Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Qupperneq 3
LESBOK MORGUNBLADSINS
47 b»
hið næsta honum ung blómarós.
Það má mikið vera, ef guðsmað-
urinn Iætur ekki freistast af ynd-
isþokka hennar og fegurð, þó að
slíkt fari eigi að kaþólskum lög-
um. —
Yndislegasti staður í garðinum
er liklega Fuglahúsið, sem hefur
að geyma páfagauka og herskara
ýmissa smærri fugla, einkum
margskonar spörfugla. — Sumir
þeirra syngja af mikilli snilld. Þeir
ljóma í öllum regnbogans htum og
eru óþreytandi fjörugir. Unaðsleg-
astir þessara fugla allra eru ef til
vill kanarífuglarnir. Tónar söngv-
aranna óma í eyrunum, löngu eftir
að út er komið úr tónleikahúsi
þessu.
Önnur fugla bækistöð er líka í
garðinum. Þar búa margvíslegir
ránfuglar svo sem gammar, fálkar,
haukar og uglur, þær síðast töldu
sofandi um hábjartan daginn í sól-
skininu, spekingslegar á svip. Og
margt er fleira vængjaðra vera
hjer, svo sem fasanar: mjög tíma-
bærir fuglar, því að fjaðrir þeirra
hafa sjest á höfðum margra heldri
"kvenna hjer í borg að undanförnu;
að ógleymdum páfuglunum, sem
eru án efa einna státnastir fugla:
breiða úr óviðjafnanlegu fjaðra-
skrúði sínu í sólskininu móti gest-
um garðsins, er setjast á bekki
grasflatanna og virða þessa skart-
heðna fyrir sjer — eða taka af þeim
myndir, en þeir stilla sjer upp og
snúa ýmist höfði eða afturhluta að
áhorfanda og myndatökumanni.
Margt er fleira fugla að sjá, sum-
ir úr fjarlægum löndum eins og
mörgæsirnar frá Suðurheimskauts-
landi og strútar úr Ástralíu, risar
að vexti. Heldur eru þeir, og sumir
aðrir hinna stærri fugla, hljóðir.
Að undanskildum öpunum eru þó
fuglarnir allra dýra garðsins fjör-
ugastir og gæddir 'miklum og
breytilegum röddum, sönghæfm
eða máh. Undanfarna mánuði hef-
* *
Á baki „Söru“.
ur Ulster-búi nokkur, Arnold Benn
ington, verið að rannsaka fugla-
raddir og taka á mikrófón mis-
munandi hljóð þeirra, er hafa
miklu víðtækari merkingar en talið
hefur verið, samkvæmt niðurstöð-
um hans. Bennington er, með öðr-
um orðum, að færa sönnur á frá-
sagnir ævintýranna um fuglamál
og reyna að skilja það! Enn sem
komið er látum við okkur nægja
að hafa yndi af söng þeirra, er
Bennington telur, að feli í sjer að
sumu leyti annað og miklu meira
en skemtandi raul fyrir makann,
eins og kent er í náttúrufræðinni.
Ónefnd eru ennþá mörg af dýr-
um garðsins. Merkilegast þeirra er
fíllinn ,,Sara“ frá Indlandi, gýgur
mikil, sem býr í eigin íbúð: Fíls-
liúsinu. — Einhver eftirsóttasta
skemtun barna, sem koma í garð-
inn, er að fá að koma á bak á
„Söru“. Út af því bregður ekki í
dag. ,.Sara“ krýpur á knje og er
hin rólegasta, meðan ungu reið-
mönnunum er hjálpað á bak. Fyrst
er þríment: Gæslumaðurinn fer á
bak ásamt með tveim krokkum og
gætir þess, að þau detti eigi af
baki, því að af því gætu hlotist al-
varleg meiðsl. Riðið er ýmist um-
hverfis girðingu eina nálægt Fíls-
húsi eða meðfram Aðalvatni. Nú er
hringferðin farin. Þegar fyrstu ridd
arar hafa lokið reiðför sinni, krýp-
ur „Sara“, svo að þeir geti farið
af baki, og tvö ungmenni koma í
þeirra stað. Færleikurinn rís á fæt-
ur aftur og byrjar nýja ferð. Börn-
in eru nú ein á baki, án gæslu-
manns. Þau eru með Jífið í lúkun-
um, titra sýnilega af hræðslu, en
halda sjer dyggilega, og ekkert ó-
happ vill til. En mikið eru þau
•fegin að hafa aftur fast land undir
fótum. Og svona gengur þetta koll
af kolli.
Fóstri „Söru“ er sýnilega mjög
hreykinn af þessum vörpulega
skjólstæðingi sínum. Jeg reyni að
taka mynd af fílnum með börnin
á baki, og hirðirinn býðst til að
hjálpa mjer í þeim vanda eftir
bestu getu.
Dagur er að kvöldi kominn,
margt eftir að sjá, enn íleira ósagt
látið. Endur'oætur miklar hafa ver-
ið gerðar á garðinum síðastliðin ár:
ný og fögur blómabeð unnin, flatir
sljettaðar, ýmsar nýar byggingar
reistar, svo að hægt sje að búa sem
best að dýrunum og bæta þeim að
nokkru það ófrelsi, sem þau óneit-
anlega eiga við að búa. —
Við hverfum út um hhð Dýra-
garðsins og leggjum leiðir okkar
gegnum austurhluta „Phuenix
Park“, en að nokkru eftir öðrum
götum en áður, til aðalhliðs hans.
Börn á ýmsum aldri eru að leika
sjer undir trjánum, scm taka nú
óðum að laufgast. Fuglar syngja
dátt í krónum þeirra, frjálsir. Börn-
in virðast vera umhyggjulaus og
án eftirlits. Þau eru miður hrein
og hvergi nærri sælleg. Nærri því
lárjettir geislar sólarinnar eru
orðnir magnlithr, enda moða í lofti.
Elskendur hafa aðsetur hja stóru
trje. Daufan ilm leggur úr grasi.
vjseíí ‘