu-
bókum Bjarna og Jónasar ýmsar
lífsháska-, kyrki- og eiturslöngur,
sem drepa saklaust fólk í Austur-
löndum og víðar í tugþúsundatali
árlega. Þarna eru gleraugnanöðr-
ur og skröltormar, enn fremur
kameljónið fræga, sem horfir sínu
auganu í hvora áttina, skiptir um
lit eftir umhverfi og ber eins langa
tungu í hvofti og eigin líkama. —
Lífshættulegir krókódílar úr gamla
og nýja heiminum eru í þessu húsi
— svo að fáein dæmi sjeu nefnd.
„Eru þau ekki dauð?“ spyrja sumir
áhorfendur; svo letileg eru sum
skriðdýranna í búrum sínum.
Leiðin liggur að vistarveru
bjarna úr Himalajafjöllum og fleiri
bangsa. Þessir Himalajabúar eru
hlálegir í atferli sínu: sitja upp á
endann, flatmaga á steinstjettinni
eða rísa á afturfæturna, opna ginið
og betla um brauð. Kaþólska prest-
inn, vin vorn, ber þá að og er óspar
á molana. Fólkið þyrpist umhverf-
is hann. Auk rauðhærða piltsins er